Þannig stjórnmálafólk ætlum við að vera Brynja Dan Gunnarsdóttir og Valdimar Víðisson skrifa 5. maí 2022 08:02 Kosningabaráttan er komin á fullt. Út um allt land er öflugt fólk sem vill vinna vel fyrir sín bæjarfélög. Við höfum tekist á við það skemmtilega en um leið krefjandi verkefni að leiða lista Framsóknar í Garðabæ og Hafnarfirði. Við erum bæði tiltölulega ný í stjórnmálum, Brynja varaþingmaður frá því í haust og Valdimar varabæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs á þessum kjörtímabili. Það má því með sanni segja að við höfum stokkið ofan í djúpu laugina þegar við ákváðum að gefa kost á okkur í þessi oddvitasæti. Kosningarnar þann 14. maí næstkomandi snúast að stórum hluta um það hverjum kjósendur treysta til að fara með stjórn bæjarfélagsins. Þessa dagana keppast frambjóðendur við að kynna sig og stefnumál sinna flokka. Okkar leiðarljós í þessari kosningabaráttu er heiðarleiki, fagmennska, samvinna og gleði. Þannig höfum við hagað okkar baráttu og þannig munum við vinna eftir kosningar. Við ætlum ekki að gera lítið úr skoðunum annarra eða tala aðra niður til þess eins að reyna lyfta okkur á einhvern hærri stall. Það eru því miður alltof margir í því að gagnrýna aðra og hvað allt sé ómögulegt án þess að koma með lausnir. Þegar stjórnmálin eru hvað verst þá er hjólað í einstaklinga og þeir talaðir niður. Þannig stjórnmál viljum við ekki. Framsókn er miðjuflokkur. Flokkur samvinnu og sátta. Við getum unnið með öllum. Hlustum á hugmyndir og rök. Leggjum svo mat á bestu mögulegu leiðina í samvinnu allra aðila. Við sem störfum í sveitarstjórnum erum þar í umboði íbúa. Þurfum að gæta þeirra hagsmuna í hvívetna. Við kunnum að tala við fólk og hlusta. Við erum heiðarleg og einlæg. Við gerum mistök eins og aðrir og þá skiptir mestu máli að viðurkenna mistökin, læra af þeim og leiðrétta. Við höfum brennandi áhuga á samfélagsmálum og fólki. Tölum bæjarfélögin okkar upp. Hlustum á ólík sjónarmið og skoðanir. Þannig stjórnmálafólk ætlum við að vera. Framtíðin ræðst á miðjunni. Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ.Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Brynja Dan Gunnarsdóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Hafnarfjörður Valdimar Víðisson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Kosningabaráttan er komin á fullt. Út um allt land er öflugt fólk sem vill vinna vel fyrir sín bæjarfélög. Við höfum tekist á við það skemmtilega en um leið krefjandi verkefni að leiða lista Framsóknar í Garðabæ og Hafnarfirði. Við erum bæði tiltölulega ný í stjórnmálum, Brynja varaþingmaður frá því í haust og Valdimar varabæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs á þessum kjörtímabili. Það má því með sanni segja að við höfum stokkið ofan í djúpu laugina þegar við ákváðum að gefa kost á okkur í þessi oddvitasæti. Kosningarnar þann 14. maí næstkomandi snúast að stórum hluta um það hverjum kjósendur treysta til að fara með stjórn bæjarfélagsins. Þessa dagana keppast frambjóðendur við að kynna sig og stefnumál sinna flokka. Okkar leiðarljós í þessari kosningabaráttu er heiðarleiki, fagmennska, samvinna og gleði. Þannig höfum við hagað okkar baráttu og þannig munum við vinna eftir kosningar. Við ætlum ekki að gera lítið úr skoðunum annarra eða tala aðra niður til þess eins að reyna lyfta okkur á einhvern hærri stall. Það eru því miður alltof margir í því að gagnrýna aðra og hvað allt sé ómögulegt án þess að koma með lausnir. Þegar stjórnmálin eru hvað verst þá er hjólað í einstaklinga og þeir talaðir niður. Þannig stjórnmál viljum við ekki. Framsókn er miðjuflokkur. Flokkur samvinnu og sátta. Við getum unnið með öllum. Hlustum á hugmyndir og rök. Leggjum svo mat á bestu mögulegu leiðina í samvinnu allra aðila. Við sem störfum í sveitarstjórnum erum þar í umboði íbúa. Þurfum að gæta þeirra hagsmuna í hvívetna. Við kunnum að tala við fólk og hlusta. Við erum heiðarleg og einlæg. Við gerum mistök eins og aðrir og þá skiptir mestu máli að viðurkenna mistökin, læra af þeim og leiðrétta. Við höfum brennandi áhuga á samfélagsmálum og fólki. Tölum bæjarfélögin okkar upp. Hlustum á ólík sjónarmið og skoðanir. Þannig stjórnmálafólk ætlum við að vera. Framtíðin ræðst á miðjunni. Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ.Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun