Henderson enn með forystu en spennan eykst Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 15:30 Henderson skráði sig í sögubækurnar með fyrstu tveimur hringjunum en munurinn á toppnum er þó aðeins tvö högg. Stuart Franklin/Getty Images Hin kanadíska Brooke Henderson er enn í forystu á Evian-risamótinu í golfi sem fram fer í Frakklandi. Þriðji hringur LPGA-mótsins var leikinn í dag en forysta Henderson er höggi minni en eftir daginn í gær. Henderson var höggi frá forystunni eftir fyrsta hringinn á fimmtudag en var efst eftir annan hringinn í gær, þar sem hún lék á 64 höggum, sjö undir pari vallar, rétt eins og hún gerði fyrsta daginn. Hún varð með því sú fyrsta í sögunni til að leika fyrstu tvo hringi LPGA-móts á 64 höggum eða minna. SO CLOSE! @thesophiagolf with a near ACE on 16! pic.twitter.com/cz4yBYS49O— LPGA (@LPGA) July 23, 2022 Hún fékk skolla á fyrstu braut í dag en svaraði vel fyrir það með fjórum fuglum á næstu tólf holum. Aðrar brautir fór hún á pari og lék því á þremur höggum undir pari og er á 17 undir parinu í heildina. Hin suður-kóreska So Yeon Ryu er önnur á mótinu á 15 höggum undir pari, fjórum höggum á eftir Henderson, eftir að hafa leikið hring dagsins á sex undir pari. Aðeins tveimur höggum munar því á þeim fyrir lokadaginn. Þriðja er hin bandaríska Sophia Schubert á 13 undir pari. Carlota Ciganda frá Spáni og Sei Young Kim frá Suður-Kóreu er þá á 12 undir pari í fjórða sætinu en fimm kylfingar eru höggi á eftir þeim, jafnar í því sjötta. .@1soyeonryu is closing in.After her 7th birdie of the day, she moves within three of the lead! pic.twitter.com/kq8eBU9nDw— LPGA (@LPGA) July 23, 2022 Hin svissneska Albane Valenzuela lék kvenna best á hringnum í dag er hún fór hringinn á sjö höggum undir pari vallar. Með þeim árangri fór hún upp um 39 sæti, í það ellefta, hvar hún er jöfn Lydiu Ko frá Ástralíu á tíu undir pari. Lokahringur mótsins verður leikinn á morgun og hefst bein útsending frá honum á Stöð 2 Golf klukkan 9:30 í fyrramálið. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Henderson var höggi frá forystunni eftir fyrsta hringinn á fimmtudag en var efst eftir annan hringinn í gær, þar sem hún lék á 64 höggum, sjö undir pari vallar, rétt eins og hún gerði fyrsta daginn. Hún varð með því sú fyrsta í sögunni til að leika fyrstu tvo hringi LPGA-móts á 64 höggum eða minna. SO CLOSE! @thesophiagolf with a near ACE on 16! pic.twitter.com/cz4yBYS49O— LPGA (@LPGA) July 23, 2022 Hún fékk skolla á fyrstu braut í dag en svaraði vel fyrir það með fjórum fuglum á næstu tólf holum. Aðrar brautir fór hún á pari og lék því á þremur höggum undir pari og er á 17 undir parinu í heildina. Hin suður-kóreska So Yeon Ryu er önnur á mótinu á 15 höggum undir pari, fjórum höggum á eftir Henderson, eftir að hafa leikið hring dagsins á sex undir pari. Aðeins tveimur höggum munar því á þeim fyrir lokadaginn. Þriðja er hin bandaríska Sophia Schubert á 13 undir pari. Carlota Ciganda frá Spáni og Sei Young Kim frá Suður-Kóreu er þá á 12 undir pari í fjórða sætinu en fimm kylfingar eru höggi á eftir þeim, jafnar í því sjötta. .@1soyeonryu is closing in.After her 7th birdie of the day, she moves within three of the lead! pic.twitter.com/kq8eBU9nDw— LPGA (@LPGA) July 23, 2022 Hin svissneska Albane Valenzuela lék kvenna best á hringnum í dag er hún fór hringinn á sjö höggum undir pari vallar. Með þeim árangri fór hún upp um 39 sæti, í það ellefta, hvar hún er jöfn Lydiu Ko frá Ástralíu á tíu undir pari. Lokahringur mótsins verður leikinn á morgun og hefst bein útsending frá honum á Stöð 2 Golf klukkan 9:30 í fyrramálið. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira