Oddvitaáskorunin: Sakaður um landasölu á Bræðslunni í hrekk Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2022 15:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Valdimar Víðisson leiðir lista Framsóknar í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Valdimar Víðisson, 43 ára skólastjóri og varabæjarfulltrúi. Ég er giftur Sigurborgu Geirdal, grunnskólakennara. Ég á einn son, Víði Jökul, og tvær stjúpdætur, þær Lilju Rut og Elísu Rún. Svo er ég svo heppinn að ég á einnig tvö barnabörn en það eru þau Nói og Bjartey Mjöll. Ég fæddist á Ísafirði og ólst upp í Bolungarvík til 16 ára aldurs. Þá lá leið mín norður til Akureyrar þar sem ég kláraði menntaskóla og háskóla. Ég er menntaður grunnskólakennari með framhaldsmenntun í stjórnun. Ég tók við sem skólastjóri í Grenivíkurskóla árið 2004, þá 25 ára gamall. Ég var skólastjóri á Grenivík í 4 ár. Það var mikill skóli og ég lærði mikið þann tíma sem ég var þar. Árið 2008 flutti ég í Hafnarfjörð og hóf störf sem aðstoðarskólastjóri í Öldutúnsskóla, tók við sem skólastjóri í sama skóla árið 2013. Mér hefur verið treyst fyrir því skemmtilega en vandasama verkefni að leiða lista Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ég er svo sannarlega tilbúinn í það verkefni. Tæplega 20 ára starfsreynsla mín sem skólastjóri í grunnskóla hefur nýst mér og mun nýtast mér vel á vettvangi stjórnmálanna. Ég vinn alla daga með fjölbreyttum hópi fólks, nemendum, starfsmönnum og foreldrum og á því auðvelt með að vinna með fólki, tala við fólk og sætta ólík sjónarmið. Ég kann að hlusta, er mannlegur í samskiptum og sýni fólki áhuga og athygli. Ég er fljótur að sjá lausnir, hef góða yfirsýn og á auðvelt að setja mig í spor annarra en þessir eiginleikar eru afar góðir í starfi stjórnmálamannsins. Klippa: Oddvitaáskorun - Valdimar Víðisson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Borgarfjörður eystri er einn fallegasti staður landsins. Hafnarfjörður, Bolungarvík og Eyjafjörður fylgja svo fast a eftir. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Eftir að ég byrjaði að hjóla meira þá er það líklega aðstaða fyrir hjólreiðafólk. Það er byrjað á því að laga það og ætla ég að beita mér fyrir því að það verði haldið áfram á þeirri vegferð. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Gömul tónlist. Raggi Bjarna hefur alltaf verið í mestu uppáhaldi hjá mér. Líka þegar ég var barn og þótti það skrýtið. Einnig hef ég mikinn áhuga á skipum og tek reglulega bryggjurúnta. Var mikið á sjó á togurum með skóla og alinn upp í sjávarplássi og þessi áhugi kviknað þar. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar vinahópurinn ákvað að stríða mér þegar við vorum á tónlistarhátíðinni Bræðslunni fyrir nokkrum árum. Var þá í góðu yfirlæti á tjaldsvæðinu þegar lögreglan mætir á vettvang og óskar eftir að fá að ræða við mig. Alvarlegir í bragði sögðu þeir að ég væri grunaður um landasölu á svæðinu, töluvert magn af Landa hefði fundist í herberginu mínu á gistiheimilinu, greinilega til sölu. Yfirheyrslan stóð í góðar 5 mínútur en þá gátu vinir mínir ekki meira og sprungu úr hlátri. Hef sjaldan verið jafn stressaður. Vinir mínir fengu lögregluna til að stríða mér og það tókst líka svona ljómandi vel hjá þeim. Hvað færðu þér á pizzu? Ég er mikill Hawaiian maður. Skinka, ananas og stundum paprika ef ég vill gera extra vel við mig. Hvaða lag peppar þig mest? Klárlega Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig með Ragga Bjarna. Reyndu aftur með Mannkornum kemur líka sterkt inn sem og Ferðalok. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Þær eru ekki margar. Og langt síðan ég hef tekið armbeygjur. Mögulega mundi ég ná 10, mögulega. Göngutúr eða skokk? Fátt betra en góður göngutúr um Hafnarfjörð. Er einnig duglegur á hjólinu. Uppáhalds brandari? Hvað sagði borðið við stólinn? Hæ sæti. Er fyrir einfaldleikann þegar kemur að bröndurum. Hvað er þitt draumafríi? Keyra hringinn í kringum landið. Hitta skemmtilegt fólk, setjast á lítil kaffihús á hinum ýmsu stöðum, skoða áhugaverða staði. Væri ekki verra ef það væri eins og ein tónlistarhátíð í gangi á þessu ferðalagi. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Ég er bara þannig gerður að vera jákvæður að eðlisfari. Bæði árin voru góð. Vissulega krefjandi vegna Covid. Ef ég þyrfti að velja annað árið þá mundi ég segja að 2021 hafi verið ögn betra. Uppáhalds tónlistarmaður? Ragnar Bjarnason. Engin spurning. En svo finnst mér Bríet líka frábær. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Líklega er það að ég réði mig í sláturhús Norðlenska eitt sumar á mínum yngri árum. Það er í sjálfu sér ekki skrýtið en skrýtið hvað mig varðar þar sem ég er með mikla blóð fóbíu. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Líklega væri það Will Ferrell. Ef Simmi Vill væri leikari þá mundi hann líklega leika mig. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Alinn upp í sjávarplássi og gat því gist heima eftir góðan vinnudag í frystihúsi. Áhrifamesta kvikmyndin? Schindler´s List og Lof mér að falla. Áttu eftir að sakna Nágranna? Ef ég hefði verði spurður að þessu fyrir 15 árum þá hefði ég sagt já enda missti ég ekki af þætti. Í dag er svarið nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Bolungarvík eða Grenivík. Alinn upp í Bolungarvík. Vann sem skólastjóri á Grenivík frá 2004-2008. Dásamlegir staðir. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Líklega er það Barbie Girl eða Agadoo. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Valdimar Víðisson leiðir lista Framsóknar í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Valdimar Víðisson, 43 ára skólastjóri og varabæjarfulltrúi. Ég er giftur Sigurborgu Geirdal, grunnskólakennara. Ég á einn son, Víði Jökul, og tvær stjúpdætur, þær Lilju Rut og Elísu Rún. Svo er ég svo heppinn að ég á einnig tvö barnabörn en það eru þau Nói og Bjartey Mjöll. Ég fæddist á Ísafirði og ólst upp í Bolungarvík til 16 ára aldurs. Þá lá leið mín norður til Akureyrar þar sem ég kláraði menntaskóla og háskóla. Ég er menntaður grunnskólakennari með framhaldsmenntun í stjórnun. Ég tók við sem skólastjóri í Grenivíkurskóla árið 2004, þá 25 ára gamall. Ég var skólastjóri á Grenivík í 4 ár. Það var mikill skóli og ég lærði mikið þann tíma sem ég var þar. Árið 2008 flutti ég í Hafnarfjörð og hóf störf sem aðstoðarskólastjóri í Öldutúnsskóla, tók við sem skólastjóri í sama skóla árið 2013. Mér hefur verið treyst fyrir því skemmtilega en vandasama verkefni að leiða lista Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ég er svo sannarlega tilbúinn í það verkefni. Tæplega 20 ára starfsreynsla mín sem skólastjóri í grunnskóla hefur nýst mér og mun nýtast mér vel á vettvangi stjórnmálanna. Ég vinn alla daga með fjölbreyttum hópi fólks, nemendum, starfsmönnum og foreldrum og á því auðvelt með að vinna með fólki, tala við fólk og sætta ólík sjónarmið. Ég kann að hlusta, er mannlegur í samskiptum og sýni fólki áhuga og athygli. Ég er fljótur að sjá lausnir, hef góða yfirsýn og á auðvelt að setja mig í spor annarra en þessir eiginleikar eru afar góðir í starfi stjórnmálamannsins. Klippa: Oddvitaáskorun - Valdimar Víðisson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Borgarfjörður eystri er einn fallegasti staður landsins. Hafnarfjörður, Bolungarvík og Eyjafjörður fylgja svo fast a eftir. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Eftir að ég byrjaði að hjóla meira þá er það líklega aðstaða fyrir hjólreiðafólk. Það er byrjað á því að laga það og ætla ég að beita mér fyrir því að það verði haldið áfram á þeirri vegferð. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Gömul tónlist. Raggi Bjarna hefur alltaf verið í mestu uppáhaldi hjá mér. Líka þegar ég var barn og þótti það skrýtið. Einnig hef ég mikinn áhuga á skipum og tek reglulega bryggjurúnta. Var mikið á sjó á togurum með skóla og alinn upp í sjávarplássi og þessi áhugi kviknað þar. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar vinahópurinn ákvað að stríða mér þegar við vorum á tónlistarhátíðinni Bræðslunni fyrir nokkrum árum. Var þá í góðu yfirlæti á tjaldsvæðinu þegar lögreglan mætir á vettvang og óskar eftir að fá að ræða við mig. Alvarlegir í bragði sögðu þeir að ég væri grunaður um landasölu á svæðinu, töluvert magn af Landa hefði fundist í herberginu mínu á gistiheimilinu, greinilega til sölu. Yfirheyrslan stóð í góðar 5 mínútur en þá gátu vinir mínir ekki meira og sprungu úr hlátri. Hef sjaldan verið jafn stressaður. Vinir mínir fengu lögregluna til að stríða mér og það tókst líka svona ljómandi vel hjá þeim. Hvað færðu þér á pizzu? Ég er mikill Hawaiian maður. Skinka, ananas og stundum paprika ef ég vill gera extra vel við mig. Hvaða lag peppar þig mest? Klárlega Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig með Ragga Bjarna. Reyndu aftur með Mannkornum kemur líka sterkt inn sem og Ferðalok. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Þær eru ekki margar. Og langt síðan ég hef tekið armbeygjur. Mögulega mundi ég ná 10, mögulega. Göngutúr eða skokk? Fátt betra en góður göngutúr um Hafnarfjörð. Er einnig duglegur á hjólinu. Uppáhalds brandari? Hvað sagði borðið við stólinn? Hæ sæti. Er fyrir einfaldleikann þegar kemur að bröndurum. Hvað er þitt draumafríi? Keyra hringinn í kringum landið. Hitta skemmtilegt fólk, setjast á lítil kaffihús á hinum ýmsu stöðum, skoða áhugaverða staði. Væri ekki verra ef það væri eins og ein tónlistarhátíð í gangi á þessu ferðalagi. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Ég er bara þannig gerður að vera jákvæður að eðlisfari. Bæði árin voru góð. Vissulega krefjandi vegna Covid. Ef ég þyrfti að velja annað árið þá mundi ég segja að 2021 hafi verið ögn betra. Uppáhalds tónlistarmaður? Ragnar Bjarnason. Engin spurning. En svo finnst mér Bríet líka frábær. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Líklega er það að ég réði mig í sláturhús Norðlenska eitt sumar á mínum yngri árum. Það er í sjálfu sér ekki skrýtið en skrýtið hvað mig varðar þar sem ég er með mikla blóð fóbíu. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Líklega væri það Will Ferrell. Ef Simmi Vill væri leikari þá mundi hann líklega leika mig. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Alinn upp í sjávarplássi og gat því gist heima eftir góðan vinnudag í frystihúsi. Áhrifamesta kvikmyndin? Schindler´s List og Lof mér að falla. Áttu eftir að sakna Nágranna? Ef ég hefði verði spurður að þessu fyrir 15 árum þá hefði ég sagt já enda missti ég ekki af þætti. Í dag er svarið nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Bolungarvík eða Grenivík. Alinn upp í Bolungarvík. Vann sem skólastjóri á Grenivík frá 2004-2008. Dásamlegir staðir. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Líklega er það Barbie Girl eða Agadoo.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira