Um hafnamál Rúnar Gunnarsson skrifar 6. maí 2022 10:02 Nú þegar styttist í kosningar er ekki úr vegi að setja saman stuttan pistil um þann hluta sveitarfélagsins Múlaþings sem fær ekki alltaf næga umfjöllun. Í Múlaþingi eru þrjár hafnir sem hver fyrir sig hefur sína eigin sérstöðu. Allar eiga þær sameiginlegt að vera öflugar og umsvifamiklar á sinn hátt. Borgarfjörður með sína einstöku höfn sem þjónustar stóran smábátaflota, Djúpivogur með mikil umsvif tengd laxeldi og bolfiski og Seyðisfjörður sem er fjórða stærsta höfn landsins þegar kemur að þjónustu við skemmtiferðaskip og umfangsmikil fiskihöfn. Á næsta kjörtímabili stendur til að fara í miklar framkvæmdir í samvinnu við vegagerðina í öllum höfnunum og verða þær þá enn betur í stakk búnar til að takast á við verkefnin sem eru til staðar. Vinna er nú þegar hafin við nýtt stálþil á Djúpavogi, Borgarfjarðarhöfn verður gerð aðgengilegri og á Seyðisfirði verður gamla Engrosbryggjan endurbyggð og áform eru uppi um lengingu og stækkun Strandarbakka. Allt verður þetta til þess að Hafnir Múlaþings munu geta aukið þá þjónustu sem boðið er upp á og gefur mikla möguleika á tekjuaukningu í tengslum við hafnsækna starfsemi. En betur má ef duga skal og telur undirritaður að hefja þurfi markvisst átak í markaðssetningu hafnanna. Með Axarvegi auðveldast flutningar milli Djúpavogs og Seyðisfjarðar. Og með tilkomu Fjarðarheiðagangna, sem fara í framkvæmd á næsta ári, mun opnast mikill möguleiki á Seyðisfirði að taka á móti flutningaskipum svipuðum þeim sem sigla á Þorlákshöfn. Þetta er stórt tækifæri til að koma Höfnum Múlaþings rækilega á kortið. Með stækkun hafnarkants á Seyðisfirði opnast einnig nýjar víddir í móttöku skemmtiferðaskipa. Það verður stórt verkefni að hafa góða stjórn á því að seilast ekki of langt í skipafjölda, en ég held að með góðu samtali við ferðaþjónustuaðila þá hafi Austurland alla burði til að verða leiðandi í skemmtiferðaskipabransanum. Nauðsynlegt er því að setjast saman og marka okkur stefnu í ferðamálum og auðvelda þeim sem hafa áhuga á að koma upp afþreyingu fyrir ferðamenn að gera slíkt. Við verðum að hugsa stórt og horfa björtum augum á framtíðina. Höfundur er yfirhafnavörður á Seyðisfirði og skipar 6. sæti á lista Austurlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í kosningar er ekki úr vegi að setja saman stuttan pistil um þann hluta sveitarfélagsins Múlaþings sem fær ekki alltaf næga umfjöllun. Í Múlaþingi eru þrjár hafnir sem hver fyrir sig hefur sína eigin sérstöðu. Allar eiga þær sameiginlegt að vera öflugar og umsvifamiklar á sinn hátt. Borgarfjörður með sína einstöku höfn sem þjónustar stóran smábátaflota, Djúpivogur með mikil umsvif tengd laxeldi og bolfiski og Seyðisfjörður sem er fjórða stærsta höfn landsins þegar kemur að þjónustu við skemmtiferðaskip og umfangsmikil fiskihöfn. Á næsta kjörtímabili stendur til að fara í miklar framkvæmdir í samvinnu við vegagerðina í öllum höfnunum og verða þær þá enn betur í stakk búnar til að takast á við verkefnin sem eru til staðar. Vinna er nú þegar hafin við nýtt stálþil á Djúpavogi, Borgarfjarðarhöfn verður gerð aðgengilegri og á Seyðisfirði verður gamla Engrosbryggjan endurbyggð og áform eru uppi um lengingu og stækkun Strandarbakka. Allt verður þetta til þess að Hafnir Múlaþings munu geta aukið þá þjónustu sem boðið er upp á og gefur mikla möguleika á tekjuaukningu í tengslum við hafnsækna starfsemi. En betur má ef duga skal og telur undirritaður að hefja þurfi markvisst átak í markaðssetningu hafnanna. Með Axarvegi auðveldast flutningar milli Djúpavogs og Seyðisfjarðar. Og með tilkomu Fjarðarheiðagangna, sem fara í framkvæmd á næsta ári, mun opnast mikill möguleiki á Seyðisfirði að taka á móti flutningaskipum svipuðum þeim sem sigla á Þorlákshöfn. Þetta er stórt tækifæri til að koma Höfnum Múlaþings rækilega á kortið. Með stækkun hafnarkants á Seyðisfirði opnast einnig nýjar víddir í móttöku skemmtiferðaskipa. Það verður stórt verkefni að hafa góða stjórn á því að seilast ekki of langt í skipafjölda, en ég held að með góðu samtali við ferðaþjónustuaðila þá hafi Austurland alla burði til að verða leiðandi í skemmtiferðaskipabransanum. Nauðsynlegt er því að setjast saman og marka okkur stefnu í ferðamálum og auðvelda þeim sem hafa áhuga á að koma upp afþreyingu fyrir ferðamenn að gera slíkt. Við verðum að hugsa stórt og horfa björtum augum á framtíðina. Höfundur er yfirhafnavörður á Seyðisfirði og skipar 6. sæti á lista Austurlistans.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar