Vaktin: Segir Rússa hvorki hafa vilja né getu til að ráðast gegn Finnum og Svíum Hólmfríður Gísladóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 10. júní 2022 07:59 Vopnið hreinsað á víglínunni í Donetsk. AP/Bernat Armangue Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir rússnesk stjórnvöld ekki munu láta það gerast að „járntjald“ falli á efnahagslíf landsins líkt og þegar Sovétríkin voru og hétu. Þau mistök verða ekki endurtekin, segir hann. Á fundi með ungum athafnamönnum í gær sagði Pútín að landið yrði áfram „opið“ fyrir viðskiptum. „Það er ekki hægt að einangra ríki á borð við Rússland,“ sagði forsetinn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Pútín minntist þess í gær að 350 ár væru liðin frá fæðingu Péturs mikla Rússakeisara og líkti baráttu hans til að endurheimta landsvæði Rússlands við hernaðaraðgerðir Rússa í dag. Sagði hann Pétur ekki hafa átt í stríði, heldur hafa verið að skila Rússum því sem áður var þeirra. Úkraínumenn segjast hafa náð nokkrum árangri í götubardögum í Severodonetsk en að þeir muni ekki ná að snúa orrustunni um borgina sér í hag nema með vopnum frá Vesturlöndum. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast hafa þungar áhyggjur af breskum ríkisborgurum sem voru dæmdir til dauða í Donetsk í gær. Mennirnir voru skráðir í her Úkraínu en dæmdir sem málaliðar af óviðurkenndum dómstól. Erindreki Bandaríkjanna í málefnum er varða orkuöryggi segir mögulegt að Rússar séu að hagnast meira af sölu jarðefnaeldsneyta í dag en þeir gerðu áður en þeir réðust inn í Úkraínu. Hækkandi orkuverð vegi þungt á móti refsiðaðgerðum Vesturlanda.
Á fundi með ungum athafnamönnum í gær sagði Pútín að landið yrði áfram „opið“ fyrir viðskiptum. „Það er ekki hægt að einangra ríki á borð við Rússland,“ sagði forsetinn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Pútín minntist þess í gær að 350 ár væru liðin frá fæðingu Péturs mikla Rússakeisara og líkti baráttu hans til að endurheimta landsvæði Rússlands við hernaðaraðgerðir Rússa í dag. Sagði hann Pétur ekki hafa átt í stríði, heldur hafa verið að skila Rússum því sem áður var þeirra. Úkraínumenn segjast hafa náð nokkrum árangri í götubardögum í Severodonetsk en að þeir muni ekki ná að snúa orrustunni um borgina sér í hag nema með vopnum frá Vesturlöndum. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast hafa þungar áhyggjur af breskum ríkisborgurum sem voru dæmdir til dauða í Donetsk í gær. Mennirnir voru skráðir í her Úkraínu en dæmdir sem málaliðar af óviðurkenndum dómstól. Erindreki Bandaríkjanna í málefnum er varða orkuöryggi segir mögulegt að Rússar séu að hagnast meira af sölu jarðefnaeldsneyta í dag en þeir gerðu áður en þeir réðust inn í Úkraínu. Hækkandi orkuverð vegi þungt á móti refsiðaðgerðum Vesturlanda.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu.“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Sjá meira