Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. apríl 2022 16:31 „Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“ Þessi orð lét Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, falla í ræðu á þingi þess 6. apríl síðastliðinn þar sem fjallað var um frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi undir forystu Vladimírs Pútín, forseta landsins, vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Enn bólar hins vegar ekkert á því að þvingunaraðgerðir sambandsins nái til umfangsmikilla kaupa ríkja þess á olíu og gasi frá Rússlandi. Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB Fyrir um mánuði flutti Borrell aðra ræðu á þingi Evrópusambandsins þar sem hann sagði að ríki þess hefðu í raun og veru gert hernað Pútíns mögulegan með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Varað hefði verið við því hversu háð Evrópusambandið væri Rússlandi í orkumálum árum saman en í stað þess að draga úr í þeim efnum hefði sambandið þvert á móti orðið enn háðara rússneskri orku. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðunni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum í að minnsta kosti tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Þúsundir milljarða króna frá ESB til Pútíns Fjárhæðirnar hér að framan eru engir smáaurar en einn milljarður evra samsvarar um 139 milljörðum króna og 35 milljarðar evra um 4.865 milljörðum. Þessar fjárhæðir hafa eðli málsins samkvæmt hækkað umtalsvert frá því að ræða Borrells 6. apríl var flutt. Einkum talan yfir féð sem streymt hefur frá ríkjum Evrópusambandsins í ríkissjóð Rússlands. Hærra verðlag hefur síðan hækkað hana enn frekar. Þá er ljóst að sú fjárhæð hefur verið margfalt hærri á undanförnum árum en um 40% af því gasi sem notað er innan Evrópusambandsins hefur komið frá Rússlandi og um 25% olíunnar. Brezk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að stöðva öll orkukaup frá Rússlandi, sem verið hafa margfalt minni en í tilfelli sambandsins, en ekkert er hins vegar að frétta í þeim efnum hjá Evrópusambandinu sem fyrr segir. Hefur ekki kunnað fótum sínum forráð Fyrir utan þá staðreynd að ríki Evrópusambandsins hafa vanrækt það að tryggja eigin varnir um langt árabil er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið ætti að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum, eins og sumir hafa talað fyrir, með hliðsjón af því að sjálft hefur það engan veginn kunnað fótum sínum forráð þegar kemur að orkuöryggi sem er lykilatriði þegar kemur að öryggismálum ríkja. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar en áður hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins á sviði utanríkis- og öryggismála hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni opinberlega. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
„Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“ Þessi orð lét Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, falla í ræðu á þingi þess 6. apríl síðastliðinn þar sem fjallað var um frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi undir forystu Vladimírs Pútín, forseta landsins, vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Enn bólar hins vegar ekkert á því að þvingunaraðgerðir sambandsins nái til umfangsmikilla kaupa ríkja þess á olíu og gasi frá Rússlandi. Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB Fyrir um mánuði flutti Borrell aðra ræðu á þingi Evrópusambandsins þar sem hann sagði að ríki þess hefðu í raun og veru gert hernað Pútíns mögulegan með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Varað hefði verið við því hversu háð Evrópusambandið væri Rússlandi í orkumálum árum saman en í stað þess að draga úr í þeim efnum hefði sambandið þvert á móti orðið enn háðara rússneskri orku. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðunni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum í að minnsta kosti tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Þúsundir milljarða króna frá ESB til Pútíns Fjárhæðirnar hér að framan eru engir smáaurar en einn milljarður evra samsvarar um 139 milljörðum króna og 35 milljarðar evra um 4.865 milljörðum. Þessar fjárhæðir hafa eðli málsins samkvæmt hækkað umtalsvert frá því að ræða Borrells 6. apríl var flutt. Einkum talan yfir féð sem streymt hefur frá ríkjum Evrópusambandsins í ríkissjóð Rússlands. Hærra verðlag hefur síðan hækkað hana enn frekar. Þá er ljóst að sú fjárhæð hefur verið margfalt hærri á undanförnum árum en um 40% af því gasi sem notað er innan Evrópusambandsins hefur komið frá Rússlandi og um 25% olíunnar. Brezk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að stöðva öll orkukaup frá Rússlandi, sem verið hafa margfalt minni en í tilfelli sambandsins, en ekkert er hins vegar að frétta í þeim efnum hjá Evrópusambandinu sem fyrr segir. Hefur ekki kunnað fótum sínum forráð Fyrir utan þá staðreynd að ríki Evrópusambandsins hafa vanrækt það að tryggja eigin varnir um langt árabil er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið ætti að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum, eins og sumir hafa talað fyrir, með hliðsjón af því að sjálft hefur það engan veginn kunnað fótum sínum forráð þegar kemur að orkuöryggi sem er lykilatriði þegar kemur að öryggismálum ríkja. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar en áður hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins á sviði utanríkis- og öryggismála hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni opinberlega. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun