Spánverjar rýmka reglur fyrir erlent verkafólk Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2022 11:09 Lagabreytingarnar munu rýmka fyrir erlendu verkafólki sem hefur búið á Spáni í tvö ár, stúdentum og auðvelda fyrirtækjum að ráða fólk að utan. Getty/Niccolo Guasti Spánverjar samþykktu á þriðjudag lagabreytingar sem rýmka reglugerðir fyrir erlent verkafólk án tilskilinna leyfa í von um að færa þúsundir verkafólks úr svartri atvinnu inn á opinberan vinnumarkað og koma reglu á atvinnugreinar sem glíma við manneklu. José Luis Escrivá, almannatrygginga- og búferlaflutningamálaráðherra, er forgöngumaður um lagabreytingarnar sem koma til með að auðvelda atvinnurekendum að ráða erlent verkafólk beint frá heimalöndum sínum og rýmkar vinnuskilyrði fyrir erlent fólk sem býr þegar á Spáni. Talið er að um hálf milljón manna vinni í neðanjarðarhagkerfi Spánar. Jose Luis Escriva, almannatrygginga- og búferlaflutningaráðherra, er forgöngumaður um lagabreytingarnar.EPA/Chema Moya „Þessar ráðstafanir munu útvega okkur betri verkfæri til að takast á við áskoranir sem myndast við fólksflutninga,“ sagði Escrivá á blaðamannafundi eftir að lagabreytingarnar voru samþykktar á ríkisstjórnarfundi. Escrivá hefur ekki gefið upp nákvæmar tölur um það hversu margt fólk mun hagnast á lagabreytingunni en talið er að hún gæti haft áhrif á tugi þúsunda verkafólks. Verkafólk og stúdentar hagnist á breytingunni Erlent verkafólk sem hefur búið á Spáni í meira en tvö ár getur sótt um tímabundið landvistarleyfi með því að sækja um þjálfunarnámskeið fyrir störf í atvinnugreinum þar sem eftirspurn eftir starfsfólki er mikil. Þá munu alþjóðlegir stúdentar geta hafið störf á Spáni eftir að námi þeirra lýkur í stað þess að bíða í þrjú ár. Erlendir stúdentar munu einnig geta unnið allt að þrjátíu klukkutíma á viku á meðan þeir eru í námi. Útlendingar sem hafa búið á Spáni í að minnsta kosti tvö ár og hafa unnið réttindalaust í meira en hálft ár geta einnig sótt um atvinnuleyfi eftir að lagabreytingin tekur gildi. Escrivá hefur greint frá því að ráðuneyti hans muni uppfæra lista yfir það hvaða atvinnugeira skorti starfsfólk til að draga skýrari mynd af spænskum vinnumarkaði. Geirar á borð við ferðamannaiðnaðinn og landbúnað eru yfirleitt undirmannaðir á Spáni og fyrirtæki grípa því oft til þess ráðs að ráða farandverkamenn sem hafa ekki tilskilin atvinnuleyfi. Spánn Evrópusambandið Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
José Luis Escrivá, almannatrygginga- og búferlaflutningamálaráðherra, er forgöngumaður um lagabreytingarnar sem koma til með að auðvelda atvinnurekendum að ráða erlent verkafólk beint frá heimalöndum sínum og rýmkar vinnuskilyrði fyrir erlent fólk sem býr þegar á Spáni. Talið er að um hálf milljón manna vinni í neðanjarðarhagkerfi Spánar. Jose Luis Escriva, almannatrygginga- og búferlaflutningaráðherra, er forgöngumaður um lagabreytingarnar.EPA/Chema Moya „Þessar ráðstafanir munu útvega okkur betri verkfæri til að takast á við áskoranir sem myndast við fólksflutninga,“ sagði Escrivá á blaðamannafundi eftir að lagabreytingarnar voru samþykktar á ríkisstjórnarfundi. Escrivá hefur ekki gefið upp nákvæmar tölur um það hversu margt fólk mun hagnast á lagabreytingunni en talið er að hún gæti haft áhrif á tugi þúsunda verkafólks. Verkafólk og stúdentar hagnist á breytingunni Erlent verkafólk sem hefur búið á Spáni í meira en tvö ár getur sótt um tímabundið landvistarleyfi með því að sækja um þjálfunarnámskeið fyrir störf í atvinnugreinum þar sem eftirspurn eftir starfsfólki er mikil. Þá munu alþjóðlegir stúdentar geta hafið störf á Spáni eftir að námi þeirra lýkur í stað þess að bíða í þrjú ár. Erlendir stúdentar munu einnig geta unnið allt að þrjátíu klukkutíma á viku á meðan þeir eru í námi. Útlendingar sem hafa búið á Spáni í að minnsta kosti tvö ár og hafa unnið réttindalaust í meira en hálft ár geta einnig sótt um atvinnuleyfi eftir að lagabreytingin tekur gildi. Escrivá hefur greint frá því að ráðuneyti hans muni uppfæra lista yfir það hvaða atvinnugeira skorti starfsfólk til að draga skýrari mynd af spænskum vinnumarkaði. Geirar á borð við ferðamannaiðnaðinn og landbúnað eru yfirleitt undirmannaðir á Spáni og fyrirtæki grípa því oft til þess ráðs að ráða farandverkamenn sem hafa ekki tilskilin atvinnuleyfi.
Spánn Evrópusambandið Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira