Oddvitaáskorunin: Fór út í kant til að hleypa löggunni hjá en var sjálf stöðvuð Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2022 09:01 Margrét og fjölskyldan í sumarbústað. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Margrét Sanders er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Hún er eigandi og rekstrarráðgjafi hjá Strategíu, var áður framkvæmdastjóri hjá Deloitte í 17 ár og eigandi, 5 ár formaður Samtaka verslunar og þjónustu, kenndi í mörg ár við Njarðvíkurskóla. Hefur lokið MBA og viðskiptafræði, ásamt Bed gráðu og íþróttakennaraprófi. Bjó í Bandaríkjunum og Frakklandi þar sem hún stundaði nám. Sjálfstæðisflokkurinn boðar breytingar fyrir þessar kosningar enda verið í minnihluta í 8 ár. Áherslan er á öflugt atvinnulíf, lægri skatta, stórauka útgjöld til íþróttamála og hafa þau sambærileg og hjá sveitarfélögum í svipaðri stærð og leikskólar fyrir börn frá 18 mánaða aldri en þau hafa þegar sett upp áætlun til þess að það náist sem fyrst. Margrét leggur áherslu á að það verði að búa til samfélag í Reykjanesbæ sem hæfir fjórða stærsta sveitarfélagi landsins þannig að fólk kjósi að búa þar. „Það er ekki nægjanlegt að efla atvinnulífið, stjórnendur og starfsfólk verða einnig að velja að búa hér“. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Úti á Reykjanesi, ósnortin náttúra og hraunið er ólýsanlega fallegt. Þegar komið er út að Reykjanesvita þá er rosalegt að horfa yfir ströndina á brimið, stórfenglegt. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Hmm lítilvægt. Núverandi meirihluti :). Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Áður en ég fór sjálf í pólitík hefði ég sagt pólitík, en nú er það miklu meira en áhugamál. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var stoppuð fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut, hafði farið út í kant til að hleypa lögreglunni með blikkandi ljós framúr mér, trúði ekki að verið væri að stoppa mig. Gerði mig að algerum xxx. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, ólífur og lauk. Hvaða lag peppar þig mest? Waka Waka (This Time for Africa) með Shakira. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Færri en áður. Göngutúr eða skokk? Göngutúr, reyndar þannig hraði að hann jaðrar við skokk. Uppáhalds brandari? Hef vit á því að segja ekki brandara, finnst skemmtilegra að segja sögur úr raunveruleikanum. Eiginmaðurinn verður oft fórnarlambið. Hvað er þitt draumafríi? Í gott veður og golf. Margrét í golfferð. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvorug slæm ef frá er talið Covid... eða þannig. Uppáhalds tónlistarmaður? Af heimamönnum þá held ég mest upp á Valdimar. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar ég tók að mér að vökva blómin fyrir systur mína í tvær vikur. Hún teiknaði upp íbúðina, teiknaði inn blómin, skrifaði dagsetningar og tíma hvenær ætti að vökva hvert blóm og hversu mikið. Þetta tókst og blómin lifðu þetta af. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Sandra Bullock. Hefur þú verið í verbúð? Nei, en var nokkur ár að vinna í fiski fyrir vestan. Byrjaði reyndar árið áður en ég fermdist. Mjög skemmtilegt og mikið djamm. Eina sem ég var aldrei sátt við, að þar sem ég reyki ekki þá fékk ég ekki pásu eins og hinir, oft nokkrar hræður eftir í salnum þegar hringt var í reykingapásu. Hjónin í göngutúr. Áhrifamesta kvikmyndin? Erin Brockovich. Áttu eftir að sakna Nágranna? Aldrei horft á Nágranna, ekki einu sinni part úr þætti og mikið gert grín af því að ég veit ekkert um þessa þætti. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Til útlanda. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) All the single ladies með Beyoncé. Við æskuvinkonurnar úr Njarðvík elskum þetta lag – en allar giftar. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á [email protected] og [email protected]. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Pantar sér oft pizzu í blindni Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 25. apríl 2022 18:01 Oddvitaáskorunin: Finnst lognið flýta sér fullmikið í Borgarbyggð Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 25. apríl 2022 12:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Margrét Sanders er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Hún er eigandi og rekstrarráðgjafi hjá Strategíu, var áður framkvæmdastjóri hjá Deloitte í 17 ár og eigandi, 5 ár formaður Samtaka verslunar og þjónustu, kenndi í mörg ár við Njarðvíkurskóla. Hefur lokið MBA og viðskiptafræði, ásamt Bed gráðu og íþróttakennaraprófi. Bjó í Bandaríkjunum og Frakklandi þar sem hún stundaði nám. Sjálfstæðisflokkurinn boðar breytingar fyrir þessar kosningar enda verið í minnihluta í 8 ár. Áherslan er á öflugt atvinnulíf, lægri skatta, stórauka útgjöld til íþróttamála og hafa þau sambærileg og hjá sveitarfélögum í svipaðri stærð og leikskólar fyrir börn frá 18 mánaða aldri en þau hafa þegar sett upp áætlun til þess að það náist sem fyrst. Margrét leggur áherslu á að það verði að búa til samfélag í Reykjanesbæ sem hæfir fjórða stærsta sveitarfélagi landsins þannig að fólk kjósi að búa þar. „Það er ekki nægjanlegt að efla atvinnulífið, stjórnendur og starfsfólk verða einnig að velja að búa hér“. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Úti á Reykjanesi, ósnortin náttúra og hraunið er ólýsanlega fallegt. Þegar komið er út að Reykjanesvita þá er rosalegt að horfa yfir ströndina á brimið, stórfenglegt. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Hmm lítilvægt. Núverandi meirihluti :). Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Áður en ég fór sjálf í pólitík hefði ég sagt pólitík, en nú er það miklu meira en áhugamál. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var stoppuð fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut, hafði farið út í kant til að hleypa lögreglunni með blikkandi ljós framúr mér, trúði ekki að verið væri að stoppa mig. Gerði mig að algerum xxx. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, ólífur og lauk. Hvaða lag peppar þig mest? Waka Waka (This Time for Africa) með Shakira. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Færri en áður. Göngutúr eða skokk? Göngutúr, reyndar þannig hraði að hann jaðrar við skokk. Uppáhalds brandari? Hef vit á því að segja ekki brandara, finnst skemmtilegra að segja sögur úr raunveruleikanum. Eiginmaðurinn verður oft fórnarlambið. Hvað er þitt draumafríi? Í gott veður og golf. Margrét í golfferð. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvorug slæm ef frá er talið Covid... eða þannig. Uppáhalds tónlistarmaður? Af heimamönnum þá held ég mest upp á Valdimar. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar ég tók að mér að vökva blómin fyrir systur mína í tvær vikur. Hún teiknaði upp íbúðina, teiknaði inn blómin, skrifaði dagsetningar og tíma hvenær ætti að vökva hvert blóm og hversu mikið. Þetta tókst og blómin lifðu þetta af. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Sandra Bullock. Hefur þú verið í verbúð? Nei, en var nokkur ár að vinna í fiski fyrir vestan. Byrjaði reyndar árið áður en ég fermdist. Mjög skemmtilegt og mikið djamm. Eina sem ég var aldrei sátt við, að þar sem ég reyki ekki þá fékk ég ekki pásu eins og hinir, oft nokkrar hræður eftir í salnum þegar hringt var í reykingapásu. Hjónin í göngutúr. Áhrifamesta kvikmyndin? Erin Brockovich. Áttu eftir að sakna Nágranna? Aldrei horft á Nágranna, ekki einu sinni part úr þætti og mikið gert grín af því að ég veit ekkert um þessa þætti. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Til útlanda. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) All the single ladies með Beyoncé. Við æskuvinkonurnar úr Njarðvík elskum þetta lag – en allar giftar. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á [email protected] og [email protected]. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á [email protected] og [email protected]. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Pantar sér oft pizzu í blindni Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 25. apríl 2022 18:01 Oddvitaáskorunin: Finnst lognið flýta sér fullmikið í Borgarbyggð Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 25. apríl 2022 12:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Oddvitaáskorunin: Pantar sér oft pizzu í blindni Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 25. apríl 2022 18:01
Oddvitaáskorunin: Finnst lognið flýta sér fullmikið í Borgarbyggð Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 25. apríl 2022 12:00