Mætir Ólympíumeistaranum á morgun: „Á eftir að græða mjög mikið á þessum bardaga“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2022 23:32 Valgerður Guðsteinsdóttir mætir í hringinn gegn hinni bresku Lauren Price á morgun. Christian Hestnæs/mmafrettir.is Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir mætir í hringinn á morgun þegar hún berst við bresku hnefaleikakonuna Lauren Price í OVO Arena Wembley. Lauren Price vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó, en þetta verður hennar fyrsti atvinnumannabardagi. „Hún var með andstæðing sem datt út af því að hann náði ekki að uppfylla læknisskoðun og allt þetta,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi, aðspurð að því hvað varð til þess að hún fékk bardaga á móti Ólympíumeistaranum. „Þannig að á föstudagskvöld fékk ég þetta boð frá umboðsmanninum sem var svo samþykkt á laugardaginn var.“ Flestir hefðu líklega kosið lengri tíma til æfinga fyrir bardaga gegn ríkjandi Ólympíumeistara, en Valgerður segir æfingarnar í vikunni þó hafa gengið vel. „Þær æfingar sem ég náði hafa gengið mjög vel. Ég er með góða æfingafélaga og ég leitaði náttúrulega bara þangað strax á föstudagskvöldið þannig að ég byrjaði strax að undirbúa mig. Ég var alveg í fínu formi fyrir en það var bara spurning um að koma sér í boxform eins og maður segir. Það er ekkert það sama að vera í formi og boxformi.“ „Hún [Lauren Price] er reyndar alveg töluvert þyngri en ég er vön. Hún er að koma úr 69-75 kg flokki og kemur niður í 66,6 kg. Ég er vön að keppa í 59-61 kg þannig að það er líka stökk upp fyrir mig. Þetta eru allskonar áskoranir fyrir mig.“ Vissi ekki hver andstæðingurinn var í seinustu viku Lauren Price með Ólympíugullið.Buda Mendes/Getty Images Lauren Price er 27 ára boxari frá Wales og Bretarnir binda miklar vonir við hana. Eins og áður segir er þetta hennar fyrsti atvinnumannabardagi, en bresku miðlarnir segja þetta upphafið á ferli sem er ætlað að enda með margföldum heimsmeistaratitli. „Ég hafði svo sem ekki fylgst með henni áður. Ég vissi bara ekki hver hún var fyrr en ég tók þessum bardaga. Líklega af því að hún er ekkert nálægt mínum þyngdarflokki þannig að ég var kannski bara ekkert að spá í þessu,“ sagði Valgerður aðspurð að því hvort hún hafi fylgst með ferli andstæðingsins. „Þetta verður mjög krefjandi og ég veit að ég á eftir að græða mjög mikið á þessum bardaga, sama hvað gerist. Líka bara að fá að keppa á svona stóru korti og vera „Co-main event“. Við erum bara næst síðasti bardaginn og svo titilbardaginn. Þannig að það er bara geggjað.“ Getur verið stökk fyrir íslenskt bardagafólk Vísir ræddi einnig við Oscar Luis Juto, en hann þjálfaði Valgerði á sínum tíma. Oscar og Valgerður eru enn í miklu sambandi og Valgerður leitar til hans fyrir bardaga sem þennan. Oscar segir að bardagi af þessari stærðargráðu geti verið stökkpallur bæði fyrir Valgerði og annað íslenskt bardagafólk og Valgerður er sammála því. „Já, klárlega. Við erum sterk íþróttaþjóð eins og við vitum og í bardagaíþróttum líka. Þó að það fari ekki hátt þá erum við að gera góða hluti í áhugamannaboxi og MMA,“ sagði Valgerður að lokum. Valgerður og Lauren Price mætast í hringnum á morgun.Instagram/@valgerdurgud Box Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
„Hún var með andstæðing sem datt út af því að hann náði ekki að uppfylla læknisskoðun og allt þetta,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi, aðspurð að því hvað varð til þess að hún fékk bardaga á móti Ólympíumeistaranum. „Þannig að á föstudagskvöld fékk ég þetta boð frá umboðsmanninum sem var svo samþykkt á laugardaginn var.“ Flestir hefðu líklega kosið lengri tíma til æfinga fyrir bardaga gegn ríkjandi Ólympíumeistara, en Valgerður segir æfingarnar í vikunni þó hafa gengið vel. „Þær æfingar sem ég náði hafa gengið mjög vel. Ég er með góða æfingafélaga og ég leitaði náttúrulega bara þangað strax á föstudagskvöldið þannig að ég byrjaði strax að undirbúa mig. Ég var alveg í fínu formi fyrir en það var bara spurning um að koma sér í boxform eins og maður segir. Það er ekkert það sama að vera í formi og boxformi.“ „Hún [Lauren Price] er reyndar alveg töluvert þyngri en ég er vön. Hún er að koma úr 69-75 kg flokki og kemur niður í 66,6 kg. Ég er vön að keppa í 59-61 kg þannig að það er líka stökk upp fyrir mig. Þetta eru allskonar áskoranir fyrir mig.“ Vissi ekki hver andstæðingurinn var í seinustu viku Lauren Price með Ólympíugullið.Buda Mendes/Getty Images Lauren Price er 27 ára boxari frá Wales og Bretarnir binda miklar vonir við hana. Eins og áður segir er þetta hennar fyrsti atvinnumannabardagi, en bresku miðlarnir segja þetta upphafið á ferli sem er ætlað að enda með margföldum heimsmeistaratitli. „Ég hafði svo sem ekki fylgst með henni áður. Ég vissi bara ekki hver hún var fyrr en ég tók þessum bardaga. Líklega af því að hún er ekkert nálægt mínum þyngdarflokki þannig að ég var kannski bara ekkert að spá í þessu,“ sagði Valgerður aðspurð að því hvort hún hafi fylgst með ferli andstæðingsins. „Þetta verður mjög krefjandi og ég veit að ég á eftir að græða mjög mikið á þessum bardaga, sama hvað gerist. Líka bara að fá að keppa á svona stóru korti og vera „Co-main event“. Við erum bara næst síðasti bardaginn og svo titilbardaginn. Þannig að það er bara geggjað.“ Getur verið stökk fyrir íslenskt bardagafólk Vísir ræddi einnig við Oscar Luis Juto, en hann þjálfaði Valgerði á sínum tíma. Oscar og Valgerður eru enn í miklu sambandi og Valgerður leitar til hans fyrir bardaga sem þennan. Oscar segir að bardagi af þessari stærðargráðu geti verið stökkpallur bæði fyrir Valgerði og annað íslenskt bardagafólk og Valgerður er sammála því. „Já, klárlega. Við erum sterk íþróttaþjóð eins og við vitum og í bardagaíþróttum líka. Þó að það fari ekki hátt þá erum við að gera góða hluti í áhugamannaboxi og MMA,“ sagði Valgerður að lokum. Valgerður og Lauren Price mætast í hringnum á morgun.Instagram/@valgerdurgud
Box Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira