Nýting auðlinda í erfiðu árferði Kolbrún Birna Bjarnadóttir, Jónas Hlynur Hallgrímsson og Magnús Sigurðsson skrifa 4. maí 2022 11:16 Landsvirkjun þurfti að grípa til takmarkana í afhendingu á rafmagni í desember sl., vegnalélegs vatnafars. Til að byrja með var tilkynnt um skerðingu á afhendingu raforku til fiskmjölsverksmiðja og í janúar var tilkynnt um skerðingu til stórnotenda og fjarvarmaveitna. Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar var með erfiðasta móti í vetur. Langvarandi þurrkar áÞjórsársvæðinu gerðu það að verkum að Þórisvatn fylltist ekkisíðasta haust, en það er mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði okkar. Á skömmum tíma hefur staðan batnað svo um munar. Hinn 10. mars sl. var reiknað með að skerðingar stæðu út aprílmánuð, en úrkoma og hlýnandi veður síðari hluta mars kollvarpaði þeim illspám. Sú breytta staða leiddi til þess að hægt var að tilkynna að ekki kæmi til endurkaupa á raforku, sem er síðasta og dýrasta úrræði okkar til að verjast lágri stöðu miðlunarforðans. Í byrjun apríl féll Landsvirkjun frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitnaog um miðjan apríl voru allar skerðingar afnumdar. Snjór og hlýindi Vatnsstaðan í miðlunarlónum Landsvirkjunar fer hratt batnandi. Nægur snjór er núna á hálendinu og hlýindi og rigning á landinu í lok mars og aftur um páskana hefur skilað hluta snævarins inn í miðlunarlónin. Þetta geristtiltölulega snemma vors. Horfur um fyllingu miðlunarlóna eru góðar, en jökulbráðnun seinni hluta sumars ákvarðar hvort þau nái að fyllast alveg í haust. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Mikill meirihluti orkuvinnslu Landsvirkjunar er úr vatnsafli, eða 92%. Framboð raforku er því ætíð háð stöðu í vatnsbússkapnum á hverjum tíma. Raforkusamningar Landsvirkjunar eru byggðir upp með sveigjanleika, bæði fyrir Landsvirkjun og viðskiptavinina, en sveigjanlegir samningar er hönnunarforsenda í einangruðu raforkukerfisem reiðir sig á rennsli fallvatna. Landsvirkjun heldur opinn fund á morgun, fimmtudag, kl. 9 á Hótel Nordica. Þar verður fjallað um erfiða vatnsárið sem nú er að baki og hvernig raforkukerfið og sveigjanlegir samningar bregðast við slíkum aðstæðum. Sérfræðingar Landsvirkjunar verða jafnframt til taks eftir fundinn, til að veita frekari upplýsingar. Beint streymi verður á Facebook síðu Landsvirkjunar. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar, Kolbrún Birna og Jónas Hlynur sérfræðingar í Viðskiptagreiningu og þróun markaða og Magnús sérfræðingur í Vinnsluáætlunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Jónas Hlynur Hallgrímsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun þurfti að grípa til takmarkana í afhendingu á rafmagni í desember sl., vegnalélegs vatnafars. Til að byrja með var tilkynnt um skerðingu á afhendingu raforku til fiskmjölsverksmiðja og í janúar var tilkynnt um skerðingu til stórnotenda og fjarvarmaveitna. Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar var með erfiðasta móti í vetur. Langvarandi þurrkar áÞjórsársvæðinu gerðu það að verkum að Þórisvatn fylltist ekkisíðasta haust, en það er mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði okkar. Á skömmum tíma hefur staðan batnað svo um munar. Hinn 10. mars sl. var reiknað með að skerðingar stæðu út aprílmánuð, en úrkoma og hlýnandi veður síðari hluta mars kollvarpaði þeim illspám. Sú breytta staða leiddi til þess að hægt var að tilkynna að ekki kæmi til endurkaupa á raforku, sem er síðasta og dýrasta úrræði okkar til að verjast lágri stöðu miðlunarforðans. Í byrjun apríl féll Landsvirkjun frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitnaog um miðjan apríl voru allar skerðingar afnumdar. Snjór og hlýindi Vatnsstaðan í miðlunarlónum Landsvirkjunar fer hratt batnandi. Nægur snjór er núna á hálendinu og hlýindi og rigning á landinu í lok mars og aftur um páskana hefur skilað hluta snævarins inn í miðlunarlónin. Þetta geristtiltölulega snemma vors. Horfur um fyllingu miðlunarlóna eru góðar, en jökulbráðnun seinni hluta sumars ákvarðar hvort þau nái að fyllast alveg í haust. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Mikill meirihluti orkuvinnslu Landsvirkjunar er úr vatnsafli, eða 92%. Framboð raforku er því ætíð háð stöðu í vatnsbússkapnum á hverjum tíma. Raforkusamningar Landsvirkjunar eru byggðir upp með sveigjanleika, bæði fyrir Landsvirkjun og viðskiptavinina, en sveigjanlegir samningar er hönnunarforsenda í einangruðu raforkukerfisem reiðir sig á rennsli fallvatna. Landsvirkjun heldur opinn fund á morgun, fimmtudag, kl. 9 á Hótel Nordica. Þar verður fjallað um erfiða vatnsárið sem nú er að baki og hvernig raforkukerfið og sveigjanlegir samningar bregðast við slíkum aðstæðum. Sérfræðingar Landsvirkjunar verða jafnframt til taks eftir fundinn, til að veita frekari upplýsingar. Beint streymi verður á Facebook síðu Landsvirkjunar. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar, Kolbrún Birna og Jónas Hlynur sérfræðingar í Viðskiptagreiningu og þróun markaða og Magnús sérfræðingur í Vinnsluáætlunum.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun