Oddvitar Framsóknarflokksins boða ekki farsæld fyrir öll börn Lúðvík Júlíusson skrifar 12. maí 2022 11:15 Oddvitar Framsóknarflokksins skrifa saman grein um farsæld fyrir börn, “Farsæl born á höfuðborgarsvæðinu.” Ég verð að benda á nokkrar staðreyndarvillur í málflutningi þeirra. Þeir fara ekki með rétt mál. Þeir skrifa: „Þau lög [farsældarlögin] boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.” og „.. einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra” Þetta er rangt. Hið rétta er að þjónustan er takmörkuð við lögheimili barns. Enn er gert ráð fyrir því að foreldri sem fær barn í umgengni, viku-viku og deilir forsjá með hinu foreldrinu hafi ekki rétt á að sækja um þjónustu, fá að vera með þegar þjónusta er veitt, fá að vera á teymisfundum, fá upplýsingar með eðlilegum hætti og vera barni sínu til halds og trausts. Foreldrið fær ekki einu sinni málastjóra eða tengilið. Hér er ekki hugsað um hagsmuni barnsins. Það hafa ekki öll börn eða foreldrar sem á þurfa að halda aðgang að þjónustu án hindrana og að þjónustan komi til barnsins. Svo ég bendi aftur á svör sem ég hef fengið við fyrirspurnum mínum: „Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fela ekki í sér breytingar á rétti til aðgangs að einstökum þjónustuþáttum og fela því ekki í sér aðgengi allra foreldra að allri þjónustu fyrir barnið.“ og „Aðkoma þeirra [foreldra] er mismunandi eftir því hver staða þeirra er á grundvelli annarra laga og reglna.“ Ekkert að gerast í málefnum barna með fötlun Þegar frumvarp um ”skipta búsetu” var samþykkt þá átti að skipa nefndir sem áttu að fjalla um stöðu fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum. Í lögunum stendur: „Hver starfshópur skili niðurstöðum sínum eigi síðar en 1. október 2021. Ráðherra í hverju ráðuneyti leggi, eftir atvikum, fram frumvarp sem byggist á niðurstöðum viðkomandi starfshóps eigi síðar en 1. nóvember 2021.” Enginn starfshópur hefur skilað niðurstöðu og ekkert frumvarp hefur litið dagsins ljós. Það er ekkert að gerast í þessum málum. Oft geta þetta verið fordómar sem stöðva okkur. Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki þjónustu á grundvelli litarháttar þess? Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki viðunandi þjónustu vegna þess að foreldrar búa ekki saman? Á Íslandi í dag eru börn ekki að fá þjónustu vegna hjúskaparstöðu foreldra. Finnst ykkur það í lagi? Það eru ekki foreldrarnir sem eru að deila heldur er þetta einföld ákvörðun sveitarfélags sem hindrar þátttöku, fulla aðild foreldra og rétt barns til þroska. Í Kópavogi, þar sem Framsóknarflokkurinn hefur verið í meirihluta þá er það yfirlýst stefna að aðeins lögheimilisforeldri barns geti sótt um og fengið þjónustu. Þjónustan er aðeins veitt því foreldri sem sækir um. Spáið í því hvað þetta er siðferðilega rangt og einkennilegt að hafna því að veita foreldrum og barni þjónustu og stuðning. Þau börn sem búa á tveimur heimilum eru oft í viðkvæmri stöðu vegna mikillar umönnunarbyrði, mikils kostnaðar, lágra tekna foreldra o.s.fr.v. Hvers vegna eru engar tillögur og engin frumvörp sem tryggja þátttöku þessara barna og foreldra þeirra í úrræðum í farsældarlögunum? Framsóknarmenn vita að farsældin nær ekki til allra barna Framsóknarmenn vita af þessum ágöllum. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur bent á að lög tryggi ekki réttindi þessara barna og að það brjóti á réttindum þeirra sem barnasáttmáli SÞ á að tryggja þeim. Umboðsmaður Alþingis segir að engin lög veiti foreldrum(jafnvel forsjárforeldrum) hafi þeir ekki lögheimili barna sinna aðild að málum og þjónustu og jafnvel Persónuvernd hefur úrskurðað um réttindaleysi barna og foreldra. Ég hef áður skrifað um þessi mál og óskað eftir því að heyra í fólki ef það telur að ég hafi rangt fyrir mér. Enginn hefur haft samband til að leiðrétta mig. Ég býð oddvitum Framsóknarflokksins að hafa samband við mig ef þeir telja eitthvað af því sem ég skrifa vera rangt. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með? Framsóknarflokkurinn ætti að tala minna og vinna meira. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Oddvitar Framsóknarflokksins skrifa saman grein um farsæld fyrir börn, “Farsæl born á höfuðborgarsvæðinu.” Ég verð að benda á nokkrar staðreyndarvillur í málflutningi þeirra. Þeir fara ekki með rétt mál. Þeir skrifa: „Þau lög [farsældarlögin] boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.” og „.. einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra” Þetta er rangt. Hið rétta er að þjónustan er takmörkuð við lögheimili barns. Enn er gert ráð fyrir því að foreldri sem fær barn í umgengni, viku-viku og deilir forsjá með hinu foreldrinu hafi ekki rétt á að sækja um þjónustu, fá að vera með þegar þjónusta er veitt, fá að vera á teymisfundum, fá upplýsingar með eðlilegum hætti og vera barni sínu til halds og trausts. Foreldrið fær ekki einu sinni málastjóra eða tengilið. Hér er ekki hugsað um hagsmuni barnsins. Það hafa ekki öll börn eða foreldrar sem á þurfa að halda aðgang að þjónustu án hindrana og að þjónustan komi til barnsins. Svo ég bendi aftur á svör sem ég hef fengið við fyrirspurnum mínum: „Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fela ekki í sér breytingar á rétti til aðgangs að einstökum þjónustuþáttum og fela því ekki í sér aðgengi allra foreldra að allri þjónustu fyrir barnið.“ og „Aðkoma þeirra [foreldra] er mismunandi eftir því hver staða þeirra er á grundvelli annarra laga og reglna.“ Ekkert að gerast í málefnum barna með fötlun Þegar frumvarp um ”skipta búsetu” var samþykkt þá átti að skipa nefndir sem áttu að fjalla um stöðu fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum. Í lögunum stendur: „Hver starfshópur skili niðurstöðum sínum eigi síðar en 1. október 2021. Ráðherra í hverju ráðuneyti leggi, eftir atvikum, fram frumvarp sem byggist á niðurstöðum viðkomandi starfshóps eigi síðar en 1. nóvember 2021.” Enginn starfshópur hefur skilað niðurstöðu og ekkert frumvarp hefur litið dagsins ljós. Það er ekkert að gerast í þessum málum. Oft geta þetta verið fordómar sem stöðva okkur. Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki þjónustu á grundvelli litarháttar þess? Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki viðunandi þjónustu vegna þess að foreldrar búa ekki saman? Á Íslandi í dag eru börn ekki að fá þjónustu vegna hjúskaparstöðu foreldra. Finnst ykkur það í lagi? Það eru ekki foreldrarnir sem eru að deila heldur er þetta einföld ákvörðun sveitarfélags sem hindrar þátttöku, fulla aðild foreldra og rétt barns til þroska. Í Kópavogi, þar sem Framsóknarflokkurinn hefur verið í meirihluta þá er það yfirlýst stefna að aðeins lögheimilisforeldri barns geti sótt um og fengið þjónustu. Þjónustan er aðeins veitt því foreldri sem sækir um. Spáið í því hvað þetta er siðferðilega rangt og einkennilegt að hafna því að veita foreldrum og barni þjónustu og stuðning. Þau börn sem búa á tveimur heimilum eru oft í viðkvæmri stöðu vegna mikillar umönnunarbyrði, mikils kostnaðar, lágra tekna foreldra o.s.fr.v. Hvers vegna eru engar tillögur og engin frumvörp sem tryggja þátttöku þessara barna og foreldra þeirra í úrræðum í farsældarlögunum? Framsóknarmenn vita að farsældin nær ekki til allra barna Framsóknarmenn vita af þessum ágöllum. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur bent á að lög tryggi ekki réttindi þessara barna og að það brjóti á réttindum þeirra sem barnasáttmáli SÞ á að tryggja þeim. Umboðsmaður Alþingis segir að engin lög veiti foreldrum(jafnvel forsjárforeldrum) hafi þeir ekki lögheimili barna sinna aðild að málum og þjónustu og jafnvel Persónuvernd hefur úrskurðað um réttindaleysi barna og foreldra. Ég hef áður skrifað um þessi mál og óskað eftir því að heyra í fólki ef það telur að ég hafi rangt fyrir mér. Enginn hefur haft samband til að leiðrétta mig. Ég býð oddvitum Framsóknarflokksins að hafa samband við mig ef þeir telja eitthvað af því sem ég skrifa vera rangt. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með? Framsóknarflokkurinn ætti að tala minna og vinna meira. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun