„Sjálfbærni er lykilþátturinn“ Helgi Ómarsson skrifar 3. maí 2022 14:31 Stúdíó Flétta Lucie Gholam Hönnuðirnir Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir stofnuðu Fléttu í byrjun árs 2018 en þær sameina krafta sína með 66°Norður á HönnunarsMars í ár. „Samstarfið við Fléttu kom til eftir að þær höfðu hannað jólaköttinn fyrir Rammagerðina sem var gerður úr notuðum barnafatnaði. „Við hjá 66°Norður höfum verið að reyna finna lausnir við að koma efnisafklippum sem ekki hefur verið hægt að endurnýta í fatnað hjá okkur í ferli í stað þess að sóa þeim,“ segir Aldís Eik hjá 66° Norður. Studio FléttaLucie Gholam Markmið samstarfsins er að nýta afskurði frá framleiðslu merkisins og gefa því nýtt líf. Flétta nýtist við áhugaverðar leiðir í ferlinu. Framúrstefnulegt hönnunarteymi Bjarney Harðardóttir eigandi 66°Norður segir mikla áskorun að ná að skapa verðmæti úr afskorningum sem ekki er hægt að nýta í framleiðslu vörulínu fyrirtækisins „Okkar umhverfisstefna snýst um hringrásarkerfi í framleiðslunni þar sem sjálfbærni er lykilþátturinn. Við þurfum alltaf að hugsa út fyrir kassann til að finna nýjar leiðir til að draga úr sóun.“ Studio FléttaLucie Gholam Sjóða og sauma efni saman Hún lýsir Studio Fléttu sem skapandi og framúrstefnulegt hönnunarteymi að ferlið hafi verið gefandi og skemmtilegt. „Þetta samstarfsverkefni okkar sýnir hvað hægt er að gera í skapandi ferli, þær eru búnar að vera í tilraunastarfsemi með afskurðina okkar, sjóða þá, sauma þá saman í ólík form til að skapa nýja vöru. Það er gaman að geta unnið að þessari nýsköpun í textíl á þennan hátt." Studio FléttaLucie Gholam Hugmyndafræði Fléttu og 66°Norður tala vel saman „Flétta hefur sterka sýn á að rusl er ekki rusl, heldur að búa til verðmæti úr ruslinu.“ „Samtalið hefur verið í gangi í svolítinn tíma og erum við loksins kominn af stað með spennandi og skemmtilegt verkefni sem á vonandi bara eftir að vinda upp á sig. Studio FléttaLucie Gholam Það verður gaman að sýna ferðalagið, hugsunina á bakvið verkin og hvernig við sjáum framtíðina,“ segir Aldís Eik hjá 66°Norður að lokum. Einkenni Fléttu er að skoða efni sem hafa þjónað sínum tilgang og nýtist kannski ekki á sama hátt og töfra upp nýtt hlutverk í nýju samhengi. Opnun sýningarinnar er á fimmtudaginn 5. maí milli 16:00 – 18:00 í verslun 66°Norður á Laugarvegi. Sýningin verður svo opin allan HönnunarMars. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022. HönnunarMars Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Þróun regnjakka úr fljótandi efni í stað efnis og sauma 66°Norður og Valdís Steinarsdóttir hafa sameinað krafta sína á HönnunarMars 2022 þar sem þau sýna efnisprufur fyrir þróun á regnkápum undir merki fyrirtækisins. 29. apríl 2022 09:31 Útilyktin vinsæl hjá hátíðargestum Gras, íslenskt grjót og útilykt tóku yfir verslun 66°Norður á HönnunarMars þar sem samstarf þeirra við Fischersund var kynnt. 23. maí 2021 18:01 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Samstarfið við Fléttu kom til eftir að þær höfðu hannað jólaköttinn fyrir Rammagerðina sem var gerður úr notuðum barnafatnaði. „Við hjá 66°Norður höfum verið að reyna finna lausnir við að koma efnisafklippum sem ekki hefur verið hægt að endurnýta í fatnað hjá okkur í ferli í stað þess að sóa þeim,“ segir Aldís Eik hjá 66° Norður. Studio FléttaLucie Gholam Markmið samstarfsins er að nýta afskurði frá framleiðslu merkisins og gefa því nýtt líf. Flétta nýtist við áhugaverðar leiðir í ferlinu. Framúrstefnulegt hönnunarteymi Bjarney Harðardóttir eigandi 66°Norður segir mikla áskorun að ná að skapa verðmæti úr afskorningum sem ekki er hægt að nýta í framleiðslu vörulínu fyrirtækisins „Okkar umhverfisstefna snýst um hringrásarkerfi í framleiðslunni þar sem sjálfbærni er lykilþátturinn. Við þurfum alltaf að hugsa út fyrir kassann til að finna nýjar leiðir til að draga úr sóun.“ Studio FléttaLucie Gholam Sjóða og sauma efni saman Hún lýsir Studio Fléttu sem skapandi og framúrstefnulegt hönnunarteymi að ferlið hafi verið gefandi og skemmtilegt. „Þetta samstarfsverkefni okkar sýnir hvað hægt er að gera í skapandi ferli, þær eru búnar að vera í tilraunastarfsemi með afskurðina okkar, sjóða þá, sauma þá saman í ólík form til að skapa nýja vöru. Það er gaman að geta unnið að þessari nýsköpun í textíl á þennan hátt." Studio FléttaLucie Gholam Hugmyndafræði Fléttu og 66°Norður tala vel saman „Flétta hefur sterka sýn á að rusl er ekki rusl, heldur að búa til verðmæti úr ruslinu.“ „Samtalið hefur verið í gangi í svolítinn tíma og erum við loksins kominn af stað með spennandi og skemmtilegt verkefni sem á vonandi bara eftir að vinda upp á sig. Studio FléttaLucie Gholam Það verður gaman að sýna ferðalagið, hugsunina á bakvið verkin og hvernig við sjáum framtíðina,“ segir Aldís Eik hjá 66°Norður að lokum. Einkenni Fléttu er að skoða efni sem hafa þjónað sínum tilgang og nýtist kannski ekki á sama hátt og töfra upp nýtt hlutverk í nýju samhengi. Opnun sýningarinnar er á fimmtudaginn 5. maí milli 16:00 – 18:00 í verslun 66°Norður á Laugarvegi. Sýningin verður svo opin allan HönnunarMars. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Þróun regnjakka úr fljótandi efni í stað efnis og sauma 66°Norður og Valdís Steinarsdóttir hafa sameinað krafta sína á HönnunarMars 2022 þar sem þau sýna efnisprufur fyrir þróun á regnkápum undir merki fyrirtækisins. 29. apríl 2022 09:31 Útilyktin vinsæl hjá hátíðargestum Gras, íslenskt grjót og útilykt tóku yfir verslun 66°Norður á HönnunarMars þar sem samstarf þeirra við Fischersund var kynnt. 23. maí 2021 18:01 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Þróun regnjakka úr fljótandi efni í stað efnis og sauma 66°Norður og Valdís Steinarsdóttir hafa sameinað krafta sína á HönnunarMars 2022 þar sem þau sýna efnisprufur fyrir þróun á regnkápum undir merki fyrirtækisins. 29. apríl 2022 09:31
Útilyktin vinsæl hjá hátíðargestum Gras, íslenskt grjót og útilykt tóku yfir verslun 66°Norður á HönnunarMars þar sem samstarf þeirra við Fischersund var kynnt. 23. maí 2021 18:01
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið