Minnkum báknið og fækkum borgarfulltrúum Kjartan Magnússon skrifar 11. maí 2022 20:31 Fyrir fjórum árum var borgarfulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 15 í 23 eða um 53%. Fjölgunina mátti rekja til breytinga á sveitarstjórnarlögum, sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG beitti sér fyrir árið 2011 en fjölgunin tók gildi 2018. Nú er komin fjögurra ára reynsla á umrædda breytingu og ekki dettur nokkrum manni í hug að vinnbrögð borgastjórnar hafi batnað á þessum tíma þrátt fyrir þessa miklu fjölgun og kostnaðarauka. Á sínum tíma kom fram að borgarfulltrúar Samfylkingar og VG hefðu átt frumkvæði að breytingu ákvæðisins og orðið hefði verið við því vegna þrábeiðni þeirra. Þegar umrætt lagaákvæði var samþykkt var Dagur B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar og sat þingflokksfundi hennar sem slíkur. Stærra stjórnsýslubákn Fjölgun borgarfulltrúa um 53%, úr 15 í 23, hefur engu skilað nema auknum launagreiðslum til borgarfulltrúa, stærra bákni, auknum kerfiskostnaði og þá hefur óráðsían í rekstri borgarinnar aukist. Umrædd lagabreyting vinstri flokkanna hefur ekki einungis haft áhrif á fjölgun kjörinna fulltrúa í Reykjavík heldur einnig í nokkrum fleiri sveitarfélögum. Það hefur einnig haft áhrif til fjölgunar bæjarfulltrúa í Garðabæ, Mofellsbæ og Vestmannaeyjabæ í mikilli óþökk meirihluta íbúa og bæjarfulltrúa í þessum sveitarfélögum, sem eru ekki sammála Samfylkingunni og VG um að æskilegt sé að stækka stjórnsýslubáknið. Allt frá því umrætt lagaákvæði var samþykkt árið 2011, hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins oft lagt til að borgarstjórn óski eftir því við Alþingi að lögunum verði breytt, þannig að heimilt verði á ný að fækka borgarfulltrúum í 15, kjósi borgarstjórn það. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og aðrir borgarfulltrúar Samfylkingar og VG, hafa aldrei viljað samþykkja slíkar tillögur heldur fellt þær, svæft eða vísað frá. Sjálfstjórn sveitarfélaga Allir þingmenn og sveitarstjórnarmenn eru a.m.k. í orði kveðnu sammála því að sveitarfélög eigi að hafa sem mest að segja um skipulag stjórnsýslu sinnar. Þrátt fyrir tyllidagaskvaldur Samfylkingar um víðtæka sjálfstjórn og sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga, vilja þingmenn og borgarfulltrúar hennar þvinga Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög með lagaboði til að stækka of stórt bákn enn frekar með því að fjölga kjörnum fulltrúum. Þegar ég tók sæti á Alþingi sem varamaður í vetur, lagði ég fram frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Breytingin felur í sér að svigrúm sveitarfélaga verði aukið til að ákveða fjölgda kjörinna fulltrúa í sveitarfstjórnum sínum. Í tilviki Reykjavíkur verði t.d. afnumin sú skylda að hafa borgarfulltrúa ekki færri en 23. Verði frumvarpið að lögum yrði einungis um heimild að ræða þannig að borgarstjórn geti t.d. sjálf ákveðið hvort hún vilji hafa borgarfulltrúa 23 eða 15 eins og var lengi vel. Frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu á þinginu í vetur. Borgarfulltrúar XD munu halda áfram baráttu sinni fyrir því að borgarfulltrúum verði aftur fækkað í 15. Þannig yrði að sjálfsögðu dregið úr kostnaði í borgarkerfinu, sem og flækjustigi þess. Með slíkri breytingu myndi borgarstjórn sjálf auk þess ganga á undan með góðu fordæmi varðandi þá víðtæku hagræðingu sem þarf að eiga sér stað í borgarkerfinu. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum var borgarfulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 15 í 23 eða um 53%. Fjölgunina mátti rekja til breytinga á sveitarstjórnarlögum, sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG beitti sér fyrir árið 2011 en fjölgunin tók gildi 2018. Nú er komin fjögurra ára reynsla á umrædda breytingu og ekki dettur nokkrum manni í hug að vinnbrögð borgastjórnar hafi batnað á þessum tíma þrátt fyrir þessa miklu fjölgun og kostnaðarauka. Á sínum tíma kom fram að borgarfulltrúar Samfylkingar og VG hefðu átt frumkvæði að breytingu ákvæðisins og orðið hefði verið við því vegna þrábeiðni þeirra. Þegar umrætt lagaákvæði var samþykkt var Dagur B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar og sat þingflokksfundi hennar sem slíkur. Stærra stjórnsýslubákn Fjölgun borgarfulltrúa um 53%, úr 15 í 23, hefur engu skilað nema auknum launagreiðslum til borgarfulltrúa, stærra bákni, auknum kerfiskostnaði og þá hefur óráðsían í rekstri borgarinnar aukist. Umrædd lagabreyting vinstri flokkanna hefur ekki einungis haft áhrif á fjölgun kjörinna fulltrúa í Reykjavík heldur einnig í nokkrum fleiri sveitarfélögum. Það hefur einnig haft áhrif til fjölgunar bæjarfulltrúa í Garðabæ, Mofellsbæ og Vestmannaeyjabæ í mikilli óþökk meirihluta íbúa og bæjarfulltrúa í þessum sveitarfélögum, sem eru ekki sammála Samfylkingunni og VG um að æskilegt sé að stækka stjórnsýslubáknið. Allt frá því umrætt lagaákvæði var samþykkt árið 2011, hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins oft lagt til að borgarstjórn óski eftir því við Alþingi að lögunum verði breytt, þannig að heimilt verði á ný að fækka borgarfulltrúum í 15, kjósi borgarstjórn það. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og aðrir borgarfulltrúar Samfylkingar og VG, hafa aldrei viljað samþykkja slíkar tillögur heldur fellt þær, svæft eða vísað frá. Sjálfstjórn sveitarfélaga Allir þingmenn og sveitarstjórnarmenn eru a.m.k. í orði kveðnu sammála því að sveitarfélög eigi að hafa sem mest að segja um skipulag stjórnsýslu sinnar. Þrátt fyrir tyllidagaskvaldur Samfylkingar um víðtæka sjálfstjórn og sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga, vilja þingmenn og borgarfulltrúar hennar þvinga Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög með lagaboði til að stækka of stórt bákn enn frekar með því að fjölga kjörnum fulltrúum. Þegar ég tók sæti á Alþingi sem varamaður í vetur, lagði ég fram frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Breytingin felur í sér að svigrúm sveitarfélaga verði aukið til að ákveða fjölgda kjörinna fulltrúa í sveitarfstjórnum sínum. Í tilviki Reykjavíkur verði t.d. afnumin sú skylda að hafa borgarfulltrúa ekki færri en 23. Verði frumvarpið að lögum yrði einungis um heimild að ræða þannig að borgarstjórn geti t.d. sjálf ákveðið hvort hún vilji hafa borgarfulltrúa 23 eða 15 eins og var lengi vel. Frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu á þinginu í vetur. Borgarfulltrúar XD munu halda áfram baráttu sinni fyrir því að borgarfulltrúum verði aftur fækkað í 15. Þannig yrði að sjálfsögðu dregið úr kostnaði í borgarkerfinu, sem og flækjustigi þess. Með slíkri breytingu myndi borgarstjórn sjálf auk þess ganga á undan með góðu fordæmi varðandi þá víðtæku hagræðingu sem þarf að eiga sér stað í borgarkerfinu. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun