Jafnrétti í Hafnarfjörð Smári Jökull Jónsson skrifar 13. maí 2022 09:31 Afleiðingar af kynbundnu ofbeldi eru alvarlegar fyrir þolendur, sem skerða lífsgæði þeirra mikið og geta endað með sjálfsvígi. Það er mikilvægt lýðheilsumál að ráðast í aðgerðir gegn ofbeldismenningu. Kynjamisrétti er ein stærsta ástæðan fyrir kynbundnu ofbeldi, hlutgervingu og afmennskun kvenna og hinsegin fólks. Staðan er þannig árið 2021 að brotaþolar kynferðisbrota voru í 85% tilvika konur, en 15% karlar. Í 94% tilfella eru karlar gerendur en í 6% tilfella eru konur gerendur. Í heimilisofbeldismálum eru karlar gerendur í rúmum 79% tilfella og konur brotaþolar í um 67% mála. Í þessum gögnum er ekki að finna greinanlegar upplýsingar um ofbeldi gegn kvárum eða öðru transfólki en samkvæmt mörgum erlendum rannsóknum eru ofbeldi og fordómar gegn þeim hópi gífurlega algengt. Karlmenn eru gerendur í yfirgnæfandi meirihluta og konur þolendur. Ofbeldi í íslensku samfélagi er stórt og alvarlegt vandamál. Kynbundið ofbeldi heldur konum, stúlkum og hinsegin fólki niðri í samfélaginu. Píratar í Hafnarfirði vilja markvissar aðgerðir gegn misrétti og ofbeldismenningu. Við viljum vandaða geðþjónustu í skólakerfið og áfallamiðaða nálgun í þjónustu við ungmenni og viðkvæma hópa. Við í Pírötum í Hafnarfirði styðjum heilshugar þá hugmynd forkonu Jafnréttisnefndar KÍ um að jafnréttiskennsla þurfi að fara fram á öllum skólastigum. Það væri stór þáttur í að efla jafnréttisvitund ungra Hafnfirðinga ásamt því að jafna kjör kynjanna. Jafnréttisfræðsla myndi byggja á faglegum grunni, þar sem nemendur yrðu frædd á viðeigandi hátt eftir aldri um jafnrétti í víðum skilningi. Þessu tengt vilja Píratar í Hafnarfirði jafnframt áframhaldandi þjónustusamninga við Samtökin 78 um fræðslu til grunnskólanema, starfsfólks og til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Píratar í Hafnarfirði standa fyrir samráði við fólk um ákvarðanir er varðar það sjálft. Á meðal þeirra verkefna sem Hafnarfjörður stendur frammi fyrir þegar kemur að kynsegin fólki og transfólki er að uppfæra aðstöðu í stofnunum bæjarins. Það er nauðsynlegt að öllu trans og kynsegin fólki Hafnarfjarðar líði vel hér. Í því samhengi þarf Hafnarfjörður að standa sig þegar kemur að innviðum. Transfólk og kynsegin fólk sem ekki vill nota kvennaklefa eða karlaklefa í íþróttum og sundi þarf að fá klefa sem hentar þeim. Þessu þarf að huga að þegar ný íþróttamannvirki eru byggð hér í bæ og hugsa þarf í lausnum í því húsnæði sem nú þegar er til staðar. Hafnarfjörður er ljósárum á eftir höfuðborginni hvað varðar jafnréttismál. Það er löngu kominn tími á að við tökum upp kynjuð fjármál sem taka tillit til fjölbreytileika íbúa og þannig ætlum við Píratar í Hafnarfirði að tryggja að ráðist sé í nauðsynlegar úrbætur. Hildur Björg Vilhjálmsdóttir er náms- og starfsráðgjafi og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir er mannfræðingur og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Píratar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Afleiðingar af kynbundnu ofbeldi eru alvarlegar fyrir þolendur, sem skerða lífsgæði þeirra mikið og geta endað með sjálfsvígi. Það er mikilvægt lýðheilsumál að ráðast í aðgerðir gegn ofbeldismenningu. Kynjamisrétti er ein stærsta ástæðan fyrir kynbundnu ofbeldi, hlutgervingu og afmennskun kvenna og hinsegin fólks. Staðan er þannig árið 2021 að brotaþolar kynferðisbrota voru í 85% tilvika konur, en 15% karlar. Í 94% tilfella eru karlar gerendur en í 6% tilfella eru konur gerendur. Í heimilisofbeldismálum eru karlar gerendur í rúmum 79% tilfella og konur brotaþolar í um 67% mála. Í þessum gögnum er ekki að finna greinanlegar upplýsingar um ofbeldi gegn kvárum eða öðru transfólki en samkvæmt mörgum erlendum rannsóknum eru ofbeldi og fordómar gegn þeim hópi gífurlega algengt. Karlmenn eru gerendur í yfirgnæfandi meirihluta og konur þolendur. Ofbeldi í íslensku samfélagi er stórt og alvarlegt vandamál. Kynbundið ofbeldi heldur konum, stúlkum og hinsegin fólki niðri í samfélaginu. Píratar í Hafnarfirði vilja markvissar aðgerðir gegn misrétti og ofbeldismenningu. Við viljum vandaða geðþjónustu í skólakerfið og áfallamiðaða nálgun í þjónustu við ungmenni og viðkvæma hópa. Við í Pírötum í Hafnarfirði styðjum heilshugar þá hugmynd forkonu Jafnréttisnefndar KÍ um að jafnréttiskennsla þurfi að fara fram á öllum skólastigum. Það væri stór þáttur í að efla jafnréttisvitund ungra Hafnfirðinga ásamt því að jafna kjör kynjanna. Jafnréttisfræðsla myndi byggja á faglegum grunni, þar sem nemendur yrðu frædd á viðeigandi hátt eftir aldri um jafnrétti í víðum skilningi. Þessu tengt vilja Píratar í Hafnarfirði jafnframt áframhaldandi þjónustusamninga við Samtökin 78 um fræðslu til grunnskólanema, starfsfólks og til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Píratar í Hafnarfirði standa fyrir samráði við fólk um ákvarðanir er varðar það sjálft. Á meðal þeirra verkefna sem Hafnarfjörður stendur frammi fyrir þegar kemur að kynsegin fólki og transfólki er að uppfæra aðstöðu í stofnunum bæjarins. Það er nauðsynlegt að öllu trans og kynsegin fólki Hafnarfjarðar líði vel hér. Í því samhengi þarf Hafnarfjörður að standa sig þegar kemur að innviðum. Transfólk og kynsegin fólk sem ekki vill nota kvennaklefa eða karlaklefa í íþróttum og sundi þarf að fá klefa sem hentar þeim. Þessu þarf að huga að þegar ný íþróttamannvirki eru byggð hér í bæ og hugsa þarf í lausnum í því húsnæði sem nú þegar er til staðar. Hafnarfjörður er ljósárum á eftir höfuðborginni hvað varðar jafnréttismál. Það er löngu kominn tími á að við tökum upp kynjuð fjármál sem taka tillit til fjölbreytileika íbúa og þannig ætlum við Píratar í Hafnarfirði að tryggja að ráðist sé í nauðsynlegar úrbætur. Hildur Björg Vilhjálmsdóttir er náms- og starfsráðgjafi og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir er mannfræðingur og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun