Að selja fjöregg Þorsteinn Sæmundsson skrifar 18. apríl 2022 15:00 Frá því að ég man fyrst eftir hafa íslenskum stjórnvöldum verið mislagðar hendur við að selja fjöregg þjóðarinnar. Allt frá sölu á Síldarverksmiðjum ríkisins, áburðar og sementsverksmiðjum, Símanum að ekki sé minnst á s.k. einkavæðingu bankanna hina fyrri. Eftir á að hyggja finnst manni að í flestum tilvikum hafi kaupendur heitið sömu nöfnum. Eftir á að hyggja finnst manni að sömu mistökin hafi ítrekað verið gerð af hálfu seljenda. Eftir á að hyggja er maður ekki sannfærður um að söluverð hafi skilað sér í ríkissjóð í öllum tilfellum. Eftir á að hyggja virðist enginn hafa lært neitt á þeim mistökum sem gerð voru. Eftir á að hyggja hefur enginn tekið ábyrgð á þeim mistökum sem áttu sér stað. Ekki þá frekar en nú. Eftir hrun eru nokkrar eignasölur sem standa upp úr. Fyrst skal nefna söluna á færsluhirðinum Borgun. Borgun var bókstaflega seld nokkrum innherjum sem bönkuðu upp á í Landbankanum ásamt eins og einum Engeyingi sem var á kápulafi innherjanna. Ekkert útboð átti sér staði engin áreiðanleikakönnun virðist hafa átt sér stað. Nú er talið að seinni salan á Borgun ásamt sölunni á Valitor hafi ógnað þjóðaröryggi. Salan á Borgun var tekin upp á Alþingi og ritaðar um hana greinar en vakti takmarkaða athygli almennings og fjölmiðla. Ríkisendurskoðun vann síðar skýrslu um sölu Landsbankans á ríkiseignum þ.m.t Borgun. Sú skýrsla er áfellisdómur yfir þáverandi stjórnendum bankans sem guldu fyrir með því að láta af störfum. Annað atriði varðar sölumeðferð á stöðugleikaframlögum slitabúa bankanna sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson beitti sér öðrum fremur fyrir að skiluðu sér í ríkissjóð. Eitt haldmesta stöðugleikaframlagið var Íslandsbanki eins og hann lagði sig. Stofnað var sérstakt fyrirtæki, Lindarhvoll,til að koma eignunum í verð. Mörg álitaefni eru um starfsemi Lindarhvols. Sérstakur settur ríkisendurskoðandi ad hoc virtur og vammlaus embættismaður til áratuga var fenginn til að gera skýrslu um starfsemi félagsins þar sem þáverandi Ríkisendurskoðandi og einn stjórnarmanna Lindarhvols voru bræður. Nýr ríkisendurskoðandi (sem nú er reyndar orðinn ráðuneytisstjóri) lét verða sitt fyrsta verk að leysa settan ríkisendurskoðanda undan störfum. Skýrsla sem settur ríkisendurskoðandi vann um starfsemi Lindarhvols fæst ekki gerð opinber hvorki fyrir þingnefndir, þingmenn eða almenning. Gerð var ný skýrsla sem eftir því sem er eftir því sem næst verður komist með allt öðrum niðurstöðum en sú fyrri sem ekki fæst gerð opinber. Þó hefur verið vitnað í skýrslu ríkisendurskoðanda ad hoc í opinberri umræðu og fundið að vinnu hans án þess að hann fái reist hönd fyrir höfuð sér. Leyndarmúr var reistur um fyrri skýrsluna um Lindarhvol með þátttöku þáverandi forseta Alþingis. Saga Lindarhvols að öðru leyti verður rakin frekar í annarri grein fljótlega. Það er þess vegna ekki á vísan að róa að biðja Ríkisendurskoðun nú um skýrslugerð vegna nýlegrar sölu á nokkrum hlut ríkisins í Íslandsbanka sem nánar verður fjallað um síðar. Þriðja atriðið varðar sölu á fullnustueignum Íbúðalánasjóðs. Á árunum eftir hrun misstu þúsundir Íslendinga heimili sín fyrir framgöngu Íbúðalánasjóðs og viðskiptabankanna. Upplýsingar um upptöku og sölu eignanna hafa ekki legið á lausu. Núverandi félagsmálaráðherra fór í bága við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð til að reyna að koma í veg fyrir birtingu gagna um athæfið. Þegar þær upplýsingar lágu loks fyrir og reynt var að koma þeim á framfæri við fjölmiðla var áhugaleysið algert. Enginn hefur heldur mætt á Austurvöll til að sýna þessu fólki samtöðu. Þó var að finna í hópi kaupenda íbúðanna mörg af þeim nöfnum sem stungið hafa upp kollinum nú nýlega við sölu á nokkrum hlut ríkisins í Íslandsbanka. Sögur fólksins sem missti heimili sín eru sorglegri en orð fá lýst. Sögur af því hvernig gengið var miskunnarlaust á rétt fólks sem hafði ekkert til saka unnið en hafði margt misst vinnuna tímabundið í kjölfar hrunsins og var þess vegna berskjaldað. Sem dæmi um tvískinnunginn tjáði sig fyrrverandi forsætisráðherra sem horfði aðgerðarlaus á fólk hrakið af heimilum sínum af mikilli vandlætingu um söluna á nokkrum hlut ríkisins í Íslandsbanka. Sami fyrrverandi forsætisráðherra boðaði til sérstaks blaðamannafundar á starfstíma sínum til að gera heyrinkunnugt að ,,ekki yrði meira gert fyrir íslensk heimili.” Svei. Fjórða atriðið varðar sölu á minnihlutaeign ríkisins í Arionbanka sem seldur var á ótrúlegu undirverði þar sem fyrrum fjármálráðherra hafði fastsett verð hlutar ríkisins árið 2009. Réttast hefði verið og á það var bent af hálfu Miðflokksins að íslenska ríkið tæki Arionbanka yfir í kjölfar stöðugleikasamninganna og hefði sjálft gert sér mat úr virði bankans. Ég hvet fólk til að kynna sér þær upphæðir sem eigendur Arionbanka hafa greitt sér í arð undanfarin nokkur ár. Fimmta atriðið varðar nýlega sölu á nokkrum hlut ríkisins í Íslandsbanka. Við þá sölu virðast öll hugsanleg mistök hafa átt sér stað. Erlendum vogunarsjóðum var veitt tækifæri öðru sinni til að hagnast á nokkrum dögum eða klukkutímum um umtalsverðar upphæðir. Góðkunningjar frá hrunárunum tóku glaðir þátt í veislunni enda engar athugasemdir gerðar við þátttöku þeirra í „útboðinu“ þrátt fyrir fortíðarvanda. Einnig voru dregnir á flot nokkrir innherjar, framkvæmdaraðilar útboðsins og svo pabbi gamli. Þetta er að sjálfsögðu óboðlegt. Til þess að einhver sátt myndist í þessu þjóðfélagi þarf að klára að gera upp hrunið. Við höfum skjalfest býsna vel það sem gerðist fyrir hrun og í hruninu sjálfu. Eftirhrunsárin og upplýsingar um þær aðgerðir og reyndar aðgerðaleysi eru ýmist lokuð inni til áratuga og/eða allra leiða leitað til að koma í veg fyrir birtingu upplýsinga. Við því þarf að bregðast strax. Allar upplýsingar um eftirhrunsárin þurfa að koma fram - núna! Án undanbragða! Án þess næst ekki sá samhljómur sem okkur er nauðsynlegur til að lifa saman í landinu áfram. Höfundur situr í stjórn MIðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Miðflokkurinn Þorsteinn Sæmundsson Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Frá því að ég man fyrst eftir hafa íslenskum stjórnvöldum verið mislagðar hendur við að selja fjöregg þjóðarinnar. Allt frá sölu á Síldarverksmiðjum ríkisins, áburðar og sementsverksmiðjum, Símanum að ekki sé minnst á s.k. einkavæðingu bankanna hina fyrri. Eftir á að hyggja finnst manni að í flestum tilvikum hafi kaupendur heitið sömu nöfnum. Eftir á að hyggja finnst manni að sömu mistökin hafi ítrekað verið gerð af hálfu seljenda. Eftir á að hyggja er maður ekki sannfærður um að söluverð hafi skilað sér í ríkissjóð í öllum tilfellum. Eftir á að hyggja virðist enginn hafa lært neitt á þeim mistökum sem gerð voru. Eftir á að hyggja hefur enginn tekið ábyrgð á þeim mistökum sem áttu sér stað. Ekki þá frekar en nú. Eftir hrun eru nokkrar eignasölur sem standa upp úr. Fyrst skal nefna söluna á færsluhirðinum Borgun. Borgun var bókstaflega seld nokkrum innherjum sem bönkuðu upp á í Landbankanum ásamt eins og einum Engeyingi sem var á kápulafi innherjanna. Ekkert útboð átti sér staði engin áreiðanleikakönnun virðist hafa átt sér stað. Nú er talið að seinni salan á Borgun ásamt sölunni á Valitor hafi ógnað þjóðaröryggi. Salan á Borgun var tekin upp á Alþingi og ritaðar um hana greinar en vakti takmarkaða athygli almennings og fjölmiðla. Ríkisendurskoðun vann síðar skýrslu um sölu Landsbankans á ríkiseignum þ.m.t Borgun. Sú skýrsla er áfellisdómur yfir þáverandi stjórnendum bankans sem guldu fyrir með því að láta af störfum. Annað atriði varðar sölumeðferð á stöðugleikaframlögum slitabúa bankanna sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson beitti sér öðrum fremur fyrir að skiluðu sér í ríkissjóð. Eitt haldmesta stöðugleikaframlagið var Íslandsbanki eins og hann lagði sig. Stofnað var sérstakt fyrirtæki, Lindarhvoll,til að koma eignunum í verð. Mörg álitaefni eru um starfsemi Lindarhvols. Sérstakur settur ríkisendurskoðandi ad hoc virtur og vammlaus embættismaður til áratuga var fenginn til að gera skýrslu um starfsemi félagsins þar sem þáverandi Ríkisendurskoðandi og einn stjórnarmanna Lindarhvols voru bræður. Nýr ríkisendurskoðandi (sem nú er reyndar orðinn ráðuneytisstjóri) lét verða sitt fyrsta verk að leysa settan ríkisendurskoðanda undan störfum. Skýrsla sem settur ríkisendurskoðandi vann um starfsemi Lindarhvols fæst ekki gerð opinber hvorki fyrir þingnefndir, þingmenn eða almenning. Gerð var ný skýrsla sem eftir því sem er eftir því sem næst verður komist með allt öðrum niðurstöðum en sú fyrri sem ekki fæst gerð opinber. Þó hefur verið vitnað í skýrslu ríkisendurskoðanda ad hoc í opinberri umræðu og fundið að vinnu hans án þess að hann fái reist hönd fyrir höfuð sér. Leyndarmúr var reistur um fyrri skýrsluna um Lindarhvol með þátttöku þáverandi forseta Alþingis. Saga Lindarhvols að öðru leyti verður rakin frekar í annarri grein fljótlega. Það er þess vegna ekki á vísan að róa að biðja Ríkisendurskoðun nú um skýrslugerð vegna nýlegrar sölu á nokkrum hlut ríkisins í Íslandsbanka sem nánar verður fjallað um síðar. Þriðja atriðið varðar sölu á fullnustueignum Íbúðalánasjóðs. Á árunum eftir hrun misstu þúsundir Íslendinga heimili sín fyrir framgöngu Íbúðalánasjóðs og viðskiptabankanna. Upplýsingar um upptöku og sölu eignanna hafa ekki legið á lausu. Núverandi félagsmálaráðherra fór í bága við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð til að reyna að koma í veg fyrir birtingu gagna um athæfið. Þegar þær upplýsingar lágu loks fyrir og reynt var að koma þeim á framfæri við fjölmiðla var áhugaleysið algert. Enginn hefur heldur mætt á Austurvöll til að sýna þessu fólki samtöðu. Þó var að finna í hópi kaupenda íbúðanna mörg af þeim nöfnum sem stungið hafa upp kollinum nú nýlega við sölu á nokkrum hlut ríkisins í Íslandsbanka. Sögur fólksins sem missti heimili sín eru sorglegri en orð fá lýst. Sögur af því hvernig gengið var miskunnarlaust á rétt fólks sem hafði ekkert til saka unnið en hafði margt misst vinnuna tímabundið í kjölfar hrunsins og var þess vegna berskjaldað. Sem dæmi um tvískinnunginn tjáði sig fyrrverandi forsætisráðherra sem horfði aðgerðarlaus á fólk hrakið af heimilum sínum af mikilli vandlætingu um söluna á nokkrum hlut ríkisins í Íslandsbanka. Sami fyrrverandi forsætisráðherra boðaði til sérstaks blaðamannafundar á starfstíma sínum til að gera heyrinkunnugt að ,,ekki yrði meira gert fyrir íslensk heimili.” Svei. Fjórða atriðið varðar sölu á minnihlutaeign ríkisins í Arionbanka sem seldur var á ótrúlegu undirverði þar sem fyrrum fjármálráðherra hafði fastsett verð hlutar ríkisins árið 2009. Réttast hefði verið og á það var bent af hálfu Miðflokksins að íslenska ríkið tæki Arionbanka yfir í kjölfar stöðugleikasamninganna og hefði sjálft gert sér mat úr virði bankans. Ég hvet fólk til að kynna sér þær upphæðir sem eigendur Arionbanka hafa greitt sér í arð undanfarin nokkur ár. Fimmta atriðið varðar nýlega sölu á nokkrum hlut ríkisins í Íslandsbanka. Við þá sölu virðast öll hugsanleg mistök hafa átt sér stað. Erlendum vogunarsjóðum var veitt tækifæri öðru sinni til að hagnast á nokkrum dögum eða klukkutímum um umtalsverðar upphæðir. Góðkunningjar frá hrunárunum tóku glaðir þátt í veislunni enda engar athugasemdir gerðar við þátttöku þeirra í „útboðinu“ þrátt fyrir fortíðarvanda. Einnig voru dregnir á flot nokkrir innherjar, framkvæmdaraðilar útboðsins og svo pabbi gamli. Þetta er að sjálfsögðu óboðlegt. Til þess að einhver sátt myndist í þessu þjóðfélagi þarf að klára að gera upp hrunið. Við höfum skjalfest býsna vel það sem gerðist fyrir hrun og í hruninu sjálfu. Eftirhrunsárin og upplýsingar um þær aðgerðir og reyndar aðgerðaleysi eru ýmist lokuð inni til áratuga og/eða allra leiða leitað til að koma í veg fyrir birtingu upplýsinga. Við því þarf að bregðast strax. Allar upplýsingar um eftirhrunsárin þurfa að koma fram - núna! Án undanbragða! Án þess næst ekki sá samhljómur sem okkur er nauðsynlegur til að lifa saman í landinu áfram. Höfundur situr í stjórn MIðflokksins.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar