Vildi óska að Margeir og Aron hefðu hist yfir kaffibolla Jakob Bjarnar skrifar 18. ágúst 2022 11:35 Gísli Guðni Hall er nýr formaður GR og stendur í ströngu. Yfirdómari klúbbsins er hættur vegna þess að Gísli Guðni varð ekki við kröfu hans þess efnis að Margeiri Vilhjálmssyni yrði vikið úr stjórn meðan mál hans eru til umfjöllunar hjá aganefnd GSÍ. vísir/vilhelm Gísli Guðni Hall, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), segir kröfu Arons Haukssonar, fyrrverandi yfirdómara GR, þess efnis að Margeiri Vilhjálmssyni yrði vikið úr stjórn meðan mál hans væru fyrir stjórn, ekki réttmæta. „Fólk lætur ýmislegt flakka á Facebook,“ segir Gísli Guðni í samtali við Vísi. Eins og lesendur Vísis þekkja leikur nú allt á reiðiskjálfi innan golfhreyfingarinnar allrar. Upphaf þeirra væringa má rekja til atviks sem upp kom á Íslandsmóti eldri kylfinga á Akureyri. Margeir Vilhjálmsson, þekktur kylfingur og golfkennari – stjórnarmaður í GR – var í kjölfar þess kærður til aganefndar Golfsambands Íslands við þriðja mann. Facebook-færsla Margeirs gerði útslagið Margeir, auk Helga Svanbergs Ingasonar og Kristjáns Ólafs Jóhannessonar, mótmælti úrskurði Tryggva Jóhannessonar dómara mótsins, taldi hann ranglátan og hunsaði niðurstöðu hans þegar skorkortum var skilað inn. En það sem ekki síst var það pistill hans, þar sem Margeir fer háðulegum orðum um dómgæsluna, sem Margeir birti á Facebook, sem varð til þess að golfdómarar landsins eru nú afar ósáttir við hinn þekkta kylfing og stjórnarmann. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að Aron Hauksson, yfirdómari GR, hefur sagt því starfi sínu lausu í mótmælaskyni, en hann setti fram þá kröfu að Margeir viki úr stjórn GR, í það minnsta meðan mál hans væri til meðferðar hjá aganefndinni. Ljóst er að Gísli Guðni, sem var kjörinn nýr formaður GR á síðasta aðalfundi, hefur mátt standa í ströngu vegna málsins. Sem hann telur reyndar að hefði mátt lempa á fyrri stigum og sé nú komið í hnút langt umfram tilefnið. Margeir Vilhjálmsson kylfingur er skoðanaglaður maður. Formaður GR segir Margeir tjá sig sem einstaklingur á samfélagsmiðlum en ekki fyrir hönd klúbbsins.GSÍ „Eftir að Margeir birti sína fyrstu Facebook-færslu um frávísunina, samdægurs, sjálfsagt mjög reiður, var umræddur Aron einna fyrstur til að svara, og þá efnislega þannig að hann „dæmdi“ í málinu. Þetta eru ekki einu skoðanaskipti þeirra á milli á Facebook, eftir því sem ég hef heyrt. Aron hefur haldið fram að Margeir hafi smánað hann í þeim samskiptum, en hann hefur ekki sent mér þau,“ segir Gísli Guðni. Afarkostir Arons Formaðurinn bendir á að þarna eigi í hlut tveir þrautreyndir menn og báðir þekktir í íslensku golfi. „Já, ég held það hefði verið heppilegra, sem fyrsta skref, að þeir hittust yfir kaffibolla og ræddu sín mál í góðu tómi. Aron hefði einnig getað borið sig upp við klúbbinn, teldi hann Margeir hafa brotið einhverjar reglur gagnvart sér í opinberri umræðu. Þá hefði þá farið í ferli hjá okkur. Aron Hauksson, fyrrverandi yfirgolfdómari GR, hefur sagt störfum sínum lausum í mótmælaskyni en Gísli Guðni varð ekki við kröfu hans um að Margeiri yrði vikið úr stjórninni vegna umdeilds atviks. En að þetta verði að fjölmiðlamáli með GR sem millistykki, áður en mál hefur komist á eðlilegan byrjunarreit, það hjálpar engum að mínu viti, en það er ekki öll nótt úti.“ En hvers vegna taldir þú ekki vert að verða við kröfu Arons þess efnis að Margeir viki úr stjórninni? „Er Aron setti þessa kröfu fram í tölvupósti, með hótun um að hann myndi segja sig frá öllum störfum fyrir GR ef ekki yrði orðið við kröfu hans, þá svaraði ég honum því til að það væru engar heimildir í lögum GR fyrir formann eða stjórn til að víkja einstökum stjórnarmönnum úr stjórn. Stjórn er kjörin á aðalfundi samkvæmt lögum klúbbsins og þau eru bindandi fyrir stjórn sem aðra.“ Margeir tjái sig sem einstaklingur Gísli Guðni segist hafa boðið Aroni að kynna samskipti þeirra fyrir allri stjórninni en Aron hafi ekki óskað eftir því. „Heldur brást hann við með að segja sig frá störfum fyrir GR. Mér þótti miður að hann hafi ekki tekið svar mitt gilt, þar sem það var byggt á lögum klúbbsins, hann sem dómari ætti að hafa skilning á bindandi gildi og þýðingu þeirra. Við þessa aðstöðu gat ég ekki annað en þakkað honum fyrir framlag sitt fyrir GR á undanförnum árum.“ En geta ekki komið upp atvik þar sem stjórn getur vikið manni úr stjórn án aðkomu aðalfundar? „Svar mitt til Arons sem ég var að lýsa byggðist á lögum klúbbsins.“ Gísli Guðni á Grafarholtsvellinum. Hann segir það miður að viðbrögð Arons Haukssonar yfirdómara hafi verið þau að segja upp. Gísli Guðni vonast eftir góðu samstarfi við dómara í framtíðinni.vísir/vilhelm En hvað finnst þér um framgöngu Margeirs á áðurnefndu golfmóti, er hún sæmandi stjórnarmanni eða má flokka hana sem eðlilegar mótbárur við því sem hann greinilega telur ósanngjarnan úrskurð? „Ég ætla ekki að hafa opinbera skoðun á því og alls ekki meðan málið er í farvegi hjá aganefnd GSÍ, sjálfstæðri nefnd, sem er réttur farvegur samkvæmt regluverki GSÍ. GR er ekki úrskurðaraðili. Margeir er í hópi þeirra sem á til að tjá skoðanir sínar opinberlega, hefur gert það á vefsíðunni kylfingur.is og á samfélagsmiðlum, sem einstaklingur en ekki á vegum GR. Það á ekki að fara á milli mála og ekkert nýtt í því.“ Fordæmalaus deila við dómara Aron Hauksson víkur að því málatilbúnaði sínum að þú sért lögmaður eins þeirra þriggja sem fengu frávísun á Íslandsmótinu vegna áðurnefndra mála. Kann að vera að þú megir af þeim sökum teljast vanhæfur? „Kristján er góður vinur minn, var og verður, en það er ekki rétt með farið hjá Aroni að ég sé lögmaður hans. Ég var staddur í golfskálanum á Akureyri þegar Kristján var kallaður inn á fund. Ég fór með honum og fundurinn hófst á því að honum var tilkynnt ákvörðun um frávísun úr mótinu. Það var rætt eins og gengur á kurteisislegum nótum. Það gerir mig ekki að lögmanni Kristjáns og ég er heldur enginn úrskurðaraðili. Málinu var vísað til aganefndar einhverjum vikum síðar.“ Er það ekki áhyggjuefni ef golfdómarar upp til hópa telji að sér vegið af stjórnarmanni og gæti það hugsanlega orðið starfsemi GR til trafala? „Ef dómari, einn eða fleiri, hjá GR telur vegið að sér er farvegur fyrir slík mál innan klúbbsins. Mér vitanlega hafa slík mál ekki komið upp fram að þessu, allavega ekki á undanförnum árum. Ég átti góðan fund með dómurum klúbbsins í gær, þann fyrsta í minni formannstíð. Úrvinnsla eftir þann fund er eftir og ég fer ekki að úttala mig um hana núna í fjölmiðlum. Ég vonast að sjálfsögðu eftir góðu samstarfi við dómara hér eftir sem hingað til,“ segir Gísli Guðni. Stjórnsýsla Félagasamtök Golf Tengdar fréttir Dramatík, kærur og klögumál hjá heldri kylfingum Margeir Vilhjálmsson kylfingur hefur við þriðja mann verið kærður til aganefndar Golfsambands Íslands en kæran er frá mótstjórn Íslandsmóts eldri kylfinga, sem haldið var dagana 14. – 16. júlí. 10. ágúst 2022 09:33 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Fólk lætur ýmislegt flakka á Facebook,“ segir Gísli Guðni í samtali við Vísi. Eins og lesendur Vísis þekkja leikur nú allt á reiðiskjálfi innan golfhreyfingarinnar allrar. Upphaf þeirra væringa má rekja til atviks sem upp kom á Íslandsmóti eldri kylfinga á Akureyri. Margeir Vilhjálmsson, þekktur kylfingur og golfkennari – stjórnarmaður í GR – var í kjölfar þess kærður til aganefndar Golfsambands Íslands við þriðja mann. Facebook-færsla Margeirs gerði útslagið Margeir, auk Helga Svanbergs Ingasonar og Kristjáns Ólafs Jóhannessonar, mótmælti úrskurði Tryggva Jóhannessonar dómara mótsins, taldi hann ranglátan og hunsaði niðurstöðu hans þegar skorkortum var skilað inn. En það sem ekki síst var það pistill hans, þar sem Margeir fer háðulegum orðum um dómgæsluna, sem Margeir birti á Facebook, sem varð til þess að golfdómarar landsins eru nú afar ósáttir við hinn þekkta kylfing og stjórnarmann. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að Aron Hauksson, yfirdómari GR, hefur sagt því starfi sínu lausu í mótmælaskyni, en hann setti fram þá kröfu að Margeir viki úr stjórn GR, í það minnsta meðan mál hans væri til meðferðar hjá aganefndinni. Ljóst er að Gísli Guðni, sem var kjörinn nýr formaður GR á síðasta aðalfundi, hefur mátt standa í ströngu vegna málsins. Sem hann telur reyndar að hefði mátt lempa á fyrri stigum og sé nú komið í hnút langt umfram tilefnið. Margeir Vilhjálmsson kylfingur er skoðanaglaður maður. Formaður GR segir Margeir tjá sig sem einstaklingur á samfélagsmiðlum en ekki fyrir hönd klúbbsins.GSÍ „Eftir að Margeir birti sína fyrstu Facebook-færslu um frávísunina, samdægurs, sjálfsagt mjög reiður, var umræddur Aron einna fyrstur til að svara, og þá efnislega þannig að hann „dæmdi“ í málinu. Þetta eru ekki einu skoðanaskipti þeirra á milli á Facebook, eftir því sem ég hef heyrt. Aron hefur haldið fram að Margeir hafi smánað hann í þeim samskiptum, en hann hefur ekki sent mér þau,“ segir Gísli Guðni. Afarkostir Arons Formaðurinn bendir á að þarna eigi í hlut tveir þrautreyndir menn og báðir þekktir í íslensku golfi. „Já, ég held það hefði verið heppilegra, sem fyrsta skref, að þeir hittust yfir kaffibolla og ræddu sín mál í góðu tómi. Aron hefði einnig getað borið sig upp við klúbbinn, teldi hann Margeir hafa brotið einhverjar reglur gagnvart sér í opinberri umræðu. Þá hefði þá farið í ferli hjá okkur. Aron Hauksson, fyrrverandi yfirgolfdómari GR, hefur sagt störfum sínum lausum í mótmælaskyni en Gísli Guðni varð ekki við kröfu hans um að Margeiri yrði vikið úr stjórninni vegna umdeilds atviks. En að þetta verði að fjölmiðlamáli með GR sem millistykki, áður en mál hefur komist á eðlilegan byrjunarreit, það hjálpar engum að mínu viti, en það er ekki öll nótt úti.“ En hvers vegna taldir þú ekki vert að verða við kröfu Arons þess efnis að Margeir viki úr stjórninni? „Er Aron setti þessa kröfu fram í tölvupósti, með hótun um að hann myndi segja sig frá öllum störfum fyrir GR ef ekki yrði orðið við kröfu hans, þá svaraði ég honum því til að það væru engar heimildir í lögum GR fyrir formann eða stjórn til að víkja einstökum stjórnarmönnum úr stjórn. Stjórn er kjörin á aðalfundi samkvæmt lögum klúbbsins og þau eru bindandi fyrir stjórn sem aðra.“ Margeir tjái sig sem einstaklingur Gísli Guðni segist hafa boðið Aroni að kynna samskipti þeirra fyrir allri stjórninni en Aron hafi ekki óskað eftir því. „Heldur brást hann við með að segja sig frá störfum fyrir GR. Mér þótti miður að hann hafi ekki tekið svar mitt gilt, þar sem það var byggt á lögum klúbbsins, hann sem dómari ætti að hafa skilning á bindandi gildi og þýðingu þeirra. Við þessa aðstöðu gat ég ekki annað en þakkað honum fyrir framlag sitt fyrir GR á undanförnum árum.“ En geta ekki komið upp atvik þar sem stjórn getur vikið manni úr stjórn án aðkomu aðalfundar? „Svar mitt til Arons sem ég var að lýsa byggðist á lögum klúbbsins.“ Gísli Guðni á Grafarholtsvellinum. Hann segir það miður að viðbrögð Arons Haukssonar yfirdómara hafi verið þau að segja upp. Gísli Guðni vonast eftir góðu samstarfi við dómara í framtíðinni.vísir/vilhelm En hvað finnst þér um framgöngu Margeirs á áðurnefndu golfmóti, er hún sæmandi stjórnarmanni eða má flokka hana sem eðlilegar mótbárur við því sem hann greinilega telur ósanngjarnan úrskurð? „Ég ætla ekki að hafa opinbera skoðun á því og alls ekki meðan málið er í farvegi hjá aganefnd GSÍ, sjálfstæðri nefnd, sem er réttur farvegur samkvæmt regluverki GSÍ. GR er ekki úrskurðaraðili. Margeir er í hópi þeirra sem á til að tjá skoðanir sínar opinberlega, hefur gert það á vefsíðunni kylfingur.is og á samfélagsmiðlum, sem einstaklingur en ekki á vegum GR. Það á ekki að fara á milli mála og ekkert nýtt í því.“ Fordæmalaus deila við dómara Aron Hauksson víkur að því málatilbúnaði sínum að þú sért lögmaður eins þeirra þriggja sem fengu frávísun á Íslandsmótinu vegna áðurnefndra mála. Kann að vera að þú megir af þeim sökum teljast vanhæfur? „Kristján er góður vinur minn, var og verður, en það er ekki rétt með farið hjá Aroni að ég sé lögmaður hans. Ég var staddur í golfskálanum á Akureyri þegar Kristján var kallaður inn á fund. Ég fór með honum og fundurinn hófst á því að honum var tilkynnt ákvörðun um frávísun úr mótinu. Það var rætt eins og gengur á kurteisislegum nótum. Það gerir mig ekki að lögmanni Kristjáns og ég er heldur enginn úrskurðaraðili. Málinu var vísað til aganefndar einhverjum vikum síðar.“ Er það ekki áhyggjuefni ef golfdómarar upp til hópa telji að sér vegið af stjórnarmanni og gæti það hugsanlega orðið starfsemi GR til trafala? „Ef dómari, einn eða fleiri, hjá GR telur vegið að sér er farvegur fyrir slík mál innan klúbbsins. Mér vitanlega hafa slík mál ekki komið upp fram að þessu, allavega ekki á undanförnum árum. Ég átti góðan fund með dómurum klúbbsins í gær, þann fyrsta í minni formannstíð. Úrvinnsla eftir þann fund er eftir og ég fer ekki að úttala mig um hana núna í fjölmiðlum. Ég vonast að sjálfsögðu eftir góðu samstarfi við dómara hér eftir sem hingað til,“ segir Gísli Guðni.
Stjórnsýsla Félagasamtök Golf Tengdar fréttir Dramatík, kærur og klögumál hjá heldri kylfingum Margeir Vilhjálmsson kylfingur hefur við þriðja mann verið kærður til aganefndar Golfsambands Íslands en kæran er frá mótstjórn Íslandsmóts eldri kylfinga, sem haldið var dagana 14. – 16. júlí. 10. ágúst 2022 09:33 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Dramatík, kærur og klögumál hjá heldri kylfingum Margeir Vilhjálmsson kylfingur hefur við þriðja mann verið kærður til aganefndar Golfsambands Íslands en kæran er frá mótstjórn Íslandsmóts eldri kylfinga, sem haldið var dagana 14. – 16. júlí. 10. ágúst 2022 09:33