Tiger og Mickelson skráðir á risamótið í næstu viku Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2022 12:01 Tiger Woods og Phil Mickelson vita báðir hvað til þarf til að vinna PGA-meistaramótið. Getty Tiger Woods og Phil Mickelson hafa báðir skráð sig til keppni á öðru risamóti ársins í golfi, PGA meistaramótinu, sem fram fer í Oklahoma 19.-22. maí. Woods, sem unnið hefur 15 risamót, sneri aftur til keppni á Masters-mótinu í síðasta mánuði en hafði þá verið frá keppni í 14 mánuði eftir lífshættulegt bílslys. Woods endaði í 47. sæti á Masters-mótinu. Hann hefur þegar gefið út að hann stefni á The Open í júlí. Mickelson missti af Masters í fyrsta sinn í 28 ár. Hann hefur ekki spilað síðan í febrúar en hann tók sér hlé frá golfi eftir að hafa misst styrktaraðila og hlotið gagnrýni vegna ummæla um stjórnvöld í Sádí-Arabíu og nýja golfdeild þar í landi. Mickelson, sem er 51 árs, á titil að verja eftir að hafa orðið elsti maðurinn til að vinna risamót þegar hann fagnaði sigri í fyrra. Ljóst er að hann mun þurfa að svara spurningum fjölmiðla á mótinu í næstu viku, í fyrsta sinn í nokkra mánuði, en hann á líkt og Woods enn möguleika á að hætta við mótið. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Woods, sem unnið hefur 15 risamót, sneri aftur til keppni á Masters-mótinu í síðasta mánuði en hafði þá verið frá keppni í 14 mánuði eftir lífshættulegt bílslys. Woods endaði í 47. sæti á Masters-mótinu. Hann hefur þegar gefið út að hann stefni á The Open í júlí. Mickelson missti af Masters í fyrsta sinn í 28 ár. Hann hefur ekki spilað síðan í febrúar en hann tók sér hlé frá golfi eftir að hafa misst styrktaraðila og hlotið gagnrýni vegna ummæla um stjórnvöld í Sádí-Arabíu og nýja golfdeild þar í landi. Mickelson, sem er 51 árs, á titil að verja eftir að hafa orðið elsti maðurinn til að vinna risamót þegar hann fagnaði sigri í fyrra. Ljóst er að hann mun þurfa að svara spurningum fjölmiðla á mótinu í næstu viku, í fyrsta sinn í nokkra mánuði, en hann á líkt og Woods enn möguleika á að hætta við mótið. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira