Það sem enginn vill ræða en allir vilja hafa Guðlaug Svala Kristjánsdóttir skrifar 12. maí 2022 10:00 Sveitarfélögum ber að tryggja mannréttindi og sjá til þess að allir hafi jöfn tækifæri. Það þýðir þó ekki að öllum eigi alltaf að bjóðast það sama – því sum okkar þurfa meiri stuðning til að geta nýtt tækifærin til jafns. Við skiljum þetta flest en þó getur verið ótrúlega erfitt að koma þeim skilningi í framkvæmd. Málefni fatlaðra, öryrkja og þeirra sem þurfa félagslegan stuðning eru meðal þess sem jafnan mælist minnst ánægja með í könnunum um þjónustu Hafnarfjarðar. Íbúum finnst aldrei nógu vel gert í þessum málum, enda sýnir sig að aldrei má sofna á verðinum ef ekki á hreinlega að verða afturför í mannréttindum frá ári til árs. Þrýstingur á flokka og framboð – sem og umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda kosninga – endurspeglar þó aldrei þennan veruleika. Sjúkraþjálfarinn í mér Ég er menntuð í fagi sem styður fólk frá vöggu til grafar og á öllum stigum getu og heilsu. Mín köllun í faginu var þó alltaf sú að styðja fólk við að komast „úr mínus í núll“ ef svo má segja. Ég vann með fötluðum og langveikum, á bráðadeildum og gjörgæslu og með barnshafandi konum sem glímdu við vanheilsu á meðgöngu. Ég er á svipuðum slóðum í bæjarmálunum og hef öðru fremur beitt mér á þeim sviðum sem styðja fólk til að finna sinn stað í samfélaginu, komast leiðar sinnar og njóta eðlilegra (og lögbundinna!) réttinda. Réttindi til sjálfstæðs lífs, til að ákveða eigin búsetu og stuðning, ættu að vera sjálfsögð og auðsótt en eru þó í sífelldri hættu. Ef ekki er staðinn virkur vörður um þau þá hallar undan fæti. Þetta hljómar kannski svartsýnt hjá mér en er einfaldlega veruleikinn. Það þekkja öll þau sem reiða sig á hvers kyns þjónustu í daglegu lífi. Má þarna nefna stuðning við börn í skólum, liðveislu, ferðaþjónustu, framboð á sjálfstæðri búsetu, starfsframboð, heimaþjónustu og liðveislu. Það liggur við að það sé erfiðara að berjast fyrir þessum málum sem bæjarfulltrúi en sem utanaðkomandi hagsmunaaðili. Ætli eitt sveitarfélag að gera úrbætur kemur oft hjóð úr horni annars staðar frá, þar sem upp kemur ótti við fordæmi sem þarf að fylgja. Því þarf sífellt að hjálpa dropanum að hola steininn. Málefni fatlaðra, öryrkja og umbjóðenda félagsþjónustunnar eru nefnilega alltof oft rædd sem beinn kostnaður, en ekki sem fjárfesting á borð við húsbyggingar. Það er mjög öfugsnúið, því sveitarfélag sem ekki fjárfestir í öllu sínu fólki, hvar á vegi sem það er statt, getur varla talist hafa efni á því að bera höfuðið hátt. Áherslur Bæjarlistans í Hafnarfirði í málefnum fatlaðra, öryrkja og jaðarsettra hópa Bæjarlistinn leggur meðal annars áherslu á nýsköpun í atvinnu- og búsetumálum fatlaðra. Við viljum standa vörð um NPA samninga og að bæjarbúar sitji við sama borð þegar þjónusta til sjálfstæðs lífs er annars vegar. Við bendum á að fjölga þarf úrræðum fyrir ungmenni sem glíma við fíkn og geðræn vandamál og styðja við skólabörn og fjölskyldur með fjölþættri aðkomu fagfólks svo sem þroskaþjálfa, sálfræðinga og iðjuþjálfa. Við höfum sáralítið verið spurð um þessar áherslur eða þessa málaflokka og þykir mér þau hafa fallið í skuggann af annarri umræðu. Þess vegna skrifa ég þessar línur. Það mun nefnilega án efa sýna sig í næstu þjónustukönnun – sem endranær – að bæjarbúar eru síst af öllu ánægðir með það hvernig Hafnarfjörður sinnir þeim íbúum sem þurfa stuðning til að blómstra í lífinu. Við í Bæjarlistanum viljum gera okkar til að bæta úr því. Það skiptir nefnilega ekki bara máli hver er aðal, heldur líka hvaða raddir fá að heyrast í bæjarstjórninni hverju sinni. Því biðjum við bæjarbúa að skoða hvað við höfum staðið fyrir undanfarin 4 ár og hvað við viljum gera í næstu fjögur. Höfundur er fráfarandi oddviti Bæjarlistans Hafnarfirði og skipar nú 4. sæti listans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögum ber að tryggja mannréttindi og sjá til þess að allir hafi jöfn tækifæri. Það þýðir þó ekki að öllum eigi alltaf að bjóðast það sama – því sum okkar þurfa meiri stuðning til að geta nýtt tækifærin til jafns. Við skiljum þetta flest en þó getur verið ótrúlega erfitt að koma þeim skilningi í framkvæmd. Málefni fatlaðra, öryrkja og þeirra sem þurfa félagslegan stuðning eru meðal þess sem jafnan mælist minnst ánægja með í könnunum um þjónustu Hafnarfjarðar. Íbúum finnst aldrei nógu vel gert í þessum málum, enda sýnir sig að aldrei má sofna á verðinum ef ekki á hreinlega að verða afturför í mannréttindum frá ári til árs. Þrýstingur á flokka og framboð – sem og umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda kosninga – endurspeglar þó aldrei þennan veruleika. Sjúkraþjálfarinn í mér Ég er menntuð í fagi sem styður fólk frá vöggu til grafar og á öllum stigum getu og heilsu. Mín köllun í faginu var þó alltaf sú að styðja fólk við að komast „úr mínus í núll“ ef svo má segja. Ég vann með fötluðum og langveikum, á bráðadeildum og gjörgæslu og með barnshafandi konum sem glímdu við vanheilsu á meðgöngu. Ég er á svipuðum slóðum í bæjarmálunum og hef öðru fremur beitt mér á þeim sviðum sem styðja fólk til að finna sinn stað í samfélaginu, komast leiðar sinnar og njóta eðlilegra (og lögbundinna!) réttinda. Réttindi til sjálfstæðs lífs, til að ákveða eigin búsetu og stuðning, ættu að vera sjálfsögð og auðsótt en eru þó í sífelldri hættu. Ef ekki er staðinn virkur vörður um þau þá hallar undan fæti. Þetta hljómar kannski svartsýnt hjá mér en er einfaldlega veruleikinn. Það þekkja öll þau sem reiða sig á hvers kyns þjónustu í daglegu lífi. Má þarna nefna stuðning við börn í skólum, liðveislu, ferðaþjónustu, framboð á sjálfstæðri búsetu, starfsframboð, heimaþjónustu og liðveislu. Það liggur við að það sé erfiðara að berjast fyrir þessum málum sem bæjarfulltrúi en sem utanaðkomandi hagsmunaaðili. Ætli eitt sveitarfélag að gera úrbætur kemur oft hjóð úr horni annars staðar frá, þar sem upp kemur ótti við fordæmi sem þarf að fylgja. Því þarf sífellt að hjálpa dropanum að hola steininn. Málefni fatlaðra, öryrkja og umbjóðenda félagsþjónustunnar eru nefnilega alltof oft rædd sem beinn kostnaður, en ekki sem fjárfesting á borð við húsbyggingar. Það er mjög öfugsnúið, því sveitarfélag sem ekki fjárfestir í öllu sínu fólki, hvar á vegi sem það er statt, getur varla talist hafa efni á því að bera höfuðið hátt. Áherslur Bæjarlistans í Hafnarfirði í málefnum fatlaðra, öryrkja og jaðarsettra hópa Bæjarlistinn leggur meðal annars áherslu á nýsköpun í atvinnu- og búsetumálum fatlaðra. Við viljum standa vörð um NPA samninga og að bæjarbúar sitji við sama borð þegar þjónusta til sjálfstæðs lífs er annars vegar. Við bendum á að fjölga þarf úrræðum fyrir ungmenni sem glíma við fíkn og geðræn vandamál og styðja við skólabörn og fjölskyldur með fjölþættri aðkomu fagfólks svo sem þroskaþjálfa, sálfræðinga og iðjuþjálfa. Við höfum sáralítið verið spurð um þessar áherslur eða þessa málaflokka og þykir mér þau hafa fallið í skuggann af annarri umræðu. Þess vegna skrifa ég þessar línur. Það mun nefnilega án efa sýna sig í næstu þjónustukönnun – sem endranær – að bæjarbúar eru síst af öllu ánægðir með það hvernig Hafnarfjörður sinnir þeim íbúum sem þurfa stuðning til að blómstra í lífinu. Við í Bæjarlistanum viljum gera okkar til að bæta úr því. Það skiptir nefnilega ekki bara máli hver er aðal, heldur líka hvaða raddir fá að heyrast í bæjarstjórninni hverju sinni. Því biðjum við bæjarbúa að skoða hvað við höfum staðið fyrir undanfarin 4 ár og hvað við viljum gera í næstu fjögur. Höfundur er fráfarandi oddviti Bæjarlistans Hafnarfirði og skipar nú 4. sæti listans.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun