Bjóða upp á bjór í skiptum fyrir sólblómaolíu Bjarki Sigurðsson skrifar 17. júlí 2022 18:26 Í Bretlandi hafa verið settar á verulegar takmarkanir til að sporna gegn því að olían klárist. Getty/Matthew Horwood Bar í Munchen í Þýskalandi hefur upp á síðkastið boðið gestum að koma með sólblómaolíu og fá í staðinn bjór. Búið er að setja takmarkanir á kaup landsmanna á olíunni vegna innrás Rússa í Úkraínu. Úkraína og Rússland framleiða bæði langmest af sólblómaolíu heimsins en rúmlega helmingur allrar sólblómaolíu heims kemur frá löndunum tveimur. Skortur hefur verið á olíunni síðan stríð ríkjanna hófst. Einhver ríki hafa takmarkað aðgengi fólks að olíunni til þess að sporna gegn því að hún klárist alfarið. Í til dæmis Þýskalandi og Bretlandi má fólk einungis kaupa lítið magn af olíunni í einu. Í Þýskalandi hafa einhverjir tekið upp frumlegar aðferðir til að koma sér út um olíuna, til dæmis einn bar í Munchen sem leyfir nú fólki að greiða fyrir bjórinn sinn með sólblómaolíu. „Að fá olíu er mjög erfitt. Ef þú þarft þrjátíu lítra á viku en færð bara fimmtán lítra, þá muntu á einhverjum tímapunkti ekki geta steikt snitsel lengur,“ segir Erik Hoffmann, starfsmaður barsins, í samtali við fréttaveitu Reuters. Lítri af bjór á barnum kostar um það bil þúsund krónur en lítri af sólblómaolíu úti í búð um það bil 620 krónur. Tilboðið er því afar hagstætt fyrir gesti barsins. Hingað til hefur barinn aflað sér 400 lítra af sólblómaolíu með þessari aðferð. Þýskaland Matur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Úkraína og Rússland framleiða bæði langmest af sólblómaolíu heimsins en rúmlega helmingur allrar sólblómaolíu heims kemur frá löndunum tveimur. Skortur hefur verið á olíunni síðan stríð ríkjanna hófst. Einhver ríki hafa takmarkað aðgengi fólks að olíunni til þess að sporna gegn því að hún klárist alfarið. Í til dæmis Þýskalandi og Bretlandi má fólk einungis kaupa lítið magn af olíunni í einu. Í Þýskalandi hafa einhverjir tekið upp frumlegar aðferðir til að koma sér út um olíuna, til dæmis einn bar í Munchen sem leyfir nú fólki að greiða fyrir bjórinn sinn með sólblómaolíu. „Að fá olíu er mjög erfitt. Ef þú þarft þrjátíu lítra á viku en færð bara fimmtán lítra, þá muntu á einhverjum tímapunkti ekki geta steikt snitsel lengur,“ segir Erik Hoffmann, starfsmaður barsins, í samtali við fréttaveitu Reuters. Lítri af bjór á barnum kostar um það bil þúsund krónur en lítri af sólblómaolíu úti í búð um það bil 620 krónur. Tilboðið er því afar hagstætt fyrir gesti barsins. Hingað til hefur barinn aflað sér 400 lítra af sólblómaolíu með þessari aðferð.
Þýskaland Matur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira