Gróðahyggjan má ekki ráða öllu Magnús Guðmundsson skrifar 13. maí 2022 10:50 Takk fyrir VG í Múlaþingi að styðja okkur, sem erum andvíg laxeldi í Seyðisfirði. Þingmaður VG í kjördæminu er á sömu skoðun. Nú þurfum við formann VG og forsætisráðherra líka í liðið. Við getum ekki látið fólk standa á Austurvelli út af öllum málum, sem eru afgreidd í bakherbergjum í skjóli nætur. „Takk Magnús fyrir að benda á það augljósa“, var sagt eftir síðustu grein. Ekkert að þakka, staðreyndirnar eru augljósar. Kvíar eru langt inni á siglingaleiðinni um Seyðisfjörð og akkerisfestingar þeirra mega ekki vera inni á helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Skipulagsstofnun bendir skýrt á þetta í sínum niðurstöðum, en það er eins og sveitarstjórnarfólk í Múlaþingi hafi lesið einhverjar aðrar niðurstöður eða loki vísvitandi augunum fyrir þessum staðreyndum. Sama má segja um snjóflóðahættuna í Selsstaðavík, sem ógnar fyrirhuguðum kvíum á þeim stað. Lítið eða ekkert hefur verið rætt um þessar alvarlegu staðreyndir á opinberum vettvangi í aðdraganda kosninga. Er það hreinlega bannað? Fyrir utan allt annað fellir þetta tvennt laxeldisáformin og hlýtur að leiða til þess að starfsleyfi verði ekki gefið út. Í staðin er hamrað á nýjum störfum og miklum peningum inn í bæinn. Þversögnin kom svo á framboðsfundi : „ ... fáum litlar tekjur af því sem er synd ...“. Hvað er í gangi? Ég man ekki betur en að Fjarðabyggð hafi kvartað í vetur yfir litlum tekjum af kvíaeldinu og ójafnri tekjuskiptingu sveitarfélaga af fiskeldinu. Hvaða miklu peninga er verið að tala um að komi inn í samfélagið á Seyðisfirði umfram það sem gerist annars staðar? Ég talaði við einn af fyrrverandi skipstjórum Gullvers. Hann sagðist í sjálfu sér ekki hafa áhyggjur að togaranum í þrengdri siglingaleið. En togarinn er bara lítið brot af stærð margra skipa, sem fara um fjörðinn. Samgöngustofa telur brýnt að ávallt sé leitað álits heimamanna og annarra, sem reglulega sigla um fjörðinn. Nei, Fiskeldi Austurlands(FA) virðist ekki hafa gert það, og telur sig ekki þurfa að svara eða útskýra neitt eða fara að neinum lögum og reglum. Það virðist allt renna sjálfkrafa í gegn hjá stofnunum ríkisins. Alla vega sagði oddviti Framsóknarflokksins á framboðsfundi: „ .. svo virðist sem fátt komi í veg fyrir að eldi fari af stað í firðinum..“ Einhverja vitneskju virðist hún hafa þó leyfi hafi ekki enn verið gefið út. Þarna væri nær að viðurkenna staðreyndir málsins og benda formanni Framsóknarflokksins, sem er innviðaráðherra landsins, á hversu harkalega er þrengt að siglingaleiðinni um Seyðisfjörð og öryggi Farice-1, strengs allra landsmanna. Sá strengur er lykilhlekkur í samskiptum Íslands við umheiminn. Innviðaráðherra ber ábyrgð á hvoru tveggja. Öryggi þessara innviða er grafalvarlegt mál, sem þarf að taka föstum tökum. Gróðahyggjan má ekki ráða öllu. Sýnum virðingu og stöndum í lappirnar með meirihluta Seyðfirðinga og fjarskiptaöryggi allra landsmanna. Svo mættu kjörnir fulltrúar í Múlaþingi beina nokkrum spurningum til FA. Hvað verða heils árs störf á Seyðisfirð í alvöru mörg við fiskeldi í firðinum? Hver er gerð og stærð pramma, sem þarf við fiskeldið? Vitið þið hvað þið eruð að biðja um stórt kvía og athafnasvæði í Sörlastaðavík? Gerið þið ykkur grein fyrir þrengd fjarðarins þar sem þið farið fram á eldið? Hvert er svar ykkar við neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, sem bent er á í niðurstöðu Skipulagsstofnunar? Ætlið þið að halda áfram þvert á vilja meirihluta íbúa? Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fiskeldi Magnús Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Takk fyrir VG í Múlaþingi að styðja okkur, sem erum andvíg laxeldi í Seyðisfirði. Þingmaður VG í kjördæminu er á sömu skoðun. Nú þurfum við formann VG og forsætisráðherra líka í liðið. Við getum ekki látið fólk standa á Austurvelli út af öllum málum, sem eru afgreidd í bakherbergjum í skjóli nætur. „Takk Magnús fyrir að benda á það augljósa“, var sagt eftir síðustu grein. Ekkert að þakka, staðreyndirnar eru augljósar. Kvíar eru langt inni á siglingaleiðinni um Seyðisfjörð og akkerisfestingar þeirra mega ekki vera inni á helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Skipulagsstofnun bendir skýrt á þetta í sínum niðurstöðum, en það er eins og sveitarstjórnarfólk í Múlaþingi hafi lesið einhverjar aðrar niðurstöður eða loki vísvitandi augunum fyrir þessum staðreyndum. Sama má segja um snjóflóðahættuna í Selsstaðavík, sem ógnar fyrirhuguðum kvíum á þeim stað. Lítið eða ekkert hefur verið rætt um þessar alvarlegu staðreyndir á opinberum vettvangi í aðdraganda kosninga. Er það hreinlega bannað? Fyrir utan allt annað fellir þetta tvennt laxeldisáformin og hlýtur að leiða til þess að starfsleyfi verði ekki gefið út. Í staðin er hamrað á nýjum störfum og miklum peningum inn í bæinn. Þversögnin kom svo á framboðsfundi : „ ... fáum litlar tekjur af því sem er synd ...“. Hvað er í gangi? Ég man ekki betur en að Fjarðabyggð hafi kvartað í vetur yfir litlum tekjum af kvíaeldinu og ójafnri tekjuskiptingu sveitarfélaga af fiskeldinu. Hvaða miklu peninga er verið að tala um að komi inn í samfélagið á Seyðisfirði umfram það sem gerist annars staðar? Ég talaði við einn af fyrrverandi skipstjórum Gullvers. Hann sagðist í sjálfu sér ekki hafa áhyggjur að togaranum í þrengdri siglingaleið. En togarinn er bara lítið brot af stærð margra skipa, sem fara um fjörðinn. Samgöngustofa telur brýnt að ávallt sé leitað álits heimamanna og annarra, sem reglulega sigla um fjörðinn. Nei, Fiskeldi Austurlands(FA) virðist ekki hafa gert það, og telur sig ekki þurfa að svara eða útskýra neitt eða fara að neinum lögum og reglum. Það virðist allt renna sjálfkrafa í gegn hjá stofnunum ríkisins. Alla vega sagði oddviti Framsóknarflokksins á framboðsfundi: „ .. svo virðist sem fátt komi í veg fyrir að eldi fari af stað í firðinum..“ Einhverja vitneskju virðist hún hafa þó leyfi hafi ekki enn verið gefið út. Þarna væri nær að viðurkenna staðreyndir málsins og benda formanni Framsóknarflokksins, sem er innviðaráðherra landsins, á hversu harkalega er þrengt að siglingaleiðinni um Seyðisfjörð og öryggi Farice-1, strengs allra landsmanna. Sá strengur er lykilhlekkur í samskiptum Íslands við umheiminn. Innviðaráðherra ber ábyrgð á hvoru tveggja. Öryggi þessara innviða er grafalvarlegt mál, sem þarf að taka föstum tökum. Gróðahyggjan má ekki ráða öllu. Sýnum virðingu og stöndum í lappirnar með meirihluta Seyðfirðinga og fjarskiptaöryggi allra landsmanna. Svo mættu kjörnir fulltrúar í Múlaþingi beina nokkrum spurningum til FA. Hvað verða heils árs störf á Seyðisfirð í alvöru mörg við fiskeldi í firðinum? Hver er gerð og stærð pramma, sem þarf við fiskeldið? Vitið þið hvað þið eruð að biðja um stórt kvía og athafnasvæði í Sörlastaðavík? Gerið þið ykkur grein fyrir þrengd fjarðarins þar sem þið farið fram á eldið? Hvert er svar ykkar við neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, sem bent er á í niðurstöðu Skipulagsstofnunar? Ætlið þið að halda áfram þvert á vilja meirihluta íbúa? Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun