Eigum við að setja puttann hérna, Hildur? Jón Daníelsson skrifar 25. apríl 2022 18:01 Hildur Björnsdóttir, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, segir borgarsjóð ekki komast af án gróðans af Orkuveitunni. Ég er ekki viss um þetta sé alls kostar rétt, en látum það liggja milli hluta. Hún kallar þetta skattheimtu og mig langar að setja puttann á það atriði. Til að ekkert fari milli mála skulum við líta á þetta orðrétt: „Orkuveitan er fyrirtæki að langstærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar sem byggir afkomu sína á þjónustugjöldum borgarbúa – skattheimtu.“ Vissulega græða veitufyrirtækin ágætlega á því að selja okkur rafmagn og hita og leiða skólpið frá okkur langt út í sjó. En er það skattheimta? Ef þetta er skattheimta, þá er hún af einkar áhugaverðri tegund. Ef veitufyrirtækin seldu okkur þjónustu sína án hagnaðarsjónarmiða, væri enginn gróði og gjöldin, sem við borgum, yrðu lægri. En ef við köllum þetta skattheimtu, þá þurfum að horfa aðeins víðar. Fjöldamörg fyrirtæki, stór og smá, græða stórfé á því að selja okkur vörur eða þjónustu. Landsvirkjun og Landsbankinn, bara til að nefna tvö augljós dæmi, hvort tveggja ríkisfyrirtæki. Og svo auðvitað Íslandsbanki, sem nú er í blönduðu eignarhaldi. En líka einkabankinn Arion. Líka einkafyrirtækin Bónus, Krónan, Síminn, Vodafone og miklu fleiri. Ef við föllumst á þá skilgreiningu Hildar að gróði orkuveitunnar sé skattheimta, þá erum við að greiða skatta í allar áttir – líka til einkafyrirtækja. „... þessir peningar tilheyra borgarbúum, og að því leyti sem Orkuveitan er aflögufær ætti auðvitað að skila þeim í vasa borgarbúa með lækkun þjónustugjalda.“ Það segir Hildur. Mér finnst hugmyndin prýðileg – að því gefnu að við gerum svipaðar kröfur til allra annarra fyrirtækja sem daglega græða á okkur. Bankaþjónusta yrði þá stórum ódýrari, net- og símaþjónusta líka og matvöruverð myndi lækka verulega. Af einhverjum ástæðum grunar mig þó að slíkar hugmyndir eigi ekki upp á pallborðið hjá flokki Hildar. Þar á bæ er sennilega frekar vilji til að einkavæða Orkuveituna. Sá gróði af henni, sem nú rennur í borgarsjóð, verður þá nefnilega ekki lengur skattheimta, heldur sennilega bara „eðlilegur afrakstur af dugnaði útsjónarsamra eigenda“ og það er auðvitað allt annað mál – eða hvað? Kannski er svo bara hæfileg ósvífni í pólitík að telja saman 5 milljarða árlegar arðgreiðslur Orkuveitunnar í heil fimm ár og ætla að bjóða öllum Reykvíkingum til Tenerife fyrir þá upphæð strax í sumar. Ég veit ekki hvort þetta stönduga fyrirtæki er í stakk búið til að borga Hildi fyrirfram áætlaðan hagnað alveg fram að áramótaskaupinu 2026. En einmitt á Tenerife skilst mér að standi nú kosningaskilti með mynd af Hildi og sennilega snjallasta kosningaloforði allra tíma: „Ég lofa betra veðri.“ Það fylgir sögunni að hún ætli að standa við þetta með því að gróðursetja trjáplöntur, sem auðvitað er prýðileg hugmynd. Og sjálfsagt gæti margt verið vitlausara en að gera Hildi að borgarstjóra þegar þessi tré eru fullvaxin. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Orkumál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, segir borgarsjóð ekki komast af án gróðans af Orkuveitunni. Ég er ekki viss um þetta sé alls kostar rétt, en látum það liggja milli hluta. Hún kallar þetta skattheimtu og mig langar að setja puttann á það atriði. Til að ekkert fari milli mála skulum við líta á þetta orðrétt: „Orkuveitan er fyrirtæki að langstærstu leyti í eigu Reykjavíkurborgar sem byggir afkomu sína á þjónustugjöldum borgarbúa – skattheimtu.“ Vissulega græða veitufyrirtækin ágætlega á því að selja okkur rafmagn og hita og leiða skólpið frá okkur langt út í sjó. En er það skattheimta? Ef þetta er skattheimta, þá er hún af einkar áhugaverðri tegund. Ef veitufyrirtækin seldu okkur þjónustu sína án hagnaðarsjónarmiða, væri enginn gróði og gjöldin, sem við borgum, yrðu lægri. En ef við köllum þetta skattheimtu, þá þurfum að horfa aðeins víðar. Fjöldamörg fyrirtæki, stór og smá, græða stórfé á því að selja okkur vörur eða þjónustu. Landsvirkjun og Landsbankinn, bara til að nefna tvö augljós dæmi, hvort tveggja ríkisfyrirtæki. Og svo auðvitað Íslandsbanki, sem nú er í blönduðu eignarhaldi. En líka einkabankinn Arion. Líka einkafyrirtækin Bónus, Krónan, Síminn, Vodafone og miklu fleiri. Ef við föllumst á þá skilgreiningu Hildar að gróði orkuveitunnar sé skattheimta, þá erum við að greiða skatta í allar áttir – líka til einkafyrirtækja. „... þessir peningar tilheyra borgarbúum, og að því leyti sem Orkuveitan er aflögufær ætti auðvitað að skila þeim í vasa borgarbúa með lækkun þjónustugjalda.“ Það segir Hildur. Mér finnst hugmyndin prýðileg – að því gefnu að við gerum svipaðar kröfur til allra annarra fyrirtækja sem daglega græða á okkur. Bankaþjónusta yrði þá stórum ódýrari, net- og símaþjónusta líka og matvöruverð myndi lækka verulega. Af einhverjum ástæðum grunar mig þó að slíkar hugmyndir eigi ekki upp á pallborðið hjá flokki Hildar. Þar á bæ er sennilega frekar vilji til að einkavæða Orkuveituna. Sá gróði af henni, sem nú rennur í borgarsjóð, verður þá nefnilega ekki lengur skattheimta, heldur sennilega bara „eðlilegur afrakstur af dugnaði útsjónarsamra eigenda“ og það er auðvitað allt annað mál – eða hvað? Kannski er svo bara hæfileg ósvífni í pólitík að telja saman 5 milljarða árlegar arðgreiðslur Orkuveitunnar í heil fimm ár og ætla að bjóða öllum Reykvíkingum til Tenerife fyrir þá upphæð strax í sumar. Ég veit ekki hvort þetta stönduga fyrirtæki er í stakk búið til að borga Hildi fyrirfram áætlaðan hagnað alveg fram að áramótaskaupinu 2026. En einmitt á Tenerife skilst mér að standi nú kosningaskilti með mynd af Hildi og sennilega snjallasta kosningaloforði allra tíma: „Ég lofa betra veðri.“ Það fylgir sögunni að hún ætli að standa við þetta með því að gróðursetja trjáplöntur, sem auðvitað er prýðileg hugmynd. Og sjálfsagt gæti margt verið vitlausara en að gera Hildi að borgarstjóra þegar þessi tré eru fullvaxin. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar