Spákonan vissi að þau ættu eftir að enda saman Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. apríl 2022 22:00 Þau Linda Ásgeirsdóttir og Sigurður Gunnar Gissurarson voru gestir í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn með Ása Linda og Siggi kynntust í menntaskóla og urðu þau fljótt góðir vinir. Það var þó ekki fyrr en leiðir þeirra lágu aftur saman á fullorðinsárunum sem neistinn kviknaði á milli þeirra og hafa þau verið saman síðan. Linda Ásgeirsdóttir hefur verið fastagestur á skjám landsmanna í yfir nítján ár en hana ættu flestir að kannast við sem Skoppu úr hinum geysivinsælu barnaþáttum Skoppu og Skrítlu. Þær vinkonur hafa brallað ýmislegt saman í gegnum tíðina, verið með sína eigin sjónvarpsþætti og leikrit. Þá hafa þær einnig verið með vinsæl námskeið fyrir börn þar sem þær kenna leik, dans og söng. Sigurður Gunnar Gissurarson er menntaður viðskiptafræðingur og hefur hann undanfarin sextán ár starfað hjá Össuri, meira og minna í vörustjórnun. Þau Linda og Siggi voru gestir í 53. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor og fagnar því eins árs afmæli þessa dagana. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Kynntust í menntaskóla Í þættinum segja Linda og Siggi frá því hvernig þau kynntust í Menntaskólanum í Reykjavík og urðu góðir vinir. „Ég var að fara leika í Herranótt og Siggi var þarna ljósamaður,“ segir Linda en þarna var hún á fyrsta ári og Siggi var á öðru ári. Það var þó ekki fyrr en fimmtán árum síðar sem þau hittust aftur og ástin kviknaði á milli þeirra. „Siggi hafði búið lengi í Danmörku og ég var bara í mínu leiklistarhoppi hér á Íslandi. Ef við hefðum hist eitthvað fyrr þá hugsa ég að ég hefði ekki haft neinn tíma fyrir hann.“ Spákonan sagði að Linda þyrfti að kaupa sér tölvu Skömmu áður en leiðir þeirra Lindu og Sigga lágu saman á nýjan leik hafði Linda verið hjá spákonu sem sagði henni að hún sæi mann koma inn í líf hennar, en Linda hélt nú ekki. „Jú veistu það, hann er bara nánast í hurðargættinni hjá þér,“ segir spákonan við Lindu sem hafði miklar efasemdir. „Og þú þarft að fara fá þér tölvu,“ bætir spákonan svo við. Linda er afar lítil tölvukona og skildi því ekkert í þessum spádómi, þar til hún hitti Sigga - sem vann þá við það að selja tölvur. Klippa: Betri helmingurinn með Ása - Linda & Sigurður Mikið fjölskyldufólk Linda og Siggi hafa verið saman allar götur síðan. Siggi átti son úr fyrra sambandi og því ákváðu þau að fara hægt í sakirnar hans vegna. Linda og Gissur, sonur Sigga, urðu hins vegar fljótt perluvinir. Saman eignuðust þau svo tvo drengi til viðbótar og segjast þau vera mikið fjölskyldufólk. Þau fara mikið í sund með strákunum, hitta vinafólk og ferðast saman. „Við mættum kannski gera meira bara tvö saman. En núna er Pétur að verða tólf ára og núna fyrst finnst okkur við geta verið að fara til dæmis tvö út að labba snemma á morgnanna og svoleiðis.“ Heilög stund að drekka morgunkaffið saman Þau eru miklar A-týpur bæði tvö og njóta þess að vakna snemma og drekka kaffi saman. „Þetta er alveg vandræðalegt því ég get oft ekki beðið eftir því að fá mér kaffi með honum á morgnana. Þetta er svo næs stund. Þetta er bara okkar stund þar sem við erum bara tvö að fara yfir daginn eða vikuna,“ segir Linda. Þá segjast þau einnig vera með þá reglu sín á milli að ræða ekki þungbær eða leiðinleg málefni eftir klukkan tíu á kvöldin. „Þegar þú ert orðinn þreyttur og pirraður þá ertu ekkert að fara tala um eitthvað sem er erfitt.“ Linda og Siggi hafa verið saman í tuttugu ár. Ævintýri á Asóreyjum Í þættinum segja þau skemmtilega sögu af ferðalagi þeirra til Asóreyja hér um árið. Þar voru þau stödd ásamt Karli syni þeirra sem var þá aðeins sex mánaða gamall. Linda er ekki hrifin af því að fara á hina hefðbundnu ferðamannastaði, heldur vill hún kynnast heimamönnum og menningunni á staðnum. „Við förum einn morguninn á mest lókal kaffihúsið sem við finnum og fáum okkur gott kaffi. Svo sé ég þar mann sem var að lesa lókal blaðið og ég fer að tala við hann,“ segir Linda sem spurði manninn hvort hann gæti ekki bent þeim á skemmtilega staði til þess að skoða á eyjunni. „Skemmtilegasta matarboð sem ég hef farið í“ Samtalið endaði svo með því að maðurinn bauð þeim í mat heim til sín. Lindu leist nú aldeilis vel á það en Siggi var ekki alveg á sama máli. Þau fóru því að spyrjast fyrir um þennan gestrisna mann og komust að því að hann var þekktur meistarakokkur á eyjunni. „Við fórum í matinn og þar var einn vinur hans, þunglyndur enskukennari. Þetta var svona eitthvað kombó af fólki og þarna vorum við í fimm rétta máltíð. Þeir enda svo á því að reykja einhverja asóríska vindla. Þetta var bara eitthvað skemmtilegasta matarboð sem ég hef farið í.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Lindu og Sigga í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir „Við eigum Íslandsmet í fjarsambandi held ég“ Fótboltakonan Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson, sjúkraþjálfari og fyrrum handboltamaður fundu ástina þegar örlögin leiddu þau saman árið 2007. Í kjölfarið slógu þau „Íslandsmet“ í fjarsambandi og hafa byggt upp fallegt líf saman. 19. apríl 2022 10:30 Hægðastoppandi lyf gerðu Sigga óleik á fyrsta stefnumótinu „Ég vissi ekki að hún væri einhleyp. En eftir á er bara mjög fínt að hafa haldið það, því ég var ekkert stressaður í kringum hana,“ segir Siggi Þór um fyrstu kynnin við unnustu sína Sonju. Þau smullu saman og fóru fljótlega á sitt fyrsta stefnumót sem tók óvæntan snúning fyrir Sigga. 7. apríl 2022 22:01 Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01 Féll óvænt fyrir manninum sem var að búa til styttu af nöktum líkama hennar Listaparið Brynhildur og Heimir hefur verið saman frá árinu 2010. Það má með sanni segja að samband þeirra hafi byrjað með óhefðbundnum hætti. Þau smullu þó saman eins og flís við rass og voru flutt saman til Bandaríkjanna nokkrum mánuðum eftir að þau kynntust og hafa þau verið saman allar götur síðan. 24. mars 2022 20:01 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Linda Ásgeirsdóttir hefur verið fastagestur á skjám landsmanna í yfir nítján ár en hana ættu flestir að kannast við sem Skoppu úr hinum geysivinsælu barnaþáttum Skoppu og Skrítlu. Þær vinkonur hafa brallað ýmislegt saman í gegnum tíðina, verið með sína eigin sjónvarpsþætti og leikrit. Þá hafa þær einnig verið með vinsæl námskeið fyrir börn þar sem þær kenna leik, dans og söng. Sigurður Gunnar Gissurarson er menntaður viðskiptafræðingur og hefur hann undanfarin sextán ár starfað hjá Össuri, meira og minna í vörustjórnun. Þau Linda og Siggi voru gestir í 53. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor og fagnar því eins árs afmæli þessa dagana. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Kynntust í menntaskóla Í þættinum segja Linda og Siggi frá því hvernig þau kynntust í Menntaskólanum í Reykjavík og urðu góðir vinir. „Ég var að fara leika í Herranótt og Siggi var þarna ljósamaður,“ segir Linda en þarna var hún á fyrsta ári og Siggi var á öðru ári. Það var þó ekki fyrr en fimmtán árum síðar sem þau hittust aftur og ástin kviknaði á milli þeirra. „Siggi hafði búið lengi í Danmörku og ég var bara í mínu leiklistarhoppi hér á Íslandi. Ef við hefðum hist eitthvað fyrr þá hugsa ég að ég hefði ekki haft neinn tíma fyrir hann.“ Spákonan sagði að Linda þyrfti að kaupa sér tölvu Skömmu áður en leiðir þeirra Lindu og Sigga lágu saman á nýjan leik hafði Linda verið hjá spákonu sem sagði henni að hún sæi mann koma inn í líf hennar, en Linda hélt nú ekki. „Jú veistu það, hann er bara nánast í hurðargættinni hjá þér,“ segir spákonan við Lindu sem hafði miklar efasemdir. „Og þú þarft að fara fá þér tölvu,“ bætir spákonan svo við. Linda er afar lítil tölvukona og skildi því ekkert í þessum spádómi, þar til hún hitti Sigga - sem vann þá við það að selja tölvur. Klippa: Betri helmingurinn með Ása - Linda & Sigurður Mikið fjölskyldufólk Linda og Siggi hafa verið saman allar götur síðan. Siggi átti son úr fyrra sambandi og því ákváðu þau að fara hægt í sakirnar hans vegna. Linda og Gissur, sonur Sigga, urðu hins vegar fljótt perluvinir. Saman eignuðust þau svo tvo drengi til viðbótar og segjast þau vera mikið fjölskyldufólk. Þau fara mikið í sund með strákunum, hitta vinafólk og ferðast saman. „Við mættum kannski gera meira bara tvö saman. En núna er Pétur að verða tólf ára og núna fyrst finnst okkur við geta verið að fara til dæmis tvö út að labba snemma á morgnanna og svoleiðis.“ Heilög stund að drekka morgunkaffið saman Þau eru miklar A-týpur bæði tvö og njóta þess að vakna snemma og drekka kaffi saman. „Þetta er alveg vandræðalegt því ég get oft ekki beðið eftir því að fá mér kaffi með honum á morgnana. Þetta er svo næs stund. Þetta er bara okkar stund þar sem við erum bara tvö að fara yfir daginn eða vikuna,“ segir Linda. Þá segjast þau einnig vera með þá reglu sín á milli að ræða ekki þungbær eða leiðinleg málefni eftir klukkan tíu á kvöldin. „Þegar þú ert orðinn þreyttur og pirraður þá ertu ekkert að fara tala um eitthvað sem er erfitt.“ Linda og Siggi hafa verið saman í tuttugu ár. Ævintýri á Asóreyjum Í þættinum segja þau skemmtilega sögu af ferðalagi þeirra til Asóreyja hér um árið. Þar voru þau stödd ásamt Karli syni þeirra sem var þá aðeins sex mánaða gamall. Linda er ekki hrifin af því að fara á hina hefðbundnu ferðamannastaði, heldur vill hún kynnast heimamönnum og menningunni á staðnum. „Við förum einn morguninn á mest lókal kaffihúsið sem við finnum og fáum okkur gott kaffi. Svo sé ég þar mann sem var að lesa lókal blaðið og ég fer að tala við hann,“ segir Linda sem spurði manninn hvort hann gæti ekki bent þeim á skemmtilega staði til þess að skoða á eyjunni. „Skemmtilegasta matarboð sem ég hef farið í“ Samtalið endaði svo með því að maðurinn bauð þeim í mat heim til sín. Lindu leist nú aldeilis vel á það en Siggi var ekki alveg á sama máli. Þau fóru því að spyrjast fyrir um þennan gestrisna mann og komust að því að hann var þekktur meistarakokkur á eyjunni. „Við fórum í matinn og þar var einn vinur hans, þunglyndur enskukennari. Þetta var svona eitthvað kombó af fólki og þarna vorum við í fimm rétta máltíð. Þeir enda svo á því að reykja einhverja asóríska vindla. Þetta var bara eitthvað skemmtilegasta matarboð sem ég hef farið í.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Lindu og Sigga í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir „Við eigum Íslandsmet í fjarsambandi held ég“ Fótboltakonan Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson, sjúkraþjálfari og fyrrum handboltamaður fundu ástina þegar örlögin leiddu þau saman árið 2007. Í kjölfarið slógu þau „Íslandsmet“ í fjarsambandi og hafa byggt upp fallegt líf saman. 19. apríl 2022 10:30 Hægðastoppandi lyf gerðu Sigga óleik á fyrsta stefnumótinu „Ég vissi ekki að hún væri einhleyp. En eftir á er bara mjög fínt að hafa haldið það, því ég var ekkert stressaður í kringum hana,“ segir Siggi Þór um fyrstu kynnin við unnustu sína Sonju. Þau smullu saman og fóru fljótlega á sitt fyrsta stefnumót sem tók óvæntan snúning fyrir Sigga. 7. apríl 2022 22:01 Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01 Féll óvænt fyrir manninum sem var að búa til styttu af nöktum líkama hennar Listaparið Brynhildur og Heimir hefur verið saman frá árinu 2010. Það má með sanni segja að samband þeirra hafi byrjað með óhefðbundnum hætti. Þau smullu þó saman eins og flís við rass og voru flutt saman til Bandaríkjanna nokkrum mánuðum eftir að þau kynntust og hafa þau verið saman allar götur síðan. 24. mars 2022 20:01 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Við eigum Íslandsmet í fjarsambandi held ég“ Fótboltakonan Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson, sjúkraþjálfari og fyrrum handboltamaður fundu ástina þegar örlögin leiddu þau saman árið 2007. Í kjölfarið slógu þau „Íslandsmet“ í fjarsambandi og hafa byggt upp fallegt líf saman. 19. apríl 2022 10:30
Hægðastoppandi lyf gerðu Sigga óleik á fyrsta stefnumótinu „Ég vissi ekki að hún væri einhleyp. En eftir á er bara mjög fínt að hafa haldið það, því ég var ekkert stressaður í kringum hana,“ segir Siggi Þór um fyrstu kynnin við unnustu sína Sonju. Þau smullu saman og fóru fljótlega á sitt fyrsta stefnumót sem tók óvæntan snúning fyrir Sigga. 7. apríl 2022 22:01
Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01
Féll óvænt fyrir manninum sem var að búa til styttu af nöktum líkama hennar Listaparið Brynhildur og Heimir hefur verið saman frá árinu 2010. Það má með sanni segja að samband þeirra hafi byrjað með óhefðbundnum hætti. Þau smullu þó saman eins og flís við rass og voru flutt saman til Bandaríkjanna nokkrum mánuðum eftir að þau kynntust og hafa þau verið saman allar götur síðan. 24. mars 2022 20:01