Obi-Wan Kenobi: Auglýst eftir vandvirkni Heiðar Sumarliðason skrifar 27. júní 2022 08:52 Obi njósnar um Loga Geimgengil. Obi-Wan Kenobi er þriðja leikna serían úr Stjörnustríðsheiminum frá Disney+. Ég veit ekki hvort hún sé sú versta þeirra, enda samkeppnin við The Book of Boba Fett hörð. Ewan McGregor lék væringjann Kenobi (jedi var upprunalega þýtt sem væringi og held ég mig við það) í forleik George Lucasar sem kom út á árunum 1999 til 2005 og snýr hér aftur sem Obi-Wan/Ben Kenobi. Hann eldist í takt við þann tíma sem liðinn er frá klónastríðinu, en þáttaröðin gerist á tímabilinu milli Revenge of the Sith og A New Hope. Hér er Kenobi einsetukarl sem býr í helli og njósnar um tíu ára dreng hvers forráðamenn eru sífellt að segja honum að hypja sig og láta barnið í friði. Drengurinn er reyndar Logi Geimgengill og Kenobi er að „passa“ upp á hann (sem hann stendur sig hörmulega í), enda gæti hann verið hinn „útvaldi“ sem á að koma á jafnvægi á Máttinn. Þetta kannast aðdáendur Stjörnustríðsbálksins við og þar sem ég geri ráð fyrir að enginn sem ekki þekkir til sé að lesa þennan pistil, læt ég frekari forsöguskýringar eiga sig. „We must be careful.“ Leiðinlegar týpur Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði að gera ætti þáttaröð um Kenobi var að hún yrði líklega ekki mikil skemmtun, enda eru væringjarnir mjög leiðinlegar týpur. Þá er ekkert á þá hallað, það er bókstaflega hlutverk þeirra í söguheiminum að vera hin leiðinlega rödd skynseminnar. Kenobi er mentor, ákveðin tegund erkitýpa skáldskaparlistarinnar, og sem slíkur er hann með allt á hreinu og leiðbeinir söguhetjunni. Það er í raun hlutverk allra væringjanna í Stjörnustríðsheiminum, að vera mentorar heimsins. Eða eins og Kenobi sagði við Loga í A New Hope: For over a thousand generations, the Jedi Knights were the guardians of peace and justice in the Old Republic. Þannig að þeir eru einskonar löggæslumenn, gæta þess að allir haldi sig mottunni og að enginn kaupi „death sticks.“ There is no emotion, there is peace. There is no ignorance, there is knowledge. There is no passion, there is serenity. There is no chaos, there is harmony. There is no death, there is the Force Væringjarnir eru því í grunninn frekar leiðinlegar týpur; rúnaðir og rólegir. Að setja þá í forgrunn Stjörnustríðsævintýris dregur úr þeim frumkrafti sem maður tengir við kjarna fyrsta þríleiksins, sem og aðdráttarafl upprunalega ævintýrisins: Hinn ungi, óreyndi og óheflaði Logi Geimgengill gengur inn í heim hins hættulega, þar sem hann mætir „a wretched hive of scum and villainy.“ Það var ekki eingöngu heimurinn sjálfur, sjónarspilið, stóru geimskipin, eða furðuverurnar sem fékk okkur til að falla fyrir A New Hope. Við féllum mest megnis fyrir Loga Geimgengli og Stjörnustríði, því við gátum sett okkur í hans spor. Hann framkallaði sammannlegar tilfinningar ferðalags hetjunnar. Ef George Lucas hefði árið 1977 gefið út kvikmynd sem fjallaði um einsetumanninn Obi-Wan Kenobi, sem gætti barns úr fjarska, þá væri þessi heimur ekki til umræðu í dag. Það er erkitýpa ungu hetjunnar, hinnar barnalegu og óþroskuðu, sem er neydd út í hættulegan heim, sem gerir það að verkum að við erum enn með Stjörnustríð á heilanum. Hver einasta þáttaröð sem kemur frá Disney+ gerir ekki mikið annað en að minna okkur á hversu gott Stjörnustríð getur verið, með því að komast ekki með tærnar þar sem upprunalega trílógían hefur hælana. Hvernig þetta fólk hjá Disney kemst að niðurstöðu um hvaða persónur skuli byggja þætti sína í kringum, það mun ég aldrei skilja. Þau hafa úr heilu sólkerfunum af lífi að velja og hvað gera þau? Byrja á tveimur stóískum gaurum með grímu og fara svo í stóískan einsetumann. Nostalgíuþrá heldur mér við efnið Það sem virðist halda lífinu í Stjörnustríðsheimi Disney+ er nostalgíuþörf áhorfenda; minningin um þær góðu stundir sem við áttum í þessum heimi sem börn. Ég velti því einmitt fyrir mér á meðan áhorfinu stóð á lokaþáttinn um Obi-Wan Kenobi hvort ég væri ekki fyrir löngu búinn að slökkva á þessu ef ekki væri fyrir tilfinningatengslin við upprunalegu myndirnar. Svarið við því er já. Obi-Wan Kenobi þættirnir rúlluðu að mestu áfram án þess að ég upplifði nokkurn tíma að einhver taug væri að myndast milli mín og persónanna. B-klassa illmennin sem búið er að safna hér saman eru meira kjánaleg en ógnvekjandi og í hvert skipti sem nöfn þeirra voru nefnd flissaði ég. Er virkilega hægt að segja „þriðja systir“ án þess að skella upp úr? Tengsl milli persóna voru mekanísk og framvindan svo kjánaleg að margoft hugsaði ég hvaða rugl væri verið að bera á borð fyrir mig. Það var eins og persónurnar tækju flestar kjána- og klunnapillur þegar framvindan þurfti á því að halda. Ég held ég hafi aldrei séð þáttaröð eða kvikmynd þar sem persóna sem átti með öllu að vera dauð og grafin snýr aftur jafn oft og hér. Voru höfundarnir á sömu pillum og persónurnar þegar þættirnir voru skrifaðir, eða var tíminn sem þeim var gefinn til verksins af skornum skammti? Mér var reyndar bent á að stjórnandi Youtube-síðunnar Nerdrotic fór yfir alla vitleysuna og skrásetti. Hér má sjá afraksturinn: Ætlar enginn að fara að drekka úr Starbucks-bolla? Sem færir mig að ótrúlega slappri leikstjórn Debroah Chow. Sviðsetningar hennar á hasaratriðum voru alltof oft hlægilegar og hópsenur á Tatooine virkuðu þvingaðar. Upplifunin var aldrei sú að þetta væru íbúar plánetunnar, heldur hópur aukaleikara sem hafði ráfað inn á tökustað án þess að vita að kameran væri að rúlla. Ég beið þess hreinlega að einhver þeirra færi að drekka úr Starbucks-bolla. Það er ekki aðeins stjórnun hennar á hópsenum sem stakk í augun, eltingaleikur Bakkabræðra við Leiu á Alderaan var á svo lágu kalíberi að minnti á senu úr Benny Hill. Ég bókstaflega fórnaði höndum við áhorfið. Og hvað var Flea úr Red Hot Chili Peppers að gera þarna? Ég beið bara eftir því að Peter Stormare myndi brjótast fram og kalla: „Where´s the money Lebowski.“ Ég veit hreinlega ekki úr hvaða heimi þessi sena kom. „We fuck you up, man. We takes the money.“ Það þarf að vanda sig Annað vandamál er innbyggt í söguna, því alltof margir þræðir hennar svara sér sjálfir. Við vitum nákvæmlega hvað mun gerast, sem dregur úr spennunni. Við vitum að Þriðja systirin mun ekki drepa Svarthöfða, Loga, Owen, Obi-Wan eða Beru frænku. Einnig vitum við alveg hvernig einvígi Kenobi og Svarthöfða endar („The last time we met I was but a learner, now I am the master“). Þegar við eigum að óttast um svo margar persónur hvers örlög við nú þegar vitum, er erfitt að gera sér upp eftirvæntingu. Því er ekki mikið vit í því að láta söguna hverfast svo mikið örlög Loga, Leu, Obi-Wan, Svarthöfða, Owen og Beru. Það er reynt að vinna gegn því með sögu Þriðju systurinnar, en sá þráður verður aldrei annað en kjánalegur. Mér leiddist svo sem aldrei áhorfið, en var hinsvegar aldrei spenntur og upplifunin einkenndist af tómlegheitum. Ég geri ekki kröfu um að Stjörnustríðsþáttaraðirnar bæti einhverju stórfenglegu við söguheiminn, ég vil bara að þetta sé almennilega úr garði gert. Það sem við höfum hinsvegar fengið er svo brokkgengt að það hálfa væri nóg. Það besta hingað til var síðari hluti annarrar þáttaraðar The Mandalorian, á meðan The Book of Boba Fett var algjör brotlending. Obi-Wan Kenobi þáttaröðin er síðan frekar tilgangslaus og þunglamalega viðbót sem sekkur í fen meðalmennskunnar. Er enn að reyna að jafna mig á klessubílagenginu úr The Book of Boba Fett. Ég mun alltaf horfa á þá leiknu Stjörnustríðsþætti sem Disney+ býður upp á en veit hins vegar að það er vegna fortíðarþrár frekar en að ég búist við gæðum. Vonin um að Disney finni höfunda sem raunverulega vanda til verka, eða þeim sé gefinn nægur tími til skrifanna, verður sífellt veikari. Niðurstaða: Sería sem ég bjóst við litlu af nær samt að valda vonbrigðum. Obi-Wan Kenobi-þáttaröðin þjáist af skorti á vandvirkni og ekki er heil brú í alltof mörgu. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Star Wars Disney Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Ewan McGregor lék væringjann Kenobi (jedi var upprunalega þýtt sem væringi og held ég mig við það) í forleik George Lucasar sem kom út á árunum 1999 til 2005 og snýr hér aftur sem Obi-Wan/Ben Kenobi. Hann eldist í takt við þann tíma sem liðinn er frá klónastríðinu, en þáttaröðin gerist á tímabilinu milli Revenge of the Sith og A New Hope. Hér er Kenobi einsetukarl sem býr í helli og njósnar um tíu ára dreng hvers forráðamenn eru sífellt að segja honum að hypja sig og láta barnið í friði. Drengurinn er reyndar Logi Geimgengill og Kenobi er að „passa“ upp á hann (sem hann stendur sig hörmulega í), enda gæti hann verið hinn „útvaldi“ sem á að koma á jafnvægi á Máttinn. Þetta kannast aðdáendur Stjörnustríðsbálksins við og þar sem ég geri ráð fyrir að enginn sem ekki þekkir til sé að lesa þennan pistil, læt ég frekari forsöguskýringar eiga sig. „We must be careful.“ Leiðinlegar týpur Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði að gera ætti þáttaröð um Kenobi var að hún yrði líklega ekki mikil skemmtun, enda eru væringjarnir mjög leiðinlegar týpur. Þá er ekkert á þá hallað, það er bókstaflega hlutverk þeirra í söguheiminum að vera hin leiðinlega rödd skynseminnar. Kenobi er mentor, ákveðin tegund erkitýpa skáldskaparlistarinnar, og sem slíkur er hann með allt á hreinu og leiðbeinir söguhetjunni. Það er í raun hlutverk allra væringjanna í Stjörnustríðsheiminum, að vera mentorar heimsins. Eða eins og Kenobi sagði við Loga í A New Hope: For over a thousand generations, the Jedi Knights were the guardians of peace and justice in the Old Republic. Þannig að þeir eru einskonar löggæslumenn, gæta þess að allir haldi sig mottunni og að enginn kaupi „death sticks.“ There is no emotion, there is peace. There is no ignorance, there is knowledge. There is no passion, there is serenity. There is no chaos, there is harmony. There is no death, there is the Force Væringjarnir eru því í grunninn frekar leiðinlegar týpur; rúnaðir og rólegir. Að setja þá í forgrunn Stjörnustríðsævintýris dregur úr þeim frumkrafti sem maður tengir við kjarna fyrsta þríleiksins, sem og aðdráttarafl upprunalega ævintýrisins: Hinn ungi, óreyndi og óheflaði Logi Geimgengill gengur inn í heim hins hættulega, þar sem hann mætir „a wretched hive of scum and villainy.“ Það var ekki eingöngu heimurinn sjálfur, sjónarspilið, stóru geimskipin, eða furðuverurnar sem fékk okkur til að falla fyrir A New Hope. Við féllum mest megnis fyrir Loga Geimgengli og Stjörnustríði, því við gátum sett okkur í hans spor. Hann framkallaði sammannlegar tilfinningar ferðalags hetjunnar. Ef George Lucas hefði árið 1977 gefið út kvikmynd sem fjallaði um einsetumanninn Obi-Wan Kenobi, sem gætti barns úr fjarska, þá væri þessi heimur ekki til umræðu í dag. Það er erkitýpa ungu hetjunnar, hinnar barnalegu og óþroskuðu, sem er neydd út í hættulegan heim, sem gerir það að verkum að við erum enn með Stjörnustríð á heilanum. Hver einasta þáttaröð sem kemur frá Disney+ gerir ekki mikið annað en að minna okkur á hversu gott Stjörnustríð getur verið, með því að komast ekki með tærnar þar sem upprunalega trílógían hefur hælana. Hvernig þetta fólk hjá Disney kemst að niðurstöðu um hvaða persónur skuli byggja þætti sína í kringum, það mun ég aldrei skilja. Þau hafa úr heilu sólkerfunum af lífi að velja og hvað gera þau? Byrja á tveimur stóískum gaurum með grímu og fara svo í stóískan einsetumann. Nostalgíuþrá heldur mér við efnið Það sem virðist halda lífinu í Stjörnustríðsheimi Disney+ er nostalgíuþörf áhorfenda; minningin um þær góðu stundir sem við áttum í þessum heimi sem börn. Ég velti því einmitt fyrir mér á meðan áhorfinu stóð á lokaþáttinn um Obi-Wan Kenobi hvort ég væri ekki fyrir löngu búinn að slökkva á þessu ef ekki væri fyrir tilfinningatengslin við upprunalegu myndirnar. Svarið við því er já. Obi-Wan Kenobi þættirnir rúlluðu að mestu áfram án þess að ég upplifði nokkurn tíma að einhver taug væri að myndast milli mín og persónanna. B-klassa illmennin sem búið er að safna hér saman eru meira kjánaleg en ógnvekjandi og í hvert skipti sem nöfn þeirra voru nefnd flissaði ég. Er virkilega hægt að segja „þriðja systir“ án þess að skella upp úr? Tengsl milli persóna voru mekanísk og framvindan svo kjánaleg að margoft hugsaði ég hvaða rugl væri verið að bera á borð fyrir mig. Það var eins og persónurnar tækju flestar kjána- og klunnapillur þegar framvindan þurfti á því að halda. Ég held ég hafi aldrei séð þáttaröð eða kvikmynd þar sem persóna sem átti með öllu að vera dauð og grafin snýr aftur jafn oft og hér. Voru höfundarnir á sömu pillum og persónurnar þegar þættirnir voru skrifaðir, eða var tíminn sem þeim var gefinn til verksins af skornum skammti? Mér var reyndar bent á að stjórnandi Youtube-síðunnar Nerdrotic fór yfir alla vitleysuna og skrásetti. Hér má sjá afraksturinn: Ætlar enginn að fara að drekka úr Starbucks-bolla? Sem færir mig að ótrúlega slappri leikstjórn Debroah Chow. Sviðsetningar hennar á hasaratriðum voru alltof oft hlægilegar og hópsenur á Tatooine virkuðu þvingaðar. Upplifunin var aldrei sú að þetta væru íbúar plánetunnar, heldur hópur aukaleikara sem hafði ráfað inn á tökustað án þess að vita að kameran væri að rúlla. Ég beið þess hreinlega að einhver þeirra færi að drekka úr Starbucks-bolla. Það er ekki aðeins stjórnun hennar á hópsenum sem stakk í augun, eltingaleikur Bakkabræðra við Leiu á Alderaan var á svo lágu kalíberi að minnti á senu úr Benny Hill. Ég bókstaflega fórnaði höndum við áhorfið. Og hvað var Flea úr Red Hot Chili Peppers að gera þarna? Ég beið bara eftir því að Peter Stormare myndi brjótast fram og kalla: „Where´s the money Lebowski.“ Ég veit hreinlega ekki úr hvaða heimi þessi sena kom. „We fuck you up, man. We takes the money.“ Það þarf að vanda sig Annað vandamál er innbyggt í söguna, því alltof margir þræðir hennar svara sér sjálfir. Við vitum nákvæmlega hvað mun gerast, sem dregur úr spennunni. Við vitum að Þriðja systirin mun ekki drepa Svarthöfða, Loga, Owen, Obi-Wan eða Beru frænku. Einnig vitum við alveg hvernig einvígi Kenobi og Svarthöfða endar („The last time we met I was but a learner, now I am the master“). Þegar við eigum að óttast um svo margar persónur hvers örlög við nú þegar vitum, er erfitt að gera sér upp eftirvæntingu. Því er ekki mikið vit í því að láta söguna hverfast svo mikið örlög Loga, Leu, Obi-Wan, Svarthöfða, Owen og Beru. Það er reynt að vinna gegn því með sögu Þriðju systurinnar, en sá þráður verður aldrei annað en kjánalegur. Mér leiddist svo sem aldrei áhorfið, en var hinsvegar aldrei spenntur og upplifunin einkenndist af tómlegheitum. Ég geri ekki kröfu um að Stjörnustríðsþáttaraðirnar bæti einhverju stórfenglegu við söguheiminn, ég vil bara að þetta sé almennilega úr garði gert. Það sem við höfum hinsvegar fengið er svo brokkgengt að það hálfa væri nóg. Það besta hingað til var síðari hluti annarrar þáttaraðar The Mandalorian, á meðan The Book of Boba Fett var algjör brotlending. Obi-Wan Kenobi þáttaröðin er síðan frekar tilgangslaus og þunglamalega viðbót sem sekkur í fen meðalmennskunnar. Er enn að reyna að jafna mig á klessubílagenginu úr The Book of Boba Fett. Ég mun alltaf horfa á þá leiknu Stjörnustríðsþætti sem Disney+ býður upp á en veit hins vegar að það er vegna fortíðarþrár frekar en að ég búist við gæðum. Vonin um að Disney finni höfunda sem raunverulega vanda til verka, eða þeim sé gefinn nægur tími til skrifanna, verður sífellt veikari. Niðurstaða: Sería sem ég bjóst við litlu af nær samt að valda vonbrigðum. Obi-Wan Kenobi-þáttaröðin þjáist af skorti á vandvirkni og ekki er heil brú í alltof mörgu.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Star Wars Disney Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira