Fyrirgefið mér, en ég reyndi Berglind Sunna Bragadóttir skrifar 6. maí 2022 19:30 Sem ungur frambjóðandi í Reykjavík finn ég mig knúna til að játa skammarlegt leyndarmál. Umhverfismál eru mér hugfangin eins og vonandi flestum (það er ekki játningin, bíddu aðeins). Ég geri mitt besta til að lifa lífi mínu þannig að ég skilji eftir mig sem allra minnst rusl og mengi lítið. Ég geri þetta ekkert fullkomlega – en ég reyni mitt besta. Ég hóf störf hjá fyrirtæki í aðeins fimm mínútna göngu frá heimili mínu í byrjun janúar og þótti það kjörið tilefni til að láta reyna á bíllausan lífsstíl og draga enn frekar úr kolefnisfótsporinu. Og þar kemur skammarlega játningin inn. Ég nefnilega gafst upp á ástandinu og keypti mér bíl í apríl. Ég veit, ég veit! Skítugt, óskilvirkt, mengandi, öll ljótu orðin - ég veit! En ég hafði mínar ástæður. Fimm mínútna gangan mín í vinnuna varð að tíu mínútna göngu í vetur vegna þess að ég þurfti heyja stríð gegn snjósköflunum sem söfnuðust fyrir, svo vikum skipti, á gangstéttunum. Ég mætti iðulega móð, holdvot og pirruð í vinnuna. Sem er kannski ekki þau fyrstu kynni sem maður vill veita af sér á nýjum vinnustað. Ég ætla ekki einu sinni að fara út í búðaferðirnar, látum duga að segja: þær voru lengri en labbið í vinnuna með þunga poka í ofanálag. Svo var það ræktin. Hreyfing hreinsar hugann og veitir mér orku fyrir daginn, ég er hroðbjóðslega léleg í öllu sem kallast íþrótt nema lyftingum svo ræktin er besti vinur minn. Ræktin mín er í 5 mínútna akstri frá heimili mínu, um 30 mínútna göngu segir Google Maps. „Ekkert mál!“, hugsaði ég, „þetta er Reykjavík, ég nota auðvitað bara Strætó!“ – já gleymdu því! Ég hefði þurft að ganga megnið af leiðinni, í sköflunum, með lágmarks tímasparnaði. En það sem vóg þyngst í þessari ákvarðanatöku minni var fjölskyldan mín, hún er öll búsett utan höfuðborgarsvæðisins. Það reyndist mér bara rosalega erfitt að geta ekki bara stokkið til og heimsótt þau þegar ég vildi eða þurfti. Ef við viljum draga úr umferð einkabíla þá verðum við að gera almenningssamgöngukerfið skilvirkara. Við verðum við að ryðja gangstéttirnar og hjólastígana almennilega, byggja þá upp og halda vel við. Við verðum að fella niður allar þessar dags daglegu hindranir, allt þetta vesen – svo getum við farið að þrengja vegi og njóta allra þeirra kosta sem færri bílum fylgir. Mig langar að nota bílinn sem minnst í borginni, en eins og er þá sé ég það ekki sem raunhæfan valkost. Framsókn í Reykjavík villöfluga uppbyggingu almenningssamgangna og skilvirka Borgarlínu ásamt því að sækja fram í uppbyggingu hjóla- og göngustíga. Breytum samgöngumálum í Reykjavík, gerum það skemmtilegt og aðlaðandi að nýta umhverfisvænni lausnir. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur skipar 15. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Sem ungur frambjóðandi í Reykjavík finn ég mig knúna til að játa skammarlegt leyndarmál. Umhverfismál eru mér hugfangin eins og vonandi flestum (það er ekki játningin, bíddu aðeins). Ég geri mitt besta til að lifa lífi mínu þannig að ég skilji eftir mig sem allra minnst rusl og mengi lítið. Ég geri þetta ekkert fullkomlega – en ég reyni mitt besta. Ég hóf störf hjá fyrirtæki í aðeins fimm mínútna göngu frá heimili mínu í byrjun janúar og þótti það kjörið tilefni til að láta reyna á bíllausan lífsstíl og draga enn frekar úr kolefnisfótsporinu. Og þar kemur skammarlega játningin inn. Ég nefnilega gafst upp á ástandinu og keypti mér bíl í apríl. Ég veit, ég veit! Skítugt, óskilvirkt, mengandi, öll ljótu orðin - ég veit! En ég hafði mínar ástæður. Fimm mínútna gangan mín í vinnuna varð að tíu mínútna göngu í vetur vegna þess að ég þurfti heyja stríð gegn snjósköflunum sem söfnuðust fyrir, svo vikum skipti, á gangstéttunum. Ég mætti iðulega móð, holdvot og pirruð í vinnuna. Sem er kannski ekki þau fyrstu kynni sem maður vill veita af sér á nýjum vinnustað. Ég ætla ekki einu sinni að fara út í búðaferðirnar, látum duga að segja: þær voru lengri en labbið í vinnuna með þunga poka í ofanálag. Svo var það ræktin. Hreyfing hreinsar hugann og veitir mér orku fyrir daginn, ég er hroðbjóðslega léleg í öllu sem kallast íþrótt nema lyftingum svo ræktin er besti vinur minn. Ræktin mín er í 5 mínútna akstri frá heimili mínu, um 30 mínútna göngu segir Google Maps. „Ekkert mál!“, hugsaði ég, „þetta er Reykjavík, ég nota auðvitað bara Strætó!“ – já gleymdu því! Ég hefði þurft að ganga megnið af leiðinni, í sköflunum, með lágmarks tímasparnaði. En það sem vóg þyngst í þessari ákvarðanatöku minni var fjölskyldan mín, hún er öll búsett utan höfuðborgarsvæðisins. Það reyndist mér bara rosalega erfitt að geta ekki bara stokkið til og heimsótt þau þegar ég vildi eða þurfti. Ef við viljum draga úr umferð einkabíla þá verðum við að gera almenningssamgöngukerfið skilvirkara. Við verðum við að ryðja gangstéttirnar og hjólastígana almennilega, byggja þá upp og halda vel við. Við verðum að fella niður allar þessar dags daglegu hindranir, allt þetta vesen – svo getum við farið að þrengja vegi og njóta allra þeirra kosta sem færri bílum fylgir. Mig langar að nota bílinn sem minnst í borginni, en eins og er þá sé ég það ekki sem raunhæfan valkost. Framsókn í Reykjavík villöfluga uppbyggingu almenningssamgangna og skilvirka Borgarlínu ásamt því að sækja fram í uppbyggingu hjóla- og göngustíga. Breytum samgöngumálum í Reykjavík, gerum það skemmtilegt og aðlaðandi að nýta umhverfisvænni lausnir. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur skipar 15. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun