Velferð barnanna í fyrsta sæti Sigrún Hulda Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2022 13:00 Nú styttist verulega í sveitarstjórnarkosningar og þá verða loforð um aukna þjónustu leikskóla ansi hávær. Við heyrum falleg fyrirheit um að öllum börnum, 12 mánaða og eldri, verði sannarlega tryggð leikskóladvöl. Þetta hljómar vissulega vel og það er akkúrat tilgangurinn, þau eiga að laða að. Stundum gleymist að hugsa um hvernig eigi svo að efna þessi loforð, en þar stendur hnífurinn í kúnni, það er ekki auðvelt að efna þessi loforð, ef það er yfir höfuð hægt. Aðalástæða þess er í grunninn einföld og hún er sú að leikskólakerfið hefur vaxið allt of hratt með þeim afleiðingum að það heldur ekki lengur í við þörfina. Kröfurnar eru þar af leiðandi langt umfram raunverulega getu leikskólanna. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar ber fagfólki að gæta þess að börn fái gæða nám og umönnun við hæfi samkvæmt aðalnámskrá leikskóla. Lög um leikskóla kveða á um að 2/3 hlutar starfsfólks skuli hafa leikskólakennaramenntun og eigum við langt í land með að ná því. Í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu er um 25% starfsfólks með tilskylda menntun en Kópavogur stendur betur að vígi þar með um það bil 35% starfsmanna með leikskólakennaramenntun. Það segir sig sjálft að ef við ætlum að fjölga leikskólarýmum minnkar faghlutfall starfsfólks þar sem vöntun er á leikskólakennurum í landinu. Því er nauðsynlegt að brúa bilið frá fæðingarorlofi með fleiri valkostum á meðan unnið er að því að mennta fleiri kennara til starfa í leikskólum. Við í Framsókn í Kópavogi leggjum til lausn í þessu máli og viljum að ríkið komi inn í þetta með lengingu fæðingarorlofs til 18 mánaða og sveitarfélög taki svo boltann og bjóði dagvistun eða leikskólarými í kjölfarið. Með þeirri nálgun væri vandi leikskólanna leystur að hluta og álag á foreldra og fjölskyldur minna. Eins væri hægt að sjá fyrir sér möguleikann á að bjóða foreldrum heimgreiðslur sem nema niðurgreiðslu sveitarfélagsins þar til barnið nær tveggja ára aldri. Þetta minnkar ekki aðeins álag á foreldra og fjölskyldur, heldur gefur foreldrum tækifæri til að nýta þennan dýrmæta tíma og styrkja tengslamyndun við barnið, sem það mun búa að í framtíðinni. Þetta er kostur sem margir foreldrar myndu vilja að væri til staðar. Sveitarfélög greiða nú þegar um 300 þúsund krónur með hverju leikskólarými og hluti foreldra er rétt rúmlega 12 % af heildarkostnaði. Mikilvægur hluti jafnréttisbaráttunnar er að foreldrar hafi jöfn tækifæri til að vinna fullan vinnudag. Til þess að mæta því þurfum við þá að koma til móts við fjölskylduna og brúa bilið frá fæðingarorlofi. Börn á Íslandi eru með lengstan dvalartíma, flesta daga ársins í minnsta rýminu ef við berum okkur saman við önnur lönd innan OECD. Foreldrar vinna yfirleitt báðir fullan vinnudag og oftar en ekki eyðir barnið lengri vökutíma hjá dagforeldrum og í leikskóla en hjá foreldrum. Þarna þurfum við að staldra aðeins við og velta fyrir okkur forgangsröðuninni og hvernig við getum í alvöru mætt þörfum barna og foreldra. Samtökin Fyrstu fimm hafa t.a.m. vakið umræðuna um að samfélagið þurfi að styðja betur við unga foreldra svo þau hafi tækifæri til að verja meiri tíma með börnum sínum. Það er göfug umræða að mínu mati þar sem verið er að huga að geðtengslamyndun foreldra og barna sem er grunnur að góðri geðheilsu einstaklingsins síðar meir. Með því að skoða möguleika á lengingu fæðingarorlofs og svo heimgreiðslu, er verið að stíga gríðarlega mikilvæg og raunhæf skref í átt að vænlegra umhverfi fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Lofum ekki upp í ermina á okkur, tölum um raunhæfa kosti. Forgangsröðum og leggjum áherslu á geðheilsu og vellíðan barna á fyrstu æviárunum því þegar á heildina verður litið, er það mun arðbærara fyrir samfélagið í heild sinni. Höfundur er leikskólastjóri Heilsuleikskólans Urðarhóls og situr í 2.sæti á lista Framsóknar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Nú styttist verulega í sveitarstjórnarkosningar og þá verða loforð um aukna þjónustu leikskóla ansi hávær. Við heyrum falleg fyrirheit um að öllum börnum, 12 mánaða og eldri, verði sannarlega tryggð leikskóladvöl. Þetta hljómar vissulega vel og það er akkúrat tilgangurinn, þau eiga að laða að. Stundum gleymist að hugsa um hvernig eigi svo að efna þessi loforð, en þar stendur hnífurinn í kúnni, það er ekki auðvelt að efna þessi loforð, ef það er yfir höfuð hægt. Aðalástæða þess er í grunninn einföld og hún er sú að leikskólakerfið hefur vaxið allt of hratt með þeim afleiðingum að það heldur ekki lengur í við þörfina. Kröfurnar eru þar af leiðandi langt umfram raunverulega getu leikskólanna. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar ber fagfólki að gæta þess að börn fái gæða nám og umönnun við hæfi samkvæmt aðalnámskrá leikskóla. Lög um leikskóla kveða á um að 2/3 hlutar starfsfólks skuli hafa leikskólakennaramenntun og eigum við langt í land með að ná því. Í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu er um 25% starfsfólks með tilskylda menntun en Kópavogur stendur betur að vígi þar með um það bil 35% starfsmanna með leikskólakennaramenntun. Það segir sig sjálft að ef við ætlum að fjölga leikskólarýmum minnkar faghlutfall starfsfólks þar sem vöntun er á leikskólakennurum í landinu. Því er nauðsynlegt að brúa bilið frá fæðingarorlofi með fleiri valkostum á meðan unnið er að því að mennta fleiri kennara til starfa í leikskólum. Við í Framsókn í Kópavogi leggjum til lausn í þessu máli og viljum að ríkið komi inn í þetta með lengingu fæðingarorlofs til 18 mánaða og sveitarfélög taki svo boltann og bjóði dagvistun eða leikskólarými í kjölfarið. Með þeirri nálgun væri vandi leikskólanna leystur að hluta og álag á foreldra og fjölskyldur minna. Eins væri hægt að sjá fyrir sér möguleikann á að bjóða foreldrum heimgreiðslur sem nema niðurgreiðslu sveitarfélagsins þar til barnið nær tveggja ára aldri. Þetta minnkar ekki aðeins álag á foreldra og fjölskyldur, heldur gefur foreldrum tækifæri til að nýta þennan dýrmæta tíma og styrkja tengslamyndun við barnið, sem það mun búa að í framtíðinni. Þetta er kostur sem margir foreldrar myndu vilja að væri til staðar. Sveitarfélög greiða nú þegar um 300 þúsund krónur með hverju leikskólarými og hluti foreldra er rétt rúmlega 12 % af heildarkostnaði. Mikilvægur hluti jafnréttisbaráttunnar er að foreldrar hafi jöfn tækifæri til að vinna fullan vinnudag. Til þess að mæta því þurfum við þá að koma til móts við fjölskylduna og brúa bilið frá fæðingarorlofi. Börn á Íslandi eru með lengstan dvalartíma, flesta daga ársins í minnsta rýminu ef við berum okkur saman við önnur lönd innan OECD. Foreldrar vinna yfirleitt báðir fullan vinnudag og oftar en ekki eyðir barnið lengri vökutíma hjá dagforeldrum og í leikskóla en hjá foreldrum. Þarna þurfum við að staldra aðeins við og velta fyrir okkur forgangsröðuninni og hvernig við getum í alvöru mætt þörfum barna og foreldra. Samtökin Fyrstu fimm hafa t.a.m. vakið umræðuna um að samfélagið þurfi að styðja betur við unga foreldra svo þau hafi tækifæri til að verja meiri tíma með börnum sínum. Það er göfug umræða að mínu mati þar sem verið er að huga að geðtengslamyndun foreldra og barna sem er grunnur að góðri geðheilsu einstaklingsins síðar meir. Með því að skoða möguleika á lengingu fæðingarorlofs og svo heimgreiðslu, er verið að stíga gríðarlega mikilvæg og raunhæf skref í átt að vænlegra umhverfi fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Lofum ekki upp í ermina á okkur, tölum um raunhæfa kosti. Forgangsröðum og leggjum áherslu á geðheilsu og vellíðan barna á fyrstu æviárunum því þegar á heildina verður litið, er það mun arðbærara fyrir samfélagið í heild sinni. Höfundur er leikskólastjóri Heilsuleikskólans Urðarhóls og situr í 2.sæti á lista Framsóknar í Kópavogi.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun