Sjálfsvantraust Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2022 09:01 Framhald á sölu hlut ríkisins í fjármálakerfinu var eina sérstaka stefnumál Sjálfstæðisflokksins sem samstarfsflokkarnir féllust á að kæmi til framkvæmda í endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Allt annað í stefnu ríkisstjórnarinnar kom annað hvort beint frá VG eða frá öllum þeirra sameiginlega. Það var því mikið í húfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og stjórnina að vel tækist til. Þetta var ekki bara eina sérstaka mál flokksins heldur eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar. Ég þarf ekki að lýsa því mikið nánar hvernig þetta gekk til því fátt annað kemst að í fréttum þessa dagana. Eðlilega. Jafnvel stöku stjórnarþingmenn ganga nú fram fyrir skjöldu og taka undir þá gagnrýni sem bergmálar um allt samfélagið. Í kjölfarið hefur átt sér stað veruleg stefnubreyting hjá ríkisstjórninni. Viðbrögð hennar eða formanna stjórnarflokkanna eru meðal annars þau að leggja niður Bankasýslu ríkisins, vegna ákvarðana sem ráðherrar á endanum tóku sjálfir. Þau viðbrögð má varla skilja öðruvísi en tilraun til hvítþvottar. Hin stóra pólitíska ákvörðun er hins vegar sú að hætta við frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankakerfinu. Þar með verður einnig vikið frá gildandi eigendastefnu ríkisstjórnarinnar. En þetta þýðir líka á mannamáli að eina sérstaka stefnumál Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfinu hefur verið tekið af lífi. Því er slaufað. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórn lýsir í raun yfir vantrausti á sjálfa sig. Ríkisstjórnin sjálf segir að hún hafi haldið svo illa á einu stærsta máli kjörtímabilsins að ekki sé verjandi að öllu óbreyttu að halda áfram með það. Sjálfsvantraust er ný staða í íslenskri pólitík. Og þetta er staða sem er ekki góð. Viðreisn hefur frá upphafi stutt þá meginstefnu að selja hluti ríkisins í fjármálakerfinu en halda eftir um 40% hlut í Landsbankanum. Forsenda okkar hefur ávallt verið sú að þetta yrði gert á grundvelli almannahagsmuna. Nú er ljóst að sú leið sem ríkisstjórnin ákvað að fara fullnægði ekki þeim kröfum. Ríkisstjórnin þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum því á endanum ber hún á ábyrgð á öllum sínum verkum. Hvort sem henni líkar betur eða verr. Hagsmunir almennings og fyrirtækja, sem eiga viðskipti við bankana kalla á aukið traust og meiri samkeppni á fjármálamarkaði. Á það höfum við ávallt lagt höfuð áherslu. Samkeppni virðist hins vegar bannorð í hugum stjórnarflokkanna. Hvort sem litið er til aðkomu erlendra fjárfesta í fjármálakerfinu eða fjölda annarra samkeppnismála sem ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu gegn. Það bitnar á endanum á hag almennings og lífsgæðum fólks. Fyrir þá sem vilja umbætur á grundvelli almannahagsmuna er vont að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa strandsiglt þessu máli. Afleiðingarnar af því eru bæði raunverulegar og alvarlegar. Það verður ekki leyst með því einu að leggja Bankasýsluna niður. Það þarf annað og meira til svo hægt verði að ýta þessu mikilvæga máli aftur á flot í fullu trausti og í sátt við almenning. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Framhald á sölu hlut ríkisins í fjármálakerfinu var eina sérstaka stefnumál Sjálfstæðisflokksins sem samstarfsflokkarnir féllust á að kæmi til framkvæmda í endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Allt annað í stefnu ríkisstjórnarinnar kom annað hvort beint frá VG eða frá öllum þeirra sameiginlega. Það var því mikið í húfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og stjórnina að vel tækist til. Þetta var ekki bara eina sérstaka mál flokksins heldur eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar. Ég þarf ekki að lýsa því mikið nánar hvernig þetta gekk til því fátt annað kemst að í fréttum þessa dagana. Eðlilega. Jafnvel stöku stjórnarþingmenn ganga nú fram fyrir skjöldu og taka undir þá gagnrýni sem bergmálar um allt samfélagið. Í kjölfarið hefur átt sér stað veruleg stefnubreyting hjá ríkisstjórninni. Viðbrögð hennar eða formanna stjórnarflokkanna eru meðal annars þau að leggja niður Bankasýslu ríkisins, vegna ákvarðana sem ráðherrar á endanum tóku sjálfir. Þau viðbrögð má varla skilja öðruvísi en tilraun til hvítþvottar. Hin stóra pólitíska ákvörðun er hins vegar sú að hætta við frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankakerfinu. Þar með verður einnig vikið frá gildandi eigendastefnu ríkisstjórnarinnar. En þetta þýðir líka á mannamáli að eina sérstaka stefnumál Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfinu hefur verið tekið af lífi. Því er slaufað. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórn lýsir í raun yfir vantrausti á sjálfa sig. Ríkisstjórnin sjálf segir að hún hafi haldið svo illa á einu stærsta máli kjörtímabilsins að ekki sé verjandi að öllu óbreyttu að halda áfram með það. Sjálfsvantraust er ný staða í íslenskri pólitík. Og þetta er staða sem er ekki góð. Viðreisn hefur frá upphafi stutt þá meginstefnu að selja hluti ríkisins í fjármálakerfinu en halda eftir um 40% hlut í Landsbankanum. Forsenda okkar hefur ávallt verið sú að þetta yrði gert á grundvelli almannahagsmuna. Nú er ljóst að sú leið sem ríkisstjórnin ákvað að fara fullnægði ekki þeim kröfum. Ríkisstjórnin þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum því á endanum ber hún á ábyrgð á öllum sínum verkum. Hvort sem henni líkar betur eða verr. Hagsmunir almennings og fyrirtækja, sem eiga viðskipti við bankana kalla á aukið traust og meiri samkeppni á fjármálamarkaði. Á það höfum við ávallt lagt höfuð áherslu. Samkeppni virðist hins vegar bannorð í hugum stjórnarflokkanna. Hvort sem litið er til aðkomu erlendra fjárfesta í fjármálakerfinu eða fjölda annarra samkeppnismála sem ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu gegn. Það bitnar á endanum á hag almennings og lífsgæðum fólks. Fyrir þá sem vilja umbætur á grundvelli almannahagsmuna er vont að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa strandsiglt þessu máli. Afleiðingarnar af því eru bæði raunverulegar og alvarlegar. Það verður ekki leyst með því einu að leggja Bankasýsluna niður. Það þarf annað og meira til svo hægt verði að ýta þessu mikilvæga máli aftur á flot í fullu trausti og í sátt við almenning. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun