Strokufanginn ófundinn: Ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. apríl 2022 12:14 Gabríel Douane Boama slapp úr haldi eftir að dómsmál hans vegna ráns við Kjarvalsstaði síðastliðið sumar var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Gabríel Douane Boama, sá sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær, er ófundinn. Hann er ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði síðastliðið sumar. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. Lögreglan lýsti eftir Gabríel í gærkvöldi. Kom fram í gær að þegar var verið að flytja hann eftir aðalmeðferð í máli hans, sleit hann sig lausan frá lögreglu. Gabríel var ákærður, ásamt fjórum öðrum, fyrir að hafa þann 18. júlí síðastliðinn, veist að einstaklingi við Kjarvalsstaði í Reykjavík. Fréttastofa hefur ákæruna í málinu undir höndum. Er Gabríel og félögum hans fjórum gefið að sök að hafa hótað honum líkamsmeiðingum og lífláti. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þá er þeim einnig gefið að sök að hafa fengið manninn til að opna fyrir aðgang að heimabanka hans og neytt hann til að millifæra alls 892 þúsund krónur í þremur millifærslum inn á bankareikning í eigu Gabríels. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær og slapp Gabríel úr haldi eftir að henni lauk, eins og fyrr segir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, sem vill annars litlar upplýsignar um málið gefa, er Gabríel ófundinn. Greint hefur verið frá því að hann hafi verið virkur á samfélagsmiðlinum Instagram eftir að hann slapp og meðal annars merkt staðsetningu sína í Vesturbæ Reykjavíkur í myndbandi í hringrás Instagram-síðu hans. Biðla til Gabríels að gefa sig fram strax Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni er Gabríel 192 sentímetrar á hæð, með brún augu og um 85 kíló að þyngd. Hann er klæddur í hvíta hettupeysu, gallabuxur og hvíta skó. Lögregla biðlar til þeirra sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gabríels eða vita hvar hann er niðurkominn að hafa tafarlaust samband við 112. Þá er Gabríel sjálfur hvattur til að gefa sig strax fram. Dómsmál Lögreglumál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. 19. apríl 2022 22:53 Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Lögreglan lýsti eftir Gabríel í gærkvöldi. Kom fram í gær að þegar var verið að flytja hann eftir aðalmeðferð í máli hans, sleit hann sig lausan frá lögreglu. Gabríel var ákærður, ásamt fjórum öðrum, fyrir að hafa þann 18. júlí síðastliðinn, veist að einstaklingi við Kjarvalsstaði í Reykjavík. Fréttastofa hefur ákæruna í málinu undir höndum. Er Gabríel og félögum hans fjórum gefið að sök að hafa hótað honum líkamsmeiðingum og lífláti. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þá er þeim einnig gefið að sök að hafa fengið manninn til að opna fyrir aðgang að heimabanka hans og neytt hann til að millifæra alls 892 þúsund krónur í þremur millifærslum inn á bankareikning í eigu Gabríels. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær og slapp Gabríel úr haldi eftir að henni lauk, eins og fyrr segir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, sem vill annars litlar upplýsignar um málið gefa, er Gabríel ófundinn. Greint hefur verið frá því að hann hafi verið virkur á samfélagsmiðlinum Instagram eftir að hann slapp og meðal annars merkt staðsetningu sína í Vesturbæ Reykjavíkur í myndbandi í hringrás Instagram-síðu hans. Biðla til Gabríels að gefa sig fram strax Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni er Gabríel 192 sentímetrar á hæð, með brún augu og um 85 kíló að þyngd. Hann er klæddur í hvíta hettupeysu, gallabuxur og hvíta skó. Lögregla biðlar til þeirra sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gabríels eða vita hvar hann er niðurkominn að hafa tafarlaust samband við 112. Þá er Gabríel sjálfur hvattur til að gefa sig strax fram.
Dómsmál Lögreglumál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. 19. apríl 2022 22:53 Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. 19. apríl 2022 22:53
Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58