Þarf að tryggja hlutleysi dómara með ofgreiddum launum? Eva Hauksdóttir skrifar 2. júlí 2022 14:01 Fjársýsla ríkisins gerir mistök með þeim afleiðingum að laun upp á 105 milljónir eru ofgreidd. Fjársýslan hyggst krefja 260 hálaunamenn um endurgreiðslu, sem svarar um þriðjungi mánaðarlauna hvers og eins. Það er ekki við öðru að búast en að þeir sem krefja skal um endurgreiðslu mótmæli því. Ummæli Dómarafélags Íslands um atlögu að dómsvaldinu koma aftur á móti á óvart. Yfirlýsing stjórnar Dómarafélags Íslands mun hafa verið birt á persónulegu svæði formanns félagsins á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún virðist ekki hafa verið send fjölmiðlum sem fréttatilkynning og hana er ekki að finna á vef Dómarafélagsins. Yfirlýsingin hljóðar svo: Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Það er í fyrsta lagi áhyggjuefni að stjórn Dómarafélagsins skilji ekki muninn á kjaraskerðingu og leiðréttingu ofgreiddra launa. Þau laun sem dómarar og aðrir helstu embættismenn landsins hafa fengið greidd síðustu þrjú árin voru ekki í samræmi við löglega ákveðin kjör þeirra, hér er því ekki um kjaraskerðingu að ræða. (Hvort krafa um endurgreiðslu er réttmæt er allt annað mál og ekki til umræðu hér.) Dreamstime Stærra áhyggjuefni er þó sú afstaða stjórnarinnar að ákvörðun fjármálaráðherra vegi að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Hvað merkir þetta eiginlega? Á stjórn Dómarafélagsins við að þegar dómarar njóti ekki lengur góðs af mistökum ríkisins aukist hættan á því að þeir dæmi eftir einhverju öðru en lögunum? Já, svo virðist vera. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður félagsins, skýrir það nánar í sömu fésbókarfærslu með þessum orðum: Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Stjórn Dómarafélagsins álítur semsagt að þessi krafa um endurgreiðslu ofgreidds fjár bjóði heim hættunni á því að dómarar dæmi ríkinu í vil af ótta um að Bjarni Ben muni annars lækka launin þeirra. Hvernig sér stjórn Dómarafélagsins fyrir sér að fjármálaráðherra muni framfylgja þeirri hentistefnu? Telur stjórnin hættu á að laun allra dómara verði lækkuð í hvert sinn sem ríkið tapar dómsmáli eða er hættan sú að Bjarni láti lækka laun þess dómara sem kveður upp óvilhallan dóm hverju sinni? Til að kóróna allt talar stjórnin svo um að þessi "atlaga" framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Þessi orð lætur stjórnin falla réttri viku eftir að ríkið viðurkennir að hafa brotið gegn fjórtán manns með því hvernig framkvæmdavaldið stóð að skipun dómara í Landsrétt. Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af móðursýkislegum viðbrögðum Dómarafélagsins við fréttum af því að félagsmenn þess þurfi kannski að endurgreiða ríkinu sem svarar tíu daga launum en því að framkvæmdavaldið refsi dómurum með launalækkun. Við erum að tala um einhverja valdamestu og launahæstu stétt landsins, fólk sem er í betri aðstöðu til að sækja rétt sinn en nokkur annar hópur samfélagsins. Kannski ætti stjórn Dómarafélagsins að taka helgina í það að róa sig áður en hún fer fram á Facebook næst. Í alvöru talað; þú skáldar ekki þennan skít. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Eva Hauksdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fjársýsla ríkisins gerir mistök með þeim afleiðingum að laun upp á 105 milljónir eru ofgreidd. Fjársýslan hyggst krefja 260 hálaunamenn um endurgreiðslu, sem svarar um þriðjungi mánaðarlauna hvers og eins. Það er ekki við öðru að búast en að þeir sem krefja skal um endurgreiðslu mótmæli því. Ummæli Dómarafélags Íslands um atlögu að dómsvaldinu koma aftur á móti á óvart. Yfirlýsing stjórnar Dómarafélags Íslands mun hafa verið birt á persónulegu svæði formanns félagsins á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún virðist ekki hafa verið send fjölmiðlum sem fréttatilkynning og hana er ekki að finna á vef Dómarafélagsins. Yfirlýsingin hljóðar svo: Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Það er í fyrsta lagi áhyggjuefni að stjórn Dómarafélagsins skilji ekki muninn á kjaraskerðingu og leiðréttingu ofgreiddra launa. Þau laun sem dómarar og aðrir helstu embættismenn landsins hafa fengið greidd síðustu þrjú árin voru ekki í samræmi við löglega ákveðin kjör þeirra, hér er því ekki um kjaraskerðingu að ræða. (Hvort krafa um endurgreiðslu er réttmæt er allt annað mál og ekki til umræðu hér.) Dreamstime Stærra áhyggjuefni er þó sú afstaða stjórnarinnar að ákvörðun fjármálaráðherra vegi að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Hvað merkir þetta eiginlega? Á stjórn Dómarafélagsins við að þegar dómarar njóti ekki lengur góðs af mistökum ríkisins aukist hættan á því að þeir dæmi eftir einhverju öðru en lögunum? Já, svo virðist vera. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður félagsins, skýrir það nánar í sömu fésbókarfærslu með þessum orðum: Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Stjórn Dómarafélagsins álítur semsagt að þessi krafa um endurgreiðslu ofgreidds fjár bjóði heim hættunni á því að dómarar dæmi ríkinu í vil af ótta um að Bjarni Ben muni annars lækka launin þeirra. Hvernig sér stjórn Dómarafélagsins fyrir sér að fjármálaráðherra muni framfylgja þeirri hentistefnu? Telur stjórnin hættu á að laun allra dómara verði lækkuð í hvert sinn sem ríkið tapar dómsmáli eða er hættan sú að Bjarni láti lækka laun þess dómara sem kveður upp óvilhallan dóm hverju sinni? Til að kóróna allt talar stjórnin svo um að þessi "atlaga" framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Þessi orð lætur stjórnin falla réttri viku eftir að ríkið viðurkennir að hafa brotið gegn fjórtán manns með því hvernig framkvæmdavaldið stóð að skipun dómara í Landsrétt. Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af móðursýkislegum viðbrögðum Dómarafélagsins við fréttum af því að félagsmenn þess þurfi kannski að endurgreiða ríkinu sem svarar tíu daga launum en því að framkvæmdavaldið refsi dómurum með launalækkun. Við erum að tala um einhverja valdamestu og launahæstu stétt landsins, fólk sem er í betri aðstöðu til að sækja rétt sinn en nokkur annar hópur samfélagsins. Kannski ætti stjórn Dómarafélagsins að taka helgina í það að róa sig áður en hún fer fram á Facebook næst. Í alvöru talað; þú skáldar ekki þennan skít. Höfundur er lögmaður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun