Verðbólga af mannavöldum Þorsteinn Sæmundsson skrifar 29. júní 2022 20:31 Verðbólga á Íslandi er nú í hæstu hæðum og daglegar hækkanir á nauðsynjum herða að almenningi. Vissulega er það svo að mikið af verðbólguþróuninni á sér uppsprettu í afleiðingum heimsfaraldurs og stríðsátaka en þó eru hér á landi til sérstakir hvatar sem lítill áhugi virðist á að bregðast við. Verðbólga á Íslandi helgast einkum af tveim ástæðum. Hækkun húsnæðisliðar vegna ónógs framboðs og hækkanir vegna innfluttrar verðbólgu. Við hvoru tveggja er unnt að bregðast með öðrum hætti en Seðlabankinn og stjórnvöld hafa hingað til gert. Nú eru stýrivextir hækkaðir mánaðarlega og valda þær hækkanir eins konar höfrungahlaupi vaxta og verðbólgu. Hærri vextir valda fyrirtækjum kostnaði sem velt er út í verðlag sem veldur aukinni verðbólgu sem svarað er með hækkun stýrivaxta og hringekjan heldur áfram. Hærri stýrivextir eru einnig sagðir til þess fallnir að draga úr vilja til kaupa á fasteignum sem eru ekki til. Við þessar aðstæður og þó fyrr hefði verið er nauðsynlegt að fara að ráðum Miðflokksins frá árinu 2018 og taka s.k. húsnæðislið út úr vísitölugrunni. Svo alvarlegt er ástandið að nauðsynlegt er að setja bráðabirgðalög nú þegar til að leiðrétta grunninn sem kostað hefur íslensk heimili hundruði milljarða undanfarin ár. Ljóst er að skortur á fasteignamarkaði mun vara næstu fimm ár vegna þess hve lengi tekur að taka ný svæði til skipulags og framkvæmda og er vísitöluhækkun vegna húsnæðisliðar því læst inni jafn lengi. Þess utan eru nýgefin loforð um stóraukið lóðaframboð fugl í skógi en ekki í hendi. Hlutdeildarlán hafa ekki orðið til þess að leysa vandann en það var fyrirséð vegna skilyrða sem sett voru í fyrir lánunum. Frá því að lög um lánin voru sett hafa nær engar íbúðir verið á boðstólum á Höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla áður nefnd skilyrði. Það blasti reyndar við þegar hugmyndirnar í þessa veru voru kynntar. Lög um hlutdeildarlán voru því frá byrjun ómerkilegir loftkastalar. Seðlabankinn lætur ekki sitt eftir liggja til að viðhalda verðbólgu. Auk þess að keyra áfram stýrivaxta hringekjuna handstýrir bankinn gengi krónunnar til að halda aftur af styrkingu hennar. Það hjálpar til við að halda verði á innfluttum vörum s.s. olíu og bensíni í hæstu hæðum. Augljós afleiðing þessa er nýútgefin afkomuviðvörun stærsta verslunarfyrirtækis á Íslandi sem hefur ekki undan að við að moka fé í hirslur sínar. Það er ljóst að baráttan við verðbólguna verður ekki háð af stjórnvöldum eða stórfyrirtækjum .Sem fyrr munu almenningur og smærri fyrirtæki bera hitann og þungann. Hætt er við að svo kreppi að almenningi að svipað ástand verði hér og eftir hrun þegar þúsundir misstu heimili sín verði ekkert að gert. Seðlabankastjóri sem framan af starfsferli sínum leit út fyrir að hafa nýjar hugmyndir hljómar nú eins og afturganga löngu hættra seðlabankastjóra. Það örlar fyrir sama valdhrokanum og áður tíðkaðist og einstaka fimmaurabrandara hent með í umræðuna. Þó að örlað hafi á skynsemi hjá Seðlabankastjóra nýlega þegar hann benti á skaðsemi verðtryggðra lána þá eru fyrstu kaupendur sem fara um í leit að íbúðum sem eru ekki til ekki uppspretta vandans á húsnæðismarkaði. Vandinn á húsnæðismarkaði stafar fyrst og fremst af lóðaskorti einkum í Reykjavík og vegna fákeppni á byggingamarkaði. Stórir byggingaraðilar og fjárfestar ráða ferðinni og selja sér sjálfdæmi um okurverð á íbúðum. Þar þarf að taka á með sameiginlegu átaki ríkis sveitarfélaga lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga til að byggja nú þegar íbúðir sem taka mið af stöðu þeirra sem sárast þurfa á húsnæði á hagstæðu verði að halda. Það er hægt að koma í veg fyrir verðbólgu í hæstu hæðum til næstu ára. Það sem þarf er að leiðrétta vísitölugrunninn og hætta að halda aftur af styrkingu gjaldmiðilsins. Hvort tveggja er auðvelt ef vilji er fyrir hendi. Á meðan það er ekki gert geysar verðbólga af mannavöldum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Verðlag Miðflokkurinn Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Verðbólga á Íslandi er nú í hæstu hæðum og daglegar hækkanir á nauðsynjum herða að almenningi. Vissulega er það svo að mikið af verðbólguþróuninni á sér uppsprettu í afleiðingum heimsfaraldurs og stríðsátaka en þó eru hér á landi til sérstakir hvatar sem lítill áhugi virðist á að bregðast við. Verðbólga á Íslandi helgast einkum af tveim ástæðum. Hækkun húsnæðisliðar vegna ónógs framboðs og hækkanir vegna innfluttrar verðbólgu. Við hvoru tveggja er unnt að bregðast með öðrum hætti en Seðlabankinn og stjórnvöld hafa hingað til gert. Nú eru stýrivextir hækkaðir mánaðarlega og valda þær hækkanir eins konar höfrungahlaupi vaxta og verðbólgu. Hærri vextir valda fyrirtækjum kostnaði sem velt er út í verðlag sem veldur aukinni verðbólgu sem svarað er með hækkun stýrivaxta og hringekjan heldur áfram. Hærri stýrivextir eru einnig sagðir til þess fallnir að draga úr vilja til kaupa á fasteignum sem eru ekki til. Við þessar aðstæður og þó fyrr hefði verið er nauðsynlegt að fara að ráðum Miðflokksins frá árinu 2018 og taka s.k. húsnæðislið út úr vísitölugrunni. Svo alvarlegt er ástandið að nauðsynlegt er að setja bráðabirgðalög nú þegar til að leiðrétta grunninn sem kostað hefur íslensk heimili hundruði milljarða undanfarin ár. Ljóst er að skortur á fasteignamarkaði mun vara næstu fimm ár vegna þess hve lengi tekur að taka ný svæði til skipulags og framkvæmda og er vísitöluhækkun vegna húsnæðisliðar því læst inni jafn lengi. Þess utan eru nýgefin loforð um stóraukið lóðaframboð fugl í skógi en ekki í hendi. Hlutdeildarlán hafa ekki orðið til þess að leysa vandann en það var fyrirséð vegna skilyrða sem sett voru í fyrir lánunum. Frá því að lög um lánin voru sett hafa nær engar íbúðir verið á boðstólum á Höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla áður nefnd skilyrði. Það blasti reyndar við þegar hugmyndirnar í þessa veru voru kynntar. Lög um hlutdeildarlán voru því frá byrjun ómerkilegir loftkastalar. Seðlabankinn lætur ekki sitt eftir liggja til að viðhalda verðbólgu. Auk þess að keyra áfram stýrivaxta hringekjuna handstýrir bankinn gengi krónunnar til að halda aftur af styrkingu hennar. Það hjálpar til við að halda verði á innfluttum vörum s.s. olíu og bensíni í hæstu hæðum. Augljós afleiðing þessa er nýútgefin afkomuviðvörun stærsta verslunarfyrirtækis á Íslandi sem hefur ekki undan að við að moka fé í hirslur sínar. Það er ljóst að baráttan við verðbólguna verður ekki háð af stjórnvöldum eða stórfyrirtækjum .Sem fyrr munu almenningur og smærri fyrirtæki bera hitann og þungann. Hætt er við að svo kreppi að almenningi að svipað ástand verði hér og eftir hrun þegar þúsundir misstu heimili sín verði ekkert að gert. Seðlabankastjóri sem framan af starfsferli sínum leit út fyrir að hafa nýjar hugmyndir hljómar nú eins og afturganga löngu hættra seðlabankastjóra. Það örlar fyrir sama valdhrokanum og áður tíðkaðist og einstaka fimmaurabrandara hent með í umræðuna. Þó að örlað hafi á skynsemi hjá Seðlabankastjóra nýlega þegar hann benti á skaðsemi verðtryggðra lána þá eru fyrstu kaupendur sem fara um í leit að íbúðum sem eru ekki til ekki uppspretta vandans á húsnæðismarkaði. Vandinn á húsnæðismarkaði stafar fyrst og fremst af lóðaskorti einkum í Reykjavík og vegna fákeppni á byggingamarkaði. Stórir byggingaraðilar og fjárfestar ráða ferðinni og selja sér sjálfdæmi um okurverð á íbúðum. Þar þarf að taka á með sameiginlegu átaki ríkis sveitarfélaga lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga til að byggja nú þegar íbúðir sem taka mið af stöðu þeirra sem sárast þurfa á húsnæði á hagstæðu verði að halda. Það er hægt að koma í veg fyrir verðbólgu í hæstu hæðum til næstu ára. Það sem þarf er að leiðrétta vísitölugrunninn og hætta að halda aftur af styrkingu gjaldmiðilsins. Hvort tveggja er auðvelt ef vilji er fyrir hendi. Á meðan það er ekki gert geysar verðbólga af mannavöldum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar