Ferskir vindar fyrir Garðabæ með Viðreisn Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. apríl 2022 15:00 Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ vaxa sem sanngjarnt samfélag. En hvað er sanngjarnt? Fyrir sveitarfélag sem stendur fjárhagslega vel, líkt og Garðabær, er sanngjarnt að öll lögbundin þjónusta sé framúrskarandi. Þá fyrst getum við talað um Garðabæ sem framúrskarandi sveitarfélag sem stendur vel. Að standa vel snýr jöfnum höndum að því að fara vel með fjármuni og forgangsraða skattpeningum í þágu lögbundinnar þjónustu og grunnþjónustu á við leikskóla. Garðabær stendur fjárhagslega vel þrátt fyrir tveggja ára heimsfaraldur sem setti strik í reikninginn og jók útgjöld til félagsþjónustu. Á sama tíma hægði verulega á mikilvægum verkefnum sem lúta að uppfærslu stjórnsýslunnar til nútímans. Fyrir litla stjórnsýslu er ekki hægt að hlaða verkefnum endalaust á og undir því álagi sem hlaust af heimsfaraldri þarfnaðist stjórnsýslan allra handa upp á dekk til að tryggja grunnþjónustu og bregðast við óvissunni frá degi til dags. Það gerði starfsfólk Garðabæjar svo sannarlega með afbrigðum vel. En á sama tíma hefur átt sér mikill og hraður vöxtur í sveitarfélaginu. Svo hraður að tímabært er að endurskoða burði stjórnsýslunnar miðað við þann mannafla sem hún hefur. Verkefnum fjölgar og ýmis þjónusta eykst samhliða íbúafjölgun. Innviðir velferðarþjónustu jafnt sem innviðir umhverfis- og skipulagsmála þurfa að valda slíkri fjölgun. Tryggjum þjónustu í hæstu gæðum Þrátt fyrir að standa fjárhagslega vel hefur ekki gengið jafnvel hjá Garðabæ að veita framúrskarandi þjónustu við þá sem minna mega sín. Það hefur ekki verið í forgangi að setja lögbundna þjónustu við fatlað fólk eða fjölskyldur þeirra í fyrsta sæti. Það hefur ekki heldur verið í forgangi að tryggja búsetu fyrir alla. Garðabær býr yfir afar rýru framboði af félagslegu húsnæði og er þar langt á eftir nágrannasveitarfélögum sínum, miðað við fjölda íbúa. Ítrekað fáum við þær staðreyndir upp á borð hvernig íbúar í Garðabæ, sem þurfa á slíku búsetuúrræði að halda, sitja eftir samanborið við íbúa annarra sveitarfélaga. Það er allt að átakanlegt að horfast í augu við þær staðreyndir, því við getum gert svo mikið betur. Á meðan Garðabær veitir lakari þjónustu en aðrir, getum við ekki staðið keik og talað uppfull af stolti, hátt og snjallt um að Garðabær standi svo vel og jafnvel framar öðrum sveitarfélögum. Sterk fjárhagsleg staða er hins vegar forsenda þess að hægt sé að veita betri þjónustu og styðja enn betur við fjölbreytileika samfélagsins. Garðabær framtíðar Við í Viðreisn viljum bretta upp ermar, auka markvisst framboð á félagslegu húsnæði og hækka þjónustustig við alla þá sem þurfa á félagsþjónustu að halda. Við viljum líka byggja upp gagnsærri og stafrænni stjórnsýslu, stýra innkaupum með faglegri hætti í gegnum opinber innkaup og grænum fjárfestingum og byggja upp innviði í takt við íbúaþróun. Við viljum hraðari uppbyggingu og tryggja íbúum raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl með því að tryggja og styðja við almenningssamgöngur og öruggar samgöngur hjólandi og gangandi um allan Garðabæ. Líka til og frá úthverfanna okkar mikilvægu. Við í Viðreisn viljum öflugt nærsamfélag með blómlegri atvinnustarfsemi, þar sem börnum og ungmennum býðst skólaval í öflugum skólum Garðabæjar, þar sem stutt er við íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni í öllum hverfum. Við viljum Garðabæ sem valkost fyrir öll sem vilja búa í sveitarfélagi sem býr við náttúruperlur sem bjóða upp á stórkostlega möguleika til útivistar. Eftir setu mína í bæjarstjórn sl. fjögur ár veit ég að það skiptir máli að áherslur Viðreisnar hafi rödd við bæjarstjórnarborðið. Því fleiri sem við verðum, því sterkari verður rödd okkar. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Viðreisn Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ vaxa sem sanngjarnt samfélag. En hvað er sanngjarnt? Fyrir sveitarfélag sem stendur fjárhagslega vel, líkt og Garðabær, er sanngjarnt að öll lögbundin þjónusta sé framúrskarandi. Þá fyrst getum við talað um Garðabæ sem framúrskarandi sveitarfélag sem stendur vel. Að standa vel snýr jöfnum höndum að því að fara vel með fjármuni og forgangsraða skattpeningum í þágu lögbundinnar þjónustu og grunnþjónustu á við leikskóla. Garðabær stendur fjárhagslega vel þrátt fyrir tveggja ára heimsfaraldur sem setti strik í reikninginn og jók útgjöld til félagsþjónustu. Á sama tíma hægði verulega á mikilvægum verkefnum sem lúta að uppfærslu stjórnsýslunnar til nútímans. Fyrir litla stjórnsýslu er ekki hægt að hlaða verkefnum endalaust á og undir því álagi sem hlaust af heimsfaraldri þarfnaðist stjórnsýslan allra handa upp á dekk til að tryggja grunnþjónustu og bregðast við óvissunni frá degi til dags. Það gerði starfsfólk Garðabæjar svo sannarlega með afbrigðum vel. En á sama tíma hefur átt sér mikill og hraður vöxtur í sveitarfélaginu. Svo hraður að tímabært er að endurskoða burði stjórnsýslunnar miðað við þann mannafla sem hún hefur. Verkefnum fjölgar og ýmis þjónusta eykst samhliða íbúafjölgun. Innviðir velferðarþjónustu jafnt sem innviðir umhverfis- og skipulagsmála þurfa að valda slíkri fjölgun. Tryggjum þjónustu í hæstu gæðum Þrátt fyrir að standa fjárhagslega vel hefur ekki gengið jafnvel hjá Garðabæ að veita framúrskarandi þjónustu við þá sem minna mega sín. Það hefur ekki verið í forgangi að setja lögbundna þjónustu við fatlað fólk eða fjölskyldur þeirra í fyrsta sæti. Það hefur ekki heldur verið í forgangi að tryggja búsetu fyrir alla. Garðabær býr yfir afar rýru framboði af félagslegu húsnæði og er þar langt á eftir nágrannasveitarfélögum sínum, miðað við fjölda íbúa. Ítrekað fáum við þær staðreyndir upp á borð hvernig íbúar í Garðabæ, sem þurfa á slíku búsetuúrræði að halda, sitja eftir samanborið við íbúa annarra sveitarfélaga. Það er allt að átakanlegt að horfast í augu við þær staðreyndir, því við getum gert svo mikið betur. Á meðan Garðabær veitir lakari þjónustu en aðrir, getum við ekki staðið keik og talað uppfull af stolti, hátt og snjallt um að Garðabær standi svo vel og jafnvel framar öðrum sveitarfélögum. Sterk fjárhagsleg staða er hins vegar forsenda þess að hægt sé að veita betri þjónustu og styðja enn betur við fjölbreytileika samfélagsins. Garðabær framtíðar Við í Viðreisn viljum bretta upp ermar, auka markvisst framboð á félagslegu húsnæði og hækka þjónustustig við alla þá sem þurfa á félagsþjónustu að halda. Við viljum líka byggja upp gagnsærri og stafrænni stjórnsýslu, stýra innkaupum með faglegri hætti í gegnum opinber innkaup og grænum fjárfestingum og byggja upp innviði í takt við íbúaþróun. Við viljum hraðari uppbyggingu og tryggja íbúum raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl með því að tryggja og styðja við almenningssamgöngur og öruggar samgöngur hjólandi og gangandi um allan Garðabæ. Líka til og frá úthverfanna okkar mikilvægu. Við í Viðreisn viljum öflugt nærsamfélag með blómlegri atvinnustarfsemi, þar sem börnum og ungmennum býðst skólaval í öflugum skólum Garðabæjar, þar sem stutt er við íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni í öllum hverfum. Við viljum Garðabæ sem valkost fyrir öll sem vilja búa í sveitarfélagi sem býr við náttúruperlur sem bjóða upp á stórkostlega möguleika til útivistar. Eftir setu mína í bæjarstjórn sl. fjögur ár veit ég að það skiptir máli að áherslur Viðreisnar hafi rödd við bæjarstjórnarborðið. Því fleiri sem við verðum, því sterkari verður rödd okkar. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun