Hafnarfjörður – barnvænt sveitarfélag? Jóhanna Erla Guðjónsdóttir og Jóhanna Margrét Fleckenstein skrifa 10. maí 2022 13:45 Réttindi barna og ungmenna með margþættar þarfir og fjölskyldna þeirra eiga að vera tryggð með barnaverndarlögum, Barnasáttmálanum, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eða það ætti að minnsta kosti að vera þannig. En er það staðan í dag og hver er munurinn á því að vera barn eða fullorðinn með langvarandi stuðningsþarfir? Það fer eftir því hvernig við horfum á hlutina en í grunninn á ekki að vera neinn munur og allir eiga rétt á sömu þjónustu óháð þörfum hvers og eins. Hafnarfjörður hóf innleiðingu Barnasáttmálans árið 2019 og með innleiðingu hans samþykkti sveitarfélagið að nota hann sem leiðbeinandi viðmið í sínu starfi. Þá ber að horfa þannig á að þó ríkið beri formlega ábyrgð á að uppfylla Barnasáttmálann þá verður hann aldrei að fullu innleiddur inn í íslenskt samfélag nema í samstarfi við íslensk sveitarfélög. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna núna árið 2022 verðum við að skoða með „barnaréttindagleraugum“ hvað Hafnarfjörður sem sveitarfélag er að gera fyrir börnin okkar og spyrja okkur hvort öll börn séu að fá þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Jafnframt því að beina sjónum að þeim skyldum sem okkur ber að vinna samkvæmt á þessu sviði sem sveitarfélag og hvort og hvernig við erum við að sinna því sem okkur ber. Við megum ekki gleyma að á bakvið hvert nafn eða kennitölu á biðlista er manneskja, barn, sem bíður eftir þjónustu og eftir því sem lengra líður eða það verði þjónusturof versnar staða barnsins og um leið fjölskyldunnar og við megum ekki láta það gerast. Við í Framsókn erum stolt af þeirri mikilvægu vinnu sem farið var af stað með árið 2018 að frumkvæði þáverandi félagsmálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, sem lagði grunninn að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) eða Farsældarlögunum eins og þau eru nefnd í daglegu tali. Þessi lög hafa það að meginmarkmiði að stuðla að farsæld barna og tryggja aðgang þeirra og foreldranna að samþættri þjónustu við hæfi hvers og eins án allra hindrana. Farsældarlögin eiga að tryggja réttindi barna í samræmi við gildandi stjórnarskrá, alþjóðlegar mannréttinda skuldbindingar og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þá er sérstök áhersla lögð á samþætta þjónustu sem felur í sér að samfella sé í þjónustunni og hún verði vel skipulögð af þeim þjónustuveitendum sem eru heppilegastir til að mæta þörfum barnsins óháð því hvort hún sé veitt á vettvangi ríkis eða sveitarfélaga. Sú greining sem var gerð við vinnslu frumvarpsins að Farsældarlögunum leiddi í ljós að ávinningur breytinganna fælist m.a. í að fækka áföllum sem börn og fjölskyldur verða fyrir og hins vegar að auka seiglu þeirra og farsæld. Fyrirséð var að á fyrstu árum innleiðingar laganna yrði kostnaðurinn hærri en ávinningurinn, en til lengri tíma litið yrði ávinningurinn mun meiri og vægi hans þyngra og að samþætting í þágu farsældar barna yrði arðbær langtímafjárfesting. Börnin okkar eru jú þau sem taka við af okkur í samfélaginu. Við þurfum að fjárfesta í börnunum okkar því að það mun á endanum skila félagslegum jöfnuði. Við í Framsókn viljum ná samstöðu og samvinnu í bænum til að móta leiðir í formi einstaklingsbundins og snemmtæks stuðnings til samræmis við yfirlýstar nálganir Farsældarlaganna, annarra gildandi laga og mannréttindaskuldbindinga er lúta að réttindamiðaðri þjónustu við börn, því við trúum því að þannig megi best stuðla að farsæld, jafnrétti og tækifærum allra barna í okkar sveitarfélagi, Hafnarfirði. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi, skipar 4. sæti á lista Framsóknar í HafnarfirðiJóhanna Margrét Fleckenstein, framkvæmdarstjóri, skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Réttindi barna Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Réttindi barna og ungmenna með margþættar þarfir og fjölskyldna þeirra eiga að vera tryggð með barnaverndarlögum, Barnasáttmálanum, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eða það ætti að minnsta kosti að vera þannig. En er það staðan í dag og hver er munurinn á því að vera barn eða fullorðinn með langvarandi stuðningsþarfir? Það fer eftir því hvernig við horfum á hlutina en í grunninn á ekki að vera neinn munur og allir eiga rétt á sömu þjónustu óháð þörfum hvers og eins. Hafnarfjörður hóf innleiðingu Barnasáttmálans árið 2019 og með innleiðingu hans samþykkti sveitarfélagið að nota hann sem leiðbeinandi viðmið í sínu starfi. Þá ber að horfa þannig á að þó ríkið beri formlega ábyrgð á að uppfylla Barnasáttmálann þá verður hann aldrei að fullu innleiddur inn í íslenskt samfélag nema í samstarfi við íslensk sveitarfélög. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna núna árið 2022 verðum við að skoða með „barnaréttindagleraugum“ hvað Hafnarfjörður sem sveitarfélag er að gera fyrir börnin okkar og spyrja okkur hvort öll börn séu að fá þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Jafnframt því að beina sjónum að þeim skyldum sem okkur ber að vinna samkvæmt á þessu sviði sem sveitarfélag og hvort og hvernig við erum við að sinna því sem okkur ber. Við megum ekki gleyma að á bakvið hvert nafn eða kennitölu á biðlista er manneskja, barn, sem bíður eftir þjónustu og eftir því sem lengra líður eða það verði þjónusturof versnar staða barnsins og um leið fjölskyldunnar og við megum ekki láta það gerast. Við í Framsókn erum stolt af þeirri mikilvægu vinnu sem farið var af stað með árið 2018 að frumkvæði þáverandi félagsmálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, sem lagði grunninn að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) eða Farsældarlögunum eins og þau eru nefnd í daglegu tali. Þessi lög hafa það að meginmarkmiði að stuðla að farsæld barna og tryggja aðgang þeirra og foreldranna að samþættri þjónustu við hæfi hvers og eins án allra hindrana. Farsældarlögin eiga að tryggja réttindi barna í samræmi við gildandi stjórnarskrá, alþjóðlegar mannréttinda skuldbindingar og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þá er sérstök áhersla lögð á samþætta þjónustu sem felur í sér að samfella sé í þjónustunni og hún verði vel skipulögð af þeim þjónustuveitendum sem eru heppilegastir til að mæta þörfum barnsins óháð því hvort hún sé veitt á vettvangi ríkis eða sveitarfélaga. Sú greining sem var gerð við vinnslu frumvarpsins að Farsældarlögunum leiddi í ljós að ávinningur breytinganna fælist m.a. í að fækka áföllum sem börn og fjölskyldur verða fyrir og hins vegar að auka seiglu þeirra og farsæld. Fyrirséð var að á fyrstu árum innleiðingar laganna yrði kostnaðurinn hærri en ávinningurinn, en til lengri tíma litið yrði ávinningurinn mun meiri og vægi hans þyngra og að samþætting í þágu farsældar barna yrði arðbær langtímafjárfesting. Börnin okkar eru jú þau sem taka við af okkur í samfélaginu. Við þurfum að fjárfesta í börnunum okkar því að það mun á endanum skila félagslegum jöfnuði. Við í Framsókn viljum ná samstöðu og samvinnu í bænum til að móta leiðir í formi einstaklingsbundins og snemmtæks stuðnings til samræmis við yfirlýstar nálganir Farsældarlaganna, annarra gildandi laga og mannréttindaskuldbindinga er lúta að réttindamiðaðri þjónustu við börn, því við trúum því að þannig megi best stuðla að farsæld, jafnrétti og tækifærum allra barna í okkar sveitarfélagi, Hafnarfirði. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi, skipar 4. sæti á lista Framsóknar í HafnarfirðiJóhanna Margrét Fleckenstein, framkvæmdarstjóri, skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar