Vertu úti Hafnfirðingurinn þinn! Árni Þór Finnsson skrifar 20. apríl 2022 23:00 Bæjarlistinn vill styðja við náttúruvitund og fjölbreytta útivist íbúa Hafnarfjarðar. Koma þarf á öflugu samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar um uppbyggingu og rekstur þjónustu- og fræðslumiðstöðvar, viðhald og gerð stíga, bæta aðgengi hreyfihamlaðra við Hvaleyrarvatn og vinna í bættri aðstöðu fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman og eiga góða stund. Hafnfirðingar búa í námunda við stórkostlegar náttúruperlur t.d. útivistarsvæðið við Hvaleyrarvatn, Stórhöfða, Seldal, Undirhlíðar, Valaból og Helgafell svo fátt eitt sé nefnt. Tryggja þarf fjármagn til stígagerðar og viðhalds á þeim, gerð og uppsetningu fræðsluskilta, vegvísa og yfirlitskorta á svæðinu. Gera þarf íbúum Hafnarfjarðar kleift að njóta þeirrar náttúru sem upplandið hefur upp á að bjóða með fullnægjandi og auðveldu aðgengi að viðunandi upplýsingum og merkingum. Huga þarf að því að koma á fót þjónustu- og fræðslumiðstöð með samningi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Slík miðstöð hefði m.a. það hlutverk að þjónusta leik- og grunnskóla með það að leiðarljósi að efla og auka náttúruvitund nemenda með útikennslu, leiðbeina um mikilvægi náttúrunnar, hvernig eigi að umgangast hana auk þess að fræða um flóru og fánu svæðisins. Þá væri slík miðstöð kjörin til að efla getu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar til að sinna fræðsluerindum fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem félagið hefur unnið ötullega að í gegnum tíðina. Svæðið er fyrir alla og útivist er fyrir alla sem hana vilja stunda. Gera þarf hreyfihömluðum og þeim sem styðja sig við hjálpartæki kleift að njóta þess sem svæðið í kringum Hvaleyrarvatn hefur upp á að bjóða. Það er hægt með skipulögðu átaki í að slétta stíginn og styrkja kanta á þeim tveimur kílómetrum sem göngustígurinn umhverfis Hvaleyrarvatn er. Koma þarf upp aðstöðu fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman. Gera má leiksvæði úr efnivið sem fellur til við grisjun skógarins og byggingu grillhúss í námunda við vatnið. Það er engum vafa undirorpið að útivist eða útivera á fallegu, grónu svæði eykur á vellíðan flestra sem slíkt stunda. Það er hlutverk bæjarins að gera íbúum sveitarfélagsins kleift að njóta alls þess besta sem það hefur upp á að bjóða hverju sinni. Það er lýðheilsumál! Höfundur skipar 3. sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Bæjarlistinn vill styðja við náttúruvitund og fjölbreytta útivist íbúa Hafnarfjarðar. Koma þarf á öflugu samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar um uppbyggingu og rekstur þjónustu- og fræðslumiðstöðvar, viðhald og gerð stíga, bæta aðgengi hreyfihamlaðra við Hvaleyrarvatn og vinna í bættri aðstöðu fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman og eiga góða stund. Hafnfirðingar búa í námunda við stórkostlegar náttúruperlur t.d. útivistarsvæðið við Hvaleyrarvatn, Stórhöfða, Seldal, Undirhlíðar, Valaból og Helgafell svo fátt eitt sé nefnt. Tryggja þarf fjármagn til stígagerðar og viðhalds á þeim, gerð og uppsetningu fræðsluskilta, vegvísa og yfirlitskorta á svæðinu. Gera þarf íbúum Hafnarfjarðar kleift að njóta þeirrar náttúru sem upplandið hefur upp á að bjóða með fullnægjandi og auðveldu aðgengi að viðunandi upplýsingum og merkingum. Huga þarf að því að koma á fót þjónustu- og fræðslumiðstöð með samningi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Slík miðstöð hefði m.a. það hlutverk að þjónusta leik- og grunnskóla með það að leiðarljósi að efla og auka náttúruvitund nemenda með útikennslu, leiðbeina um mikilvægi náttúrunnar, hvernig eigi að umgangast hana auk þess að fræða um flóru og fánu svæðisins. Þá væri slík miðstöð kjörin til að efla getu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar til að sinna fræðsluerindum fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem félagið hefur unnið ötullega að í gegnum tíðina. Svæðið er fyrir alla og útivist er fyrir alla sem hana vilja stunda. Gera þarf hreyfihömluðum og þeim sem styðja sig við hjálpartæki kleift að njóta þess sem svæðið í kringum Hvaleyrarvatn hefur upp á að bjóða. Það er hægt með skipulögðu átaki í að slétta stíginn og styrkja kanta á þeim tveimur kílómetrum sem göngustígurinn umhverfis Hvaleyrarvatn er. Koma þarf upp aðstöðu fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman. Gera má leiksvæði úr efnivið sem fellur til við grisjun skógarins og byggingu grillhúss í námunda við vatnið. Það er engum vafa undirorpið að útivist eða útivera á fallegu, grónu svæði eykur á vellíðan flestra sem slíkt stunda. Það er hlutverk bæjarins að gera íbúum sveitarfélagsins kleift að njóta alls þess besta sem það hefur upp á að bjóða hverju sinni. Það er lýðheilsumál! Höfundur skipar 3. sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun