Þegar ég flutti úr Vesturbænum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2022 08:02 Ég er fædd og uppalin í Vesturbænum og elska Vesturbæinn heitt, svo heitt að þegar ég flutti að heiman lagði ég mig fram við búa helst þar ef ég bjó á Íslandi. Ég var því ekki alveg viss með það að flytja í 104 þegar ég keypti mína fyrstu íbúð fyrir sjö árum. Næstu íbúð keyptum við kærastinn minn líka í 104 svo síðustu ár hef ég lært að elska Laugardalinn, Langholtið, Sundin og Vogana. Það hefur verið frekar auðvelt því hverfið mitt á svo margt sameiginlegt með Vesturbænum – en hvað þá helst? Jú, þessi hverfi byggðust upp á þeim tíma þegar hverfi Reykjavíkur voru skipulögð út frá fólki en ekki bílum. Tvær kjörbúðir í göngufæri Þetta þýðir að það er dásamlegt að fara um hverfin gangandi, hjólandi, hlaupandi eða á hlaupahjóli. Þetta eru mannvæn, sjálfbær og lifandi hverfi í nálægð við falleg útivistarsvæði. Þá eru hverfin vel tengd almenningssamgöngum, sem ég hef alltaf notað mikið. Nærþjónusta er í göngufæri fjölmargra íbúa. Sem dæmi get ég gengið í tvær kjörbúðir en líka í ísbúð, sundlaug, bakarí, á veitingastað og saumastofu. Glæsibær og Skeifan eru svo í næsta nágrenni með alla sína fjölbreyttu þjónustu, þótt Skeifan sé vissulega ekki sú þægilegasta til að fara um, hvort sem þú ert á bíl, gangandi eða hjólandi. Það mun þó breytast á næstu árum nái uppbyggingaráform borgarinnar á svæðinu fram að ganga. Skýr sýn Viðreisnar í Reykjavík um lifandi hverfi Viðreisn í Reykjavík hefur skýra sýn um hvernig hverfi við viljum skipuleggja og byggja í borginni okkar. Við viljum byggja sjálfbær, lifandi hverfi þar sem er þægilegt fyrir íbúana að fara um gangandi, hjólandi, hlaupandi og á hlaupahjólum. Hverfi sem eru byggð fyrir fólk en ekki bíla og eru vel tengd strætó og síðar Borgarlínu. Orð Hrafnkels Proppé, skipulagsfræðings og fyrrverandi verkefnastjóra Borgarlínunnar, í viðtali við Tímavélina, kosningablað Framtíðarinnar á Seltjarnarnesi, kjarna í raun vel þessa sýn okkar í Viðreisn. Ég fæ því að lokum að vitna í þau orð: „Þó að einkabíllinn hafi auðvitað ennþá yfirhöndina og margt fólk þurfi einkabíl til þess að bera heim bjargir og koma börnum í leikskóla þá eru hjólið, fæturnir og svona kvikir samgöngumátar eins og rafmagnshlaupahjól alltaf að verða stærri og stærri. En lykillinn að því að fólk noti almenningssamgöngur og virka samgöngumáta er einmitt að við þéttum byggð og að við skipuleggjum byggð sem ýtir undir að við mætum fólki sem er á röltinu með kaffibolla í hendinni.“ Höfundur er Vesturbæingur, íbúi í 104 og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég er fædd og uppalin í Vesturbænum og elska Vesturbæinn heitt, svo heitt að þegar ég flutti að heiman lagði ég mig fram við búa helst þar ef ég bjó á Íslandi. Ég var því ekki alveg viss með það að flytja í 104 þegar ég keypti mína fyrstu íbúð fyrir sjö árum. Næstu íbúð keyptum við kærastinn minn líka í 104 svo síðustu ár hef ég lært að elska Laugardalinn, Langholtið, Sundin og Vogana. Það hefur verið frekar auðvelt því hverfið mitt á svo margt sameiginlegt með Vesturbænum – en hvað þá helst? Jú, þessi hverfi byggðust upp á þeim tíma þegar hverfi Reykjavíkur voru skipulögð út frá fólki en ekki bílum. Tvær kjörbúðir í göngufæri Þetta þýðir að það er dásamlegt að fara um hverfin gangandi, hjólandi, hlaupandi eða á hlaupahjóli. Þetta eru mannvæn, sjálfbær og lifandi hverfi í nálægð við falleg útivistarsvæði. Þá eru hverfin vel tengd almenningssamgöngum, sem ég hef alltaf notað mikið. Nærþjónusta er í göngufæri fjölmargra íbúa. Sem dæmi get ég gengið í tvær kjörbúðir en líka í ísbúð, sundlaug, bakarí, á veitingastað og saumastofu. Glæsibær og Skeifan eru svo í næsta nágrenni með alla sína fjölbreyttu þjónustu, þótt Skeifan sé vissulega ekki sú þægilegasta til að fara um, hvort sem þú ert á bíl, gangandi eða hjólandi. Það mun þó breytast á næstu árum nái uppbyggingaráform borgarinnar á svæðinu fram að ganga. Skýr sýn Viðreisnar í Reykjavík um lifandi hverfi Viðreisn í Reykjavík hefur skýra sýn um hvernig hverfi við viljum skipuleggja og byggja í borginni okkar. Við viljum byggja sjálfbær, lifandi hverfi þar sem er þægilegt fyrir íbúana að fara um gangandi, hjólandi, hlaupandi og á hlaupahjólum. Hverfi sem eru byggð fyrir fólk en ekki bíla og eru vel tengd strætó og síðar Borgarlínu. Orð Hrafnkels Proppé, skipulagsfræðings og fyrrverandi verkefnastjóra Borgarlínunnar, í viðtali við Tímavélina, kosningablað Framtíðarinnar á Seltjarnarnesi, kjarna í raun vel þessa sýn okkar í Viðreisn. Ég fæ því að lokum að vitna í þau orð: „Þó að einkabíllinn hafi auðvitað ennþá yfirhöndina og margt fólk þurfi einkabíl til þess að bera heim bjargir og koma börnum í leikskóla þá eru hjólið, fæturnir og svona kvikir samgöngumátar eins og rafmagnshlaupahjól alltaf að verða stærri og stærri. En lykillinn að því að fólk noti almenningssamgöngur og virka samgöngumáta er einmitt að við þéttum byggð og að við skipuleggjum byggð sem ýtir undir að við mætum fólki sem er á röltinu með kaffibolla í hendinni.“ Höfundur er Vesturbæingur, íbúi í 104 og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar