Gamli Sólvangur fær aukið hlutverk Sigurður Þ. Ragnarsson skrifar 20. apríl 2022 20:31 Miðflokkurinn í Hafnarfirði hefur átt sæti í verkefnastjórn Sólvangs á þessu kjörtímabili. Það er með vissu stolti sem ég lít til verunnar í stjórninni enda hefur stjórnin unnið sem einn maður að því að stuðla að umbyltingu í þjónustu við aldraða. Nú er þessu verkefni að ljúka og þakka ég öllum sem lagt hafa hönd á plóg. Á kjörtímabilinu sem senn er á enda var lokið við byggingu „nýja“ Sólvangs í Hafnarfirði en þar er um að ræða 60 rýma hjúkrunardeild. Þegar sá áfangi náðist voru allir þeir 58 sem dvöldu á „gamla“ Sólvangi fluttir yfir í „nýja“ Sólvang þar sem þeir búa í rúmgóðum einstaklingsherbergjum. Herbergjastærðir í „gamla“ Sólvangi uppfylltu ekki lengur skilyrði um lágmarksstærð rýma auk þess sem flest herbergin voru tvíbýli. Eftir flutninginn þurfti að ákveða hvað gert skyldi við eldra húsið enda tómt á 2. – 4. hæð. Risið var ekkert notað hin síðari ár, en á jarðhæð var og er starfandi dagdvöl sem ætluð einstaklingum 67 ára og eldri sem eru búsettir í Hafnarfirði alls 14 pláss. Einnig var komið á fót sérhæfðri dagþjálfun sem er fyrir einstaklinga með heilabilun, alls 12 pláss, sem útbúin var í sérstaklega góðri samvinnu við Alzheimersamtökin. Gamli Sólvangur fær aukið hlutverk Það er gaman frá því að segja að „gamli“ Sólvangur, sem byggður var 1942 af framsýnni bæjarstjórn þess tíma, tekur nú stakkaskiptum og stefnir í, innan skamms, að verða eitt flottasta heldriborgararými landsins. Auk dagdvalarinnar á fyrstu hæð hefur önnur hæðin verið endurgerð frá grunni með það að markmiði að uppfylla lög um aðbúnað á hjúkrunarheimilum og þar eru 11 pláss sem þegar eru skipuð. Nú eru þriðja og fjórða hæðin að verða tilbúnar en þar á að bjóða uppá nýjung, eða nokkuð sem kalla mætti hvíldarinnlagnir fyrir fólk sem býr heima en þarf á köflum að leggjast inn til að safna kröftum og fá nauðsynlega þjálfun til að geta búið lengur heima. Þetta er nýjung í öldrunarþjónustu og þarna eru að verða til 39 hvíldarrými sem eru gott sem tilbúin. Allt hefur þetta verið unnið í góðu samstarfi verkefnastjórnar Sólvangs, sviðstjóra Hafnarfjarðar og heilbrigðisráðuneytis undir forystu Svandísar Svavarsdóttur en málefni hjúkrunarheimila eru á valdsviði heilbrigðisráðuneytisins enda þótt Hafnarfjörður eigi Sólvang. Síðasti kaflinn að hefjast Nú er lokahnykkur eftir en það er að byggja 5. hæðina (risið) og endurgera garðinn. Risið er sökum brunavarnareglna ekki gjaldgengt til nýtni og því á að taka risið af í núverandi mynd og endurbyggja inndregna hæð með svölum umhverfis, fyrir ýmsa starfsemi eldri borgara. Garðinn á að endurbyggja sem bæði mun nýtast öllum dvalargestum líka þeim sem glíma við heilabilun og að hluta almenningi. Þar sem dýr gleðja og bæta andlegt heilbrigði þá verður í þessum nýja garði hænsnabú fyrir mest sex hænur, sem allir bæjarbúar geta barið augum. Með ötulli starfsemi verkefnastjórnar Sólvangs auk sviðstjóra framkvæmdasviðs og fjölskyldusviðs, hefur tekist að halda öllum kostnaði, þ.e. framkvæmdum við aðra, þriðju og fjórðu hæð, í samræmi við kostnaðaráætlanir. Höfundur er bæjarfulltrúi M-lista, hefur setið í verkefnastjórn Sólvangs á kjörtímabilinu og er oddviti M-lista í komandi bæjarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn í Hafnarfirði hefur átt sæti í verkefnastjórn Sólvangs á þessu kjörtímabili. Það er með vissu stolti sem ég lít til verunnar í stjórninni enda hefur stjórnin unnið sem einn maður að því að stuðla að umbyltingu í þjónustu við aldraða. Nú er þessu verkefni að ljúka og þakka ég öllum sem lagt hafa hönd á plóg. Á kjörtímabilinu sem senn er á enda var lokið við byggingu „nýja“ Sólvangs í Hafnarfirði en þar er um að ræða 60 rýma hjúkrunardeild. Þegar sá áfangi náðist voru allir þeir 58 sem dvöldu á „gamla“ Sólvangi fluttir yfir í „nýja“ Sólvang þar sem þeir búa í rúmgóðum einstaklingsherbergjum. Herbergjastærðir í „gamla“ Sólvangi uppfylltu ekki lengur skilyrði um lágmarksstærð rýma auk þess sem flest herbergin voru tvíbýli. Eftir flutninginn þurfti að ákveða hvað gert skyldi við eldra húsið enda tómt á 2. – 4. hæð. Risið var ekkert notað hin síðari ár, en á jarðhæð var og er starfandi dagdvöl sem ætluð einstaklingum 67 ára og eldri sem eru búsettir í Hafnarfirði alls 14 pláss. Einnig var komið á fót sérhæfðri dagþjálfun sem er fyrir einstaklinga með heilabilun, alls 12 pláss, sem útbúin var í sérstaklega góðri samvinnu við Alzheimersamtökin. Gamli Sólvangur fær aukið hlutverk Það er gaman frá því að segja að „gamli“ Sólvangur, sem byggður var 1942 af framsýnni bæjarstjórn þess tíma, tekur nú stakkaskiptum og stefnir í, innan skamms, að verða eitt flottasta heldriborgararými landsins. Auk dagdvalarinnar á fyrstu hæð hefur önnur hæðin verið endurgerð frá grunni með það að markmiði að uppfylla lög um aðbúnað á hjúkrunarheimilum og þar eru 11 pláss sem þegar eru skipuð. Nú eru þriðja og fjórða hæðin að verða tilbúnar en þar á að bjóða uppá nýjung, eða nokkuð sem kalla mætti hvíldarinnlagnir fyrir fólk sem býr heima en þarf á köflum að leggjast inn til að safna kröftum og fá nauðsynlega þjálfun til að geta búið lengur heima. Þetta er nýjung í öldrunarþjónustu og þarna eru að verða til 39 hvíldarrými sem eru gott sem tilbúin. Allt hefur þetta verið unnið í góðu samstarfi verkefnastjórnar Sólvangs, sviðstjóra Hafnarfjarðar og heilbrigðisráðuneytis undir forystu Svandísar Svavarsdóttur en málefni hjúkrunarheimila eru á valdsviði heilbrigðisráðuneytisins enda þótt Hafnarfjörður eigi Sólvang. Síðasti kaflinn að hefjast Nú er lokahnykkur eftir en það er að byggja 5. hæðina (risið) og endurgera garðinn. Risið er sökum brunavarnareglna ekki gjaldgengt til nýtni og því á að taka risið af í núverandi mynd og endurbyggja inndregna hæð með svölum umhverfis, fyrir ýmsa starfsemi eldri borgara. Garðinn á að endurbyggja sem bæði mun nýtast öllum dvalargestum líka þeim sem glíma við heilabilun og að hluta almenningi. Þar sem dýr gleðja og bæta andlegt heilbrigði þá verður í þessum nýja garði hænsnabú fyrir mest sex hænur, sem allir bæjarbúar geta barið augum. Með ötulli starfsemi verkefnastjórnar Sólvangs auk sviðstjóra framkvæmdasviðs og fjölskyldusviðs, hefur tekist að halda öllum kostnaði, þ.e. framkvæmdum við aðra, þriðju og fjórðu hæð, í samræmi við kostnaðaráætlanir. Höfundur er bæjarfulltrúi M-lista, hefur setið í verkefnastjórn Sólvangs á kjörtímabilinu og er oddviti M-lista í komandi bæjarstjórnarkosningum.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun