„Á þeim tíma vildum við meina að við værum undirbúnar en svo lærir maður ýmislegt eftir á“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2022 09:00 Glódís Perla Viggósdóttir er á leið á sitt þriðja Evrópumót. vísir/bjarni Glódís Perla Viggósdóttir segir að ef til vill hafi leikmenn kvennalandsliðsins í fótbolta ekki alveg verið tilbúnir fyrir alla athyglina og pressuna á síðasta Evrópumóti. Miklar væntingar voru gerðar til landsliðsins fyrir EM 2017 og áhuginn á því hafði aldrei verið jafn mikill. En illa gekk á mótinu, Ísland tapaði öllum þremur leikjunum sínum og lenti í neðsta sæti síns riðils. En var pressan og athyglin of mikil fyrir íslenska liðið? „Það er svo erfitt að segja. Á þeim tíma vildum við meina að við værum undirbúnar en svo lærir maður ýmislegt eftir á. En ég held við séum betur undirbúnar núna,“ sagði Glódís í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. Íslenska liðið er á leið á EM í Englandi í júlí. „Við erum með fleiri leikmenn sem eru í stóru umhverfi, í þessu á hverjum degi þannig að það að fara inn í stórmót verður ekkert svo frábrugðið því að spila í Meistaradeildinni eða deildunum sem við erum í. Ég held að munurinn verði svolítið þar. Það verður vonandi aðeins rólegri stemmning á hótelinu og afslappaðra heilt yfir.“ Klippa: Glódís um pressuna á síðasta EM Glódís segir samt að íslenska liðið vilji hafa pressu á sér og geri kannski mestu væntingarnar til sín sjálfar. „Klárlega og við setjum mikla pressu á okkur sjálfar og ætlum okkur að fara upp úr riðlinum. Við náðum því ekki síðast en það er klárlega markmiðið núna,“ sagði Glódís en Ísland er með Ítalíu, Belgíu og Frakklandi í riðli á EM. „Við áttum okkur samt á að þetta er ekki auðvelt verkefni eða auðvelt markmið sem við höfum sett okkur. Við erum í gífurlega sterkum riðli en höfum þróast ótrúlega sem lið og ég held við getum á góðum degi unnið leikina í riðlinum og komið okkur áfram. Og ef maður kemst upp úr riðlinum er þetta eiginlega nýtt mót.“ Klippa: Glódís um markmiðið á EM Glódís er á leið á sitt þriðja Evrópumót. Hún kom við sögu í þremur af fjórum leikjum Íslands á EM 2013 og lék svo hverja einustu mínútu í öllum þremur leikjunum á EM fyrir fimm árum. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir „Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård. 23. maí 2022 09:01 Glódís byrjaði fyrir löngu að undirbúa lífið eftir ferilinn: „Getur alltaf eitthvað komið upp á“ Þrátt fyrir að vera enn á besta aldri sem fótboltakona er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði að búa sig undir lífið eftir að skórnir fara á hilluna. 14. maí 2022 09:00 „Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Miklar væntingar voru gerðar til landsliðsins fyrir EM 2017 og áhuginn á því hafði aldrei verið jafn mikill. En illa gekk á mótinu, Ísland tapaði öllum þremur leikjunum sínum og lenti í neðsta sæti síns riðils. En var pressan og athyglin of mikil fyrir íslenska liðið? „Það er svo erfitt að segja. Á þeim tíma vildum við meina að við værum undirbúnar en svo lærir maður ýmislegt eftir á. En ég held við séum betur undirbúnar núna,“ sagði Glódís í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í apríl. Íslenska liðið er á leið á EM í Englandi í júlí. „Við erum með fleiri leikmenn sem eru í stóru umhverfi, í þessu á hverjum degi þannig að það að fara inn í stórmót verður ekkert svo frábrugðið því að spila í Meistaradeildinni eða deildunum sem við erum í. Ég held að munurinn verði svolítið þar. Það verður vonandi aðeins rólegri stemmning á hótelinu og afslappaðra heilt yfir.“ Klippa: Glódís um pressuna á síðasta EM Glódís segir samt að íslenska liðið vilji hafa pressu á sér og geri kannski mestu væntingarnar til sín sjálfar. „Klárlega og við setjum mikla pressu á okkur sjálfar og ætlum okkur að fara upp úr riðlinum. Við náðum því ekki síðast en það er klárlega markmiðið núna,“ sagði Glódís en Ísland er með Ítalíu, Belgíu og Frakklandi í riðli á EM. „Við áttum okkur samt á að þetta er ekki auðvelt verkefni eða auðvelt markmið sem við höfum sett okkur. Við erum í gífurlega sterkum riðli en höfum þróast ótrúlega sem lið og ég held við getum á góðum degi unnið leikina í riðlinum og komið okkur áfram. Og ef maður kemst upp úr riðlinum er þetta eiginlega nýtt mót.“ Klippa: Glódís um markmiðið á EM Glódís er á leið á sitt þriðja Evrópumót. Hún kom við sögu í þremur af fjórum leikjum Íslands á EM 2013 og lék svo hverja einustu mínútu í öllum þremur leikjunum á EM fyrir fimm árum.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir „Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård. 23. maí 2022 09:01 Glódís byrjaði fyrir löngu að undirbúa lífið eftir ferilinn: „Getur alltaf eitthvað komið upp á“ Þrátt fyrir að vera enn á besta aldri sem fótboltakona er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði að búa sig undir lífið eftir að skórnir fara á hilluna. 14. maí 2022 09:00 „Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
„Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård. 23. maí 2022 09:01
Glódís byrjaði fyrir löngu að undirbúa lífið eftir ferilinn: „Getur alltaf eitthvað komið upp á“ Þrátt fyrir að vera enn á besta aldri sem fótboltakona er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði að búa sig undir lífið eftir að skórnir fara á hilluna. 14. maí 2022 09:00
„Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01