Staðráðnir í að halda Eurovision í Úkraínu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 14:21 Úkraínska hljómsveitin Kalush Orchestra sigruðu keppnina í ár. getty Úkraínsk yfirvöld fordæma ákvörðun Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva að leyfa Úkraínumönnum ekki að halda Eurovision-söngvakeppnina á næsta ári. Í gær komust skipuleggjendur Eurovision-söngvakeppninnar að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að tryggja öryggi keppninnar í Úkraínu, auk þess að landið uppfyllti ekki ströng skilyrði sambandsins til að halda keppnina. Þess í stað hafa skipuleggjendur beðið Breta um að halda keppnina í samstarfi við Úkraínumenn en Bretar áttu góðu gengi að fagna í keppninni í ár og enduðu í öðru sæti, aldrei þessu vant. Talsmenn BBC hafa tekið vel í þessa hugmynd, en ef svo færi að Bretar héldu keppnina yrði það í fyrsta sinn sem land í öðru sæti heldur keppnina ári síðar. Þessi áform Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva hefur þó ekki fallið jafn vel í yfirvöld í Úkraínu sem krefjast þess að fá tækifæri til að halda keppnina. Boris Johnson vonast einnig til þess að keppnin verði haldin í Úkraínu. "Úkraínumenn unnu keppnina. Ég veit að við áttum frábært framlag og það væri gaman að halda keppnina hér í Bretlandi. En staðreyndin er sú að Úkraínumenn unnu og þeir eiga skilið að halda keppnina. Ég trúi því að þeir geti haldið keppnina og að þeir eigi að fá að halda hana,“ sagði Johnson í samtali við Sky. Oleksandr Tkachenko, menningarmálaráðherra Úkraínu vill að skipuleggjendur setjist við samningaborðið og ræði möguleikann á að halda keppnina í Úkraínu árið 2023. „Við krefjumst þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka, því við teljum að við munum geta staðið við allar okkar skuldbindingar,“ sagði Tkachenko. Oleksandr Tkachenko, menningamálaráðhera Úkraínu.getty Eurovision Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Í gær komust skipuleggjendur Eurovision-söngvakeppninnar að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að tryggja öryggi keppninnar í Úkraínu, auk þess að landið uppfyllti ekki ströng skilyrði sambandsins til að halda keppnina. Þess í stað hafa skipuleggjendur beðið Breta um að halda keppnina í samstarfi við Úkraínumenn en Bretar áttu góðu gengi að fagna í keppninni í ár og enduðu í öðru sæti, aldrei þessu vant. Talsmenn BBC hafa tekið vel í þessa hugmynd, en ef svo færi að Bretar héldu keppnina yrði það í fyrsta sinn sem land í öðru sæti heldur keppnina ári síðar. Þessi áform Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva hefur þó ekki fallið jafn vel í yfirvöld í Úkraínu sem krefjast þess að fá tækifæri til að halda keppnina. Boris Johnson vonast einnig til þess að keppnin verði haldin í Úkraínu. "Úkraínumenn unnu keppnina. Ég veit að við áttum frábært framlag og það væri gaman að halda keppnina hér í Bretlandi. En staðreyndin er sú að Úkraínumenn unnu og þeir eiga skilið að halda keppnina. Ég trúi því að þeir geti haldið keppnina og að þeir eigi að fá að halda hana,“ sagði Johnson í samtali við Sky. Oleksandr Tkachenko, menningarmálaráðherra Úkraínu vill að skipuleggjendur setjist við samningaborðið og ræði möguleikann á að halda keppnina í Úkraínu árið 2023. „Við krefjumst þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka, því við teljum að við munum geta staðið við allar okkar skuldbindingar,“ sagði Tkachenko. Oleksandr Tkachenko, menningamálaráðhera Úkraínu.getty
Eurovision Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58