Þú átt 5.741.000 kr. Emilía Björt Írísardóttir Bachmann skrifar 28. apríl 2022 07:01 Já þú last þetta rétt. Sem Reykvíkingur átt þú tæpar sex milljónir króna. Þær eru samt ekkert í vasanum þínum eða heimilisbókaldinu, þó svo að það geti hentað mér að setja þetta svona fram til að ná athygli þinni. Ekkert frekar en að þú finnir fyrir skuldum Reykjavíkurborgar á eigin skinni, líkt og stjórnarmeðlimur SUS vildi meina í grein sinni á Vísi fyrr í vikunni. Reykjavíkurborg á, fyrir hvern íbúa, tæpar 2,7 milljónir í eignum umfram skuldir og stendur vel. Það er fyrir samstæðuna alla. Minnihlutinn vill síður tala um borgarsjóð, aðalsjóð borgarinnar. Þann hluta Reykjavíkurborgar sem er ekki fyrirtæki, heldur veitir okkur þjónustu og er greiddur af okkur skattgreiðendum. Í þeim samanburði er nefnilega Reykjavíkurborg með lægsta skuldahlutfallið á höfuðborgarsvæðinu. Hin sveitarfélögin, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær (þið vitið, þessi sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrir) hafa öll hærra skuldahlutfall bæjarsjóðs en Reykjavík. Svo er skuldahlutfall ríkissjóðs meira en tvöfalt á við borgina, og hver stýrir aftur fjármálaráðuneytinu? Veskin okkar eru ekki beintengd fjárreiðum sveitarfélaganna. Það sem skiptir þar mestu er hvort við fáum nærþjónustu. Skuldir borgarinnar koma ekki í veg fyrir að borgin geti sinnt sínu lögbundna þjónustuhlutverki, lækkað skatta og eflt innviði eins og gert hefur verið á þessu kjörtímabili. Staðan þyrfti að vera miklum mun verri til að svo væri. Að benda á skuldir fyrirtækja í eigu borgarinnar án þess að nefna eignir og veltu þeirra, og að láta eins og þær hafi áhrif á lífsskilyrði borgarbúa, er meira en bara villandi framsetning. Það eru hrein ósannindi. Af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu er skuldastaða a-hluta rekstrarins, sem sér um þjónustu við almenning, best í Reykjavík. Hún er kannski ekki frábær, en hún er engu að síður eðlileg í ljósi þeirrar miklu uppbyggingar sem borgin hefur staðið í, þar sem fjárfest er í stafrænni þjónustu, endurbyggingu á skólum og byggingu á sundlaugum og íþróttamannvirkjum. Fyrir borg í vexti, líkt og Reykjavík er, er ákveðin skuldsetning mikilvæg. Að auki er hægt að horfa til þeirrar þjónustu sem borgin veitir og leiðir til þess að fólk sem þarf á þjónustu á halda flytur til Reykjavíkur, vegna þjónustuskorts í nágrannasveitarfélögum (sjá hlutfall félagslegra íbúða o.fl.), og þess að borgin heldur öðrum sveitarfélögum uppi með framlögum í Jöfnunarsjóð. Sé horft á heildarmyndina er staðan mjög góð, sérstaklega í samanburði við nágrannanna. Borgin veitir meiri þjónustu en önnur sveitarfélög og stóð að mikilli innspýtingu í heimsfaraldrinum. Á liðnu kjörtímabili var metuppbygging íbúða í Reykjavík, en síðustu ár var um helmingur allrar uppbyggingar í landinu í Reykjavík þótt aðeins þriðjungur þjóðarinnar búi í borginni. Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst mikilvægt að búa í mannvænni, aðgengilegri og grænni borg þar sem fjármunum er viturlega varið í mikilvæga innviði og ábyrga fjárfestingu. Fyrir því hefur Viðreisn beitt sér í borgarstjórn og það munum við áfram gera. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík og er forseti Uppreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Já þú last þetta rétt. Sem Reykvíkingur átt þú tæpar sex milljónir króna. Þær eru samt ekkert í vasanum þínum eða heimilisbókaldinu, þó svo að það geti hentað mér að setja þetta svona fram til að ná athygli þinni. Ekkert frekar en að þú finnir fyrir skuldum Reykjavíkurborgar á eigin skinni, líkt og stjórnarmeðlimur SUS vildi meina í grein sinni á Vísi fyrr í vikunni. Reykjavíkurborg á, fyrir hvern íbúa, tæpar 2,7 milljónir í eignum umfram skuldir og stendur vel. Það er fyrir samstæðuna alla. Minnihlutinn vill síður tala um borgarsjóð, aðalsjóð borgarinnar. Þann hluta Reykjavíkurborgar sem er ekki fyrirtæki, heldur veitir okkur þjónustu og er greiddur af okkur skattgreiðendum. Í þeim samanburði er nefnilega Reykjavíkurborg með lægsta skuldahlutfallið á höfuðborgarsvæðinu. Hin sveitarfélögin, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær (þið vitið, þessi sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrir) hafa öll hærra skuldahlutfall bæjarsjóðs en Reykjavík. Svo er skuldahlutfall ríkissjóðs meira en tvöfalt á við borgina, og hver stýrir aftur fjármálaráðuneytinu? Veskin okkar eru ekki beintengd fjárreiðum sveitarfélaganna. Það sem skiptir þar mestu er hvort við fáum nærþjónustu. Skuldir borgarinnar koma ekki í veg fyrir að borgin geti sinnt sínu lögbundna þjónustuhlutverki, lækkað skatta og eflt innviði eins og gert hefur verið á þessu kjörtímabili. Staðan þyrfti að vera miklum mun verri til að svo væri. Að benda á skuldir fyrirtækja í eigu borgarinnar án þess að nefna eignir og veltu þeirra, og að láta eins og þær hafi áhrif á lífsskilyrði borgarbúa, er meira en bara villandi framsetning. Það eru hrein ósannindi. Af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu er skuldastaða a-hluta rekstrarins, sem sér um þjónustu við almenning, best í Reykjavík. Hún er kannski ekki frábær, en hún er engu að síður eðlileg í ljósi þeirrar miklu uppbyggingar sem borgin hefur staðið í, þar sem fjárfest er í stafrænni þjónustu, endurbyggingu á skólum og byggingu á sundlaugum og íþróttamannvirkjum. Fyrir borg í vexti, líkt og Reykjavík er, er ákveðin skuldsetning mikilvæg. Að auki er hægt að horfa til þeirrar þjónustu sem borgin veitir og leiðir til þess að fólk sem þarf á þjónustu á halda flytur til Reykjavíkur, vegna þjónustuskorts í nágrannasveitarfélögum (sjá hlutfall félagslegra íbúða o.fl.), og þess að borgin heldur öðrum sveitarfélögum uppi með framlögum í Jöfnunarsjóð. Sé horft á heildarmyndina er staðan mjög góð, sérstaklega í samanburði við nágrannanna. Borgin veitir meiri þjónustu en önnur sveitarfélög og stóð að mikilli innspýtingu í heimsfaraldrinum. Á liðnu kjörtímabili var metuppbygging íbúða í Reykjavík, en síðustu ár var um helmingur allrar uppbyggingar í landinu í Reykjavík þótt aðeins þriðjungur þjóðarinnar búi í borginni. Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst mikilvægt að búa í mannvænni, aðgengilegri og grænni borg þar sem fjármunum er viturlega varið í mikilvæga innviði og ábyrga fjárfestingu. Fyrir því hefur Viðreisn beitt sér í borgarstjórn og það munum við áfram gera. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík og er forseti Uppreisnar í Reykjavík.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar