Sýndi gríðarlegan karakter og vann á lokaholunni Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2022 15:30 Henderson fagnaði sigri í dag eftir frábæra spilamennsku síðustu daga. Stuart Franklin/Getty Images Hin kanadíska Brooke Henderson fagnaði í dag sigri á Evian-risamótinu í golfi á LPGA-mótaröðinni. Spennan var mikil á lokahringnum. Henderson átti sögulega byrjun á mótinu þar sem hún fór fyrstu tvo hringina á 64 höggum, sjö undir pari vallar, en enginn kvenkylfingur hefur gert slíkt áður. Hún var með þriggja högga forystu eftir fyrstu tvo hringina en munurinn var tvö högg fyrir lokahringinn í dag. Eftir frábæra spilamennsku fram að deginum í dag fataðist Henderson lítillega flugið. Hún fékk tvo skolla og einn skramba á fyrstu ellefu holunum og var þá á þremur höggum yfir pari á hringnum. Aðrir kylfingar voru þá komnir yfir hana í heildartöflunni en sú kanadíska steig rækilega upp á lokakaflanum. FOR THE WIN @BrookeHenderson is a two-time major champion! pic.twitter.com/G2RAI2RMKs— LPGA (@LPGA) July 24, 2022 Hún fékk þrjá fugla á síðustu fimm holunum, þar á meðal einn á átjándu og síðustu braut vallar, til að tryggja sér sigurinn á mótinu. Henderson fór hringinn á pari og lauk keppni á sama skori og hún hóf daginn á, 17 undir pari. Sophia Schubert frá Bandaríkjunum var önnur á 16 undir en fimm kylfingar voru á 15 undir pari. Sigur Henderson er hennar tólfti á LPGA-mótaröðinni og þá er þetta annað risamótið sem hún vinnur á eftir PGA meistaramótinu árið 2016. Showing major love to all aspects of her game with her TP5x, @BrookeHenderson dominated from tee-to-green all week long to win her second major title at The Amundi Evian Championship! She hit 76% of fairways and 81% of greens. #TP5x #LoveIt pic.twitter.com/Rl0RqJgrI5— TaylorMade Canada (@TaylorMadeCA) July 24, 2022 Golf Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Henderson átti sögulega byrjun á mótinu þar sem hún fór fyrstu tvo hringina á 64 höggum, sjö undir pari vallar, en enginn kvenkylfingur hefur gert slíkt áður. Hún var með þriggja högga forystu eftir fyrstu tvo hringina en munurinn var tvö högg fyrir lokahringinn í dag. Eftir frábæra spilamennsku fram að deginum í dag fataðist Henderson lítillega flugið. Hún fékk tvo skolla og einn skramba á fyrstu ellefu holunum og var þá á þremur höggum yfir pari á hringnum. Aðrir kylfingar voru þá komnir yfir hana í heildartöflunni en sú kanadíska steig rækilega upp á lokakaflanum. FOR THE WIN @BrookeHenderson is a two-time major champion! pic.twitter.com/G2RAI2RMKs— LPGA (@LPGA) July 24, 2022 Hún fékk þrjá fugla á síðustu fimm holunum, þar á meðal einn á átjándu og síðustu braut vallar, til að tryggja sér sigurinn á mótinu. Henderson fór hringinn á pari og lauk keppni á sama skori og hún hóf daginn á, 17 undir pari. Sophia Schubert frá Bandaríkjunum var önnur á 16 undir en fimm kylfingar voru á 15 undir pari. Sigur Henderson er hennar tólfti á LPGA-mótaröðinni og þá er þetta annað risamótið sem hún vinnur á eftir PGA meistaramótinu árið 2016. Showing major love to all aspects of her game with her TP5x, @BrookeHenderson dominated from tee-to-green all week long to win her second major title at The Amundi Evian Championship! She hit 76% of fairways and 81% of greens. #TP5x #LoveIt pic.twitter.com/Rl0RqJgrI5— TaylorMade Canada (@TaylorMadeCA) July 24, 2022
Golf Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira