Katrín Tanja ferðaðist yfir öll Bandaríkin eftir neyðarkall frá Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar orðið tvisvar sinnum heimsmeistarar í CrossFit. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir sagði frá því hvað sérstaklega góður vinur gerir þegar þú þarft á honum að halda. Anníe lýsti viðbrögðum Katrínar Tönju Davíðsdóttur á heimsleikunum í CrossFit. Katrínu Tönju Davíðsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár og var í skoðunarferð við Hollywood merkið í Los Angeles borg þegar heimsleikarnir voru settir í Madison í lok síðasta mánaðar. Glöggir tóku hins vegar eftir því að tvöfaldi heimsmeistarinn var allt í einu mætt til Madison til að hvetja vinkonu sína Anníe Mist Þórisdóttur og lið hennar frá CrossFit Reykjavíkur. Anníe Mist hefur nú sagt frá því af hverju Katrín Tanja birtist þarna á miðjum heimsleikunum. „Ég vona að þú eigir einhvern að í þínu lífi eins og ég hef í Katrínu Tönju,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á samfélagsmiðla sína. „Einhvern sem er tilbúinn að henda öllu frá sér til að hjálpa þér, dag sem nótt eða hvort sem þú hefur rangt eða rétt fyrir þér. Einhvern sem segir þér hlutina eins og þeir eru. Einhver sem færir fjöll til að auðvelda þér ferðalagið. Slík manneskja er Katrín Tanja fyrir mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Fimmtudaginn 28. júlí klukkan 13.10 á Austurstrandartíma hringdi ég hana vegna hugsanlegra meiðsla í okkar liði á heimsleikunum. Hún sat þá í Coeur d’Alene með Brooks Laich sínum. Tólf tímum, tveimur flugum og langri bílferð síðar svaf hún í herbergi við hliðina á mínu í Michigan,“ skrifaði Anníe Mist. „Hver gerir slíkt? Jú Katrín Tanja gerir það,“ skrifaði Anníe. „Ég hef þekkt hana í meira en tíu ár og mér líður eins og hún hafi alltaf verið með mér. Við getum eytt klukkutímum í spjall saman talandi um hitt og þetta. Hluti sem skipta máli eða skipta litlu máli. Við getum setið og þagað saman en við getum líka dansað saman alla nóttina,“ skrifaði Anníe en það má lesa allt sem hún skrifaði hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Katrínu Tönju Davíðsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár og var í skoðunarferð við Hollywood merkið í Los Angeles borg þegar heimsleikarnir voru settir í Madison í lok síðasta mánaðar. Glöggir tóku hins vegar eftir því að tvöfaldi heimsmeistarinn var allt í einu mætt til Madison til að hvetja vinkonu sína Anníe Mist Þórisdóttur og lið hennar frá CrossFit Reykjavíkur. Anníe Mist hefur nú sagt frá því af hverju Katrín Tanja birtist þarna á miðjum heimsleikunum. „Ég vona að þú eigir einhvern að í þínu lífi eins og ég hef í Katrínu Tönju,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á samfélagsmiðla sína. „Einhvern sem er tilbúinn að henda öllu frá sér til að hjálpa þér, dag sem nótt eða hvort sem þú hefur rangt eða rétt fyrir þér. Einhvern sem segir þér hlutina eins og þeir eru. Einhver sem færir fjöll til að auðvelda þér ferðalagið. Slík manneskja er Katrín Tanja fyrir mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Fimmtudaginn 28. júlí klukkan 13.10 á Austurstrandartíma hringdi ég hana vegna hugsanlegra meiðsla í okkar liði á heimsleikunum. Hún sat þá í Coeur d’Alene með Brooks Laich sínum. Tólf tímum, tveimur flugum og langri bílferð síðar svaf hún í herbergi við hliðina á mínu í Michigan,“ skrifaði Anníe Mist. „Hver gerir slíkt? Jú Katrín Tanja gerir það,“ skrifaði Anníe. „Ég hef þekkt hana í meira en tíu ár og mér líður eins og hún hafi alltaf verið með mér. Við getum eytt klukkutímum í spjall saman talandi um hitt og þetta. Hluti sem skipta máli eða skipta litlu máli. Við getum setið og þagað saman en við getum líka dansað saman alla nóttina,“ skrifaði Anníe en það má lesa allt sem hún skrifaði hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira