Fundu líkamsleifar ungra barna í gömlum ferðatöskum Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2022 08:47 Frá heimili fjölskyldunnar sem fann líkamsleifarnar. Lögreglan segir rannsóknina vera erfiða. AP/Dean Purcell/New Zealand Herald Fjölskylda á Nýja-Sjálandi fann nýverið líkamsleifar í ferðatöskum sem keyptar voru á uppboði á netinu. Nú er komið í ljós að líkamsleifarnar voru af tveimur börnum sem talin eru hafa verið fimm til tíu ára gömul. Unnið er að því að bera kennsl á börnin en talið er líklegra að þau hafi verið dáin í þó nokkur ár. Meðlimir fjölskyldunnar tóku þátt í uppboði þar sem geymslufyrirtæki seldi innihald geymslna sem höfðu verið yfirgefnar. Þau keyptu innihald geymslu sem meðal annars innihélt ferðatöskur. Þegar innihald geymslunnar hafði verið sent til þeirra og þau byrjuðu að opna töskurnar komu líkamsleifarnar í ljós. Líkamsleifarnar voru í tveimur töskum og töskurnar höfðu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, verið í geymslunni í minnst þrjú til fjögur ár. Sjá einnig: Fundu líkamsleifar í tösku sem þau keyptu á uppboði Lögreglan segir enn ekki búið að bera kennsl á líkamsleifarnar með því að greina erfðaefni þeirra en talið sé að þau eigi ættingja sem búa enn á Nýja-Sjálandi. Þá segja forsvarsmenn lögreglunnar að þeir séu í samskiptum við Interpol og aðrar alþjóðlegar löggæslustofnanir, sem þykir til marks um að talið sé að þeir sem grunaðir eru um að hafa komið líkamsleifunum fyrir í töskunum séu nú erlendis. Í frétt New Zealand Herald segir að meðal þeirra vísbendinga sem lögreglan sé að rannsaka snúi að því hver hafi leigt geymsluna sem hýsti töskurnar. Meðal annars sé verið að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum en það gæti verið erfitt þar sem langt sé síðan líkamsleifunum var komið þar fyrir. Nágrannar fjölskyldunnar sem keyptu innihald geymslunnar segja barnaleikföng, vagnar og annað hafa verið í geymslunni. Faamanuia Vaaelua, talsmaður lögreglunnar í Auckland, sagði blaðamönnum í morgun að rannsóknin væri á frumstigi. Hún væri mjög erfið og sérstaklega með tilliti til þess hversu ógeðslegt þetta mál væri. Lögregluþjónar væru þó staðráðnir í að hafa hendur í hári hinna seku. Nýja-Sjáland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Unnið er að því að bera kennsl á börnin en talið er líklegra að þau hafi verið dáin í þó nokkur ár. Meðlimir fjölskyldunnar tóku þátt í uppboði þar sem geymslufyrirtæki seldi innihald geymslna sem höfðu verið yfirgefnar. Þau keyptu innihald geymslu sem meðal annars innihélt ferðatöskur. Þegar innihald geymslunnar hafði verið sent til þeirra og þau byrjuðu að opna töskurnar komu líkamsleifarnar í ljós. Líkamsleifarnar voru í tveimur töskum og töskurnar höfðu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, verið í geymslunni í minnst þrjú til fjögur ár. Sjá einnig: Fundu líkamsleifar í tösku sem þau keyptu á uppboði Lögreglan segir enn ekki búið að bera kennsl á líkamsleifarnar með því að greina erfðaefni þeirra en talið sé að þau eigi ættingja sem búa enn á Nýja-Sjálandi. Þá segja forsvarsmenn lögreglunnar að þeir séu í samskiptum við Interpol og aðrar alþjóðlegar löggæslustofnanir, sem þykir til marks um að talið sé að þeir sem grunaðir eru um að hafa komið líkamsleifunum fyrir í töskunum séu nú erlendis. Í frétt New Zealand Herald segir að meðal þeirra vísbendinga sem lögreglan sé að rannsaka snúi að því hver hafi leigt geymsluna sem hýsti töskurnar. Meðal annars sé verið að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum en það gæti verið erfitt þar sem langt sé síðan líkamsleifunum var komið þar fyrir. Nágrannar fjölskyldunnar sem keyptu innihald geymslunnar segja barnaleikföng, vagnar og annað hafa verið í geymslunni. Faamanuia Vaaelua, talsmaður lögreglunnar í Auckland, sagði blaðamönnum í morgun að rannsóknin væri á frumstigi. Hún væri mjög erfið og sérstaklega með tilliti til þess hversu ógeðslegt þetta mál væri. Lögregluþjónar væru þó staðráðnir í að hafa hendur í hári hinna seku.
Nýja-Sjáland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira