Hönnun og nýsköpun – alltumlykjandi allt árið Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 19. maí 2022 13:01 HönnunarMars – uppskeruhátíð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi – er nýafstaðinn og um þessar mundir er Nýsköpunarvika í fullum gangi. Þessir viðburðir bera vitni um sköpunarkraft og framfaravilja sem einkennir íslenskt atvinnulíf og menningu. Í víðum skilningi verða hönnun og nýsköpun vart aðskilin, þar sem eitt nærir annað, og sem aðferðafræði er hönnun eitt besta verkfærið sem við höfum til þess að tengja saman sköpunarkraft, tækni og vísindi í þágu fólks og umhverfis. Frá HönnunarMarsAldís Pálsdóttir / Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Fyrir mannlíf og umhverfi Leiðarstef í þeim fjölbreyttu verkefnum sem kynnt voru á HönnunarMars í ár voru meðal annars skýr áhersla á aukin lífsgæði, betri nýtingu auðlinda og umhverfissjónarmið. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem eitt mikilvægasta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Fjölbreytileiki viðburðanna staðfestir að íslensk hönnun og arkitektúr eru mikilvægt breytingafl og tæki til nýsköpunar sem nýst getur okkar samfélagi á fjölbreyttari hátt en marga órar fyrir. Fyrir tilstilli HönnunarMars eru skapaðar einstakar aðstæður til þess að sýna og kynna nýjar aðferðir, og eiga frjótt samtal um framtíðina. Þar hefur starfsfólk Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, og ótal samstarfsaðilar þeirra, unnið þrekvirki við að þróa og móta spennandi hátíð sem höfðar til víðs hóps og hefur sannarlega átt stóran hlut í því að koma íslenskri hönnun rækilega á kortið. Frá HönnunarMars.Aldís Pálsdóttir / Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Áhrif Hönnunarsjóðs Um þessar mundir fögnum við líka 10 ára afmæli Hönnunarsjóðs sem var komið á laggirnar til þess að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á þessum sviðum. Þegar litið er til baka og horft til áhrifa sjóðsins í okkar kvika samfélagi þá getum við verið stolt og bjartsýn. Fyrir tilstilli framlaga sjóðsins hefur mörgum spennandi nýskapandi verkefnum verið hrint í framkvæmd og þau hjól halda mörg áfram að snúast af krafti. Stuðningur úr Hönnunarsjóði er mikilvæg lyftistöng og viðurkenning, og oft fyrsta skref að einhverju stærra. Nú höfum við ákveðið að hækka framlög til sjóðsins, frá og með næsta ári. Með því mun slagkraftur sjóðsins aukast og vonir standa til þess að áhrifa hans gæti enn víðar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir á HönnunarMars.Aldís Pálsdóttir / Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Vor í lofti Það er sannarlega vor í lofti fyrir ört vaxandi hönnunarsamfélag hér á landi. Fagstéttir tengdar hönnunar og arkitektúr stækka og fyrirtækjum fjölgar ört. Áhugi á menntun og starfsþróun eykst og til verða spennandi og eftirsóknarverð störf. Ég tel gríðarleg sóknarfæri til verðmæta- og atvinnusköpunar í hönnunargeiranum, þar er mannauður og hugvit sem við getum virkjað til hagsbóta fyrir samfélagið allt, ekki síst með aukinni hönnunardrifinni nýsköpun og þverfaglegu samstarfi. Hönnuðir og arkitektar mennta sig til að vinna í síbreytilegu samfélagi. Nám þeirra hefur þróast mikið og breyst í takti við nýjar þarfir og verkefni. Aðferðafræðin sem kennd er hér á landi og erlendis byggir á hönnunarhugsun (e. design thinking), og skapandi aðferðum þar sem tekist er á við stærstu áskoranir okkar tíma. Um 500 hönnuðir og arkitektar hafa útskrifast á Íslandi á síðustu 10 árum og a.m.k. 500 aðrir munu bætast í hópinn næsta áratug. Þau eru þjálfuð í að leita umhverfisvænna lausna sem þjóna notandanum og eru einfaldar, skiljanlegar og hagkvæmar með tilliti til gæða, endingar og fjármagns en skapa um leið ánægjulega upplifun. Hönnun í öndvegi Við setjum málefni hönnunar í öndvegi á þessu kjörtímabili og í menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nú unnið að mótun nýrrar hönnunarstefnu, í góðri samvinnu við hagaðila. Markmið þeirrar vinnu er skýrt; við hyggjumst móta stefnu og aðgerðir sem skila árangri, fagmennsku og gæðum til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Stefnu sem ætlað er að virkja mannauð í hönnunargreinum til þess að leysa brýn verkefni samtímans og stuðla að sjálfbærri verðmætasköpun. Við höfum allt að vinna að efla íslenska hönnun og arkitektúr, sem fag- og atvinnugrein, útflutningsgrein og mikilvæga aðferðafræði – allt eru þetta leiðir að lífgæðum fyrir samfélagið. Höfundur er ferðamála- viðskipta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
HönnunarMars – uppskeruhátíð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi – er nýafstaðinn og um þessar mundir er Nýsköpunarvika í fullum gangi. Þessir viðburðir bera vitni um sköpunarkraft og framfaravilja sem einkennir íslenskt atvinnulíf og menningu. Í víðum skilningi verða hönnun og nýsköpun vart aðskilin, þar sem eitt nærir annað, og sem aðferðafræði er hönnun eitt besta verkfærið sem við höfum til þess að tengja saman sköpunarkraft, tækni og vísindi í þágu fólks og umhverfis. Frá HönnunarMarsAldís Pálsdóttir / Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Fyrir mannlíf og umhverfi Leiðarstef í þeim fjölbreyttu verkefnum sem kynnt voru á HönnunarMars í ár voru meðal annars skýr áhersla á aukin lífsgæði, betri nýtingu auðlinda og umhverfissjónarmið. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem eitt mikilvægasta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Fjölbreytileiki viðburðanna staðfestir að íslensk hönnun og arkitektúr eru mikilvægt breytingafl og tæki til nýsköpunar sem nýst getur okkar samfélagi á fjölbreyttari hátt en marga órar fyrir. Fyrir tilstilli HönnunarMars eru skapaðar einstakar aðstæður til þess að sýna og kynna nýjar aðferðir, og eiga frjótt samtal um framtíðina. Þar hefur starfsfólk Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, og ótal samstarfsaðilar þeirra, unnið þrekvirki við að þróa og móta spennandi hátíð sem höfðar til víðs hóps og hefur sannarlega átt stóran hlut í því að koma íslenskri hönnun rækilega á kortið. Frá HönnunarMars.Aldís Pálsdóttir / Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Áhrif Hönnunarsjóðs Um þessar mundir fögnum við líka 10 ára afmæli Hönnunarsjóðs sem var komið á laggirnar til þess að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á þessum sviðum. Þegar litið er til baka og horft til áhrifa sjóðsins í okkar kvika samfélagi þá getum við verið stolt og bjartsýn. Fyrir tilstilli framlaga sjóðsins hefur mörgum spennandi nýskapandi verkefnum verið hrint í framkvæmd og þau hjól halda mörg áfram að snúast af krafti. Stuðningur úr Hönnunarsjóði er mikilvæg lyftistöng og viðurkenning, og oft fyrsta skref að einhverju stærra. Nú höfum við ákveðið að hækka framlög til sjóðsins, frá og með næsta ári. Með því mun slagkraftur sjóðsins aukast og vonir standa til þess að áhrifa hans gæti enn víðar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir á HönnunarMars.Aldís Pálsdóttir / Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Vor í lofti Það er sannarlega vor í lofti fyrir ört vaxandi hönnunarsamfélag hér á landi. Fagstéttir tengdar hönnunar og arkitektúr stækka og fyrirtækjum fjölgar ört. Áhugi á menntun og starfsþróun eykst og til verða spennandi og eftirsóknarverð störf. Ég tel gríðarleg sóknarfæri til verðmæta- og atvinnusköpunar í hönnunargeiranum, þar er mannauður og hugvit sem við getum virkjað til hagsbóta fyrir samfélagið allt, ekki síst með aukinni hönnunardrifinni nýsköpun og þverfaglegu samstarfi. Hönnuðir og arkitektar mennta sig til að vinna í síbreytilegu samfélagi. Nám þeirra hefur þróast mikið og breyst í takti við nýjar þarfir og verkefni. Aðferðafræðin sem kennd er hér á landi og erlendis byggir á hönnunarhugsun (e. design thinking), og skapandi aðferðum þar sem tekist er á við stærstu áskoranir okkar tíma. Um 500 hönnuðir og arkitektar hafa útskrifast á Íslandi á síðustu 10 árum og a.m.k. 500 aðrir munu bætast í hópinn næsta áratug. Þau eru þjálfuð í að leita umhverfisvænna lausna sem þjóna notandanum og eru einfaldar, skiljanlegar og hagkvæmar með tilliti til gæða, endingar og fjármagns en skapa um leið ánægjulega upplifun. Hönnun í öndvegi Við setjum málefni hönnunar í öndvegi á þessu kjörtímabili og í menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nú unnið að mótun nýrrar hönnunarstefnu, í góðri samvinnu við hagaðila. Markmið þeirrar vinnu er skýrt; við hyggjumst móta stefnu og aðgerðir sem skila árangri, fagmennsku og gæðum til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Stefnu sem ætlað er að virkja mannauð í hönnunargreinum til þess að leysa brýn verkefni samtímans og stuðla að sjálfbærri verðmætasköpun. Við höfum allt að vinna að efla íslenska hönnun og arkitektúr, sem fag- og atvinnugrein, útflutningsgrein og mikilvæga aðferðafræði – allt eru þetta leiðir að lífgæðum fyrir samfélagið. Höfundur er ferðamála- viðskipta- og menningarmálaráðherra.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun