Nýtum áfengisgjald í félagslega uppbyggingu handa þeim sem hljóta mestan skaða af áfengisneyslu Sanna Magdalena Mörtudóttir og Andrea Helgadóttir skrifa 26. ágúst 2022 14:33 Betra líf, mannúð og réttlæti Rúmlega 31 þúsund manns skrifuðu undir kröfu um Betra líf - mannúð og réttlæti, sem var lögð fram af SÁÁ - Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann árið 2012. Snéri hún að því að sérstakt 10% áfengisgjald rynni til þolenda áfengis- og vímuefnavandans. Þar var lagt til að fjármunum yrði varið í að byggja upp félagslega þjónustu á forræði sveitarfélaganna, þar sem þau hafa ekki haft bolmagn til að sinna henni sem skyldi. Markmið tillögunnar var að gjörbylta lífsgæðum þeirra sem þjást vegna áfengis- og vímuefnavandans og bæta með því samfélagið allt. Margir tóku jákvætt í efni tillögunnar og á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 26. október 2012 var fjallað um með hvaða hætti ríkisvaldið geti stutt sveitarfélögin til að byggja upp nauðsynlega þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, fjölskyldur þeirra og börn. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti eftirfarandi bókun samhljóða á fundinum árið 2012: „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkir að fela formanni og framkvæmdastjóra að taka upp viðræður við velferðarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og innanríkisráðuneytið um með hvaða hætti ríkisvaldið geti stutt sveitarfélögin til að byggja upp nauðsynlega þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, fjölskyldur þeirra og börn“. Efni tillögunnar fékk mikinn meðbyr á meðal almennings enda hljótum við öll að geta verið sammála um samfélagslegan ávinning okkar allra ef vel er staðið að þessu málefni. Hún fékk þó ekki brautargengi innan stjórnsýslunnar þrátt fyrir mikla yfirlýsingagleði og bókunarvilja embættis- og stjórnmálamanna. Áfengisgjald ætti að nýta í öll þau verkefni sem snúa að því að leysa úr áfengisvandanum ekki aðeins hluta þeirra. Allir sem flytja inn eða framleiða áfengi hér á landi til sölu eða vinnslu greiða áfengisgjald í ríkissjóð. Á síðasta ári jukust þessar tekjur mikið og voru 2 milljörðum hærri en áætlað var, þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir í kringum 20,3 milljörðum í ríkiskassann. Covid setti strik í reikninginn þar sem fólk keypti meira áfengi, fór minna til útlanda og met voru sett í áfengissölu. En hver er helst að kaupa og drekka áfengi hér á landi? Áfengisneysla landsmanna er mismikil. Í könnun sem Gallup gerði fyrir hönd landlæknisembættisins árið 2021 sögðust 35% drekka áfengi í hverri viku og tæpur fjórðungur féll undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju. Ljóst er að áfengisgjaldinu sem rennur í ríkissjóð er haldið uppi af tiltölulega litlum hópi fólks sem er í mikilli hættu á að glíma við alvarlegar afleiðingar ofneyslu áfengis ef það er ekki nú þegar byrjað að hljóta skaða af. Skaðsemi áfengis getur verið gríðarleg og mjög víðtæk fyrir þau sem falla í ofneyslu þess, sem og fyrir aðstandendur þeirra. Nærsamfélagið hefur ýmis félagsleg bjargráð til handa þeim sem þurfa á stuðningi að halda til skamms eða lengri tíma. Við vitum þó að þörf er á auknu fjármagni til að hægt sé að beita þeim svo sómi sé af. Gistiskýli þurfa að standa öllum sem eru án húsaskjóls til boða, þar sem engum er vísað frá vegna plássleysis. Enginn á að þurfa að bíða til lengdar eftir heimili sem hentar þeim og þeirra þörfum. Þar að auki er nauðsynlegt að geta ávallt boðið börnum og aðstandendum þeirra sem eru með áfengis- og vímuefnavanda ráðgjöf og stuðning. Ekkert af áfengisgjaldinu rennur hinsvegar til sveitarfélaganna sem sinna þessari mikilvægu þjónustu við þau sem verða fyrir skaða af ofneyslu áfengis. Sósíalistar í borgarstjórn hafa því lagt til að Reykjavíkurborg leiti til hinna sveitarfélaganna með það að markmiði að hefja viðræður við ríkið um að veita 10% af áfengisgjaldi til sveitarfélaganna. Mikilvægt er að unnið verði að því á vettvangi sveitarfélaganna að hluti af þeim fjárhagslega gróða sem hlýst af sölu áfengis, verði varið í félagslega uppbyggingu til að mæta þörfum þeirra sem fara halloka í viðskiptunum. Höfundar eru borgar- og varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Sósíalistaflokkurinn Sanna Magdalena Mörtudóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Betra líf, mannúð og réttlæti Rúmlega 31 þúsund manns skrifuðu undir kröfu um Betra líf - mannúð og réttlæti, sem var lögð fram af SÁÁ - Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann árið 2012. Snéri hún að því að sérstakt 10% áfengisgjald rynni til þolenda áfengis- og vímuefnavandans. Þar var lagt til að fjármunum yrði varið í að byggja upp félagslega þjónustu á forræði sveitarfélaganna, þar sem þau hafa ekki haft bolmagn til að sinna henni sem skyldi. Markmið tillögunnar var að gjörbylta lífsgæðum þeirra sem þjást vegna áfengis- og vímuefnavandans og bæta með því samfélagið allt. Margir tóku jákvætt í efni tillögunnar og á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 26. október 2012 var fjallað um með hvaða hætti ríkisvaldið geti stutt sveitarfélögin til að byggja upp nauðsynlega þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, fjölskyldur þeirra og börn. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti eftirfarandi bókun samhljóða á fundinum árið 2012: „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkir að fela formanni og framkvæmdastjóra að taka upp viðræður við velferðarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og innanríkisráðuneytið um með hvaða hætti ríkisvaldið geti stutt sveitarfélögin til að byggja upp nauðsynlega þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, fjölskyldur þeirra og börn“. Efni tillögunnar fékk mikinn meðbyr á meðal almennings enda hljótum við öll að geta verið sammála um samfélagslegan ávinning okkar allra ef vel er staðið að þessu málefni. Hún fékk þó ekki brautargengi innan stjórnsýslunnar þrátt fyrir mikla yfirlýsingagleði og bókunarvilja embættis- og stjórnmálamanna. Áfengisgjald ætti að nýta í öll þau verkefni sem snúa að því að leysa úr áfengisvandanum ekki aðeins hluta þeirra. Allir sem flytja inn eða framleiða áfengi hér á landi til sölu eða vinnslu greiða áfengisgjald í ríkissjóð. Á síðasta ári jukust þessar tekjur mikið og voru 2 milljörðum hærri en áætlað var, þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir í kringum 20,3 milljörðum í ríkiskassann. Covid setti strik í reikninginn þar sem fólk keypti meira áfengi, fór minna til útlanda og met voru sett í áfengissölu. En hver er helst að kaupa og drekka áfengi hér á landi? Áfengisneysla landsmanna er mismikil. Í könnun sem Gallup gerði fyrir hönd landlæknisembættisins árið 2021 sögðust 35% drekka áfengi í hverri viku og tæpur fjórðungur féll undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju. Ljóst er að áfengisgjaldinu sem rennur í ríkissjóð er haldið uppi af tiltölulega litlum hópi fólks sem er í mikilli hættu á að glíma við alvarlegar afleiðingar ofneyslu áfengis ef það er ekki nú þegar byrjað að hljóta skaða af. Skaðsemi áfengis getur verið gríðarleg og mjög víðtæk fyrir þau sem falla í ofneyslu þess, sem og fyrir aðstandendur þeirra. Nærsamfélagið hefur ýmis félagsleg bjargráð til handa þeim sem þurfa á stuðningi að halda til skamms eða lengri tíma. Við vitum þó að þörf er á auknu fjármagni til að hægt sé að beita þeim svo sómi sé af. Gistiskýli þurfa að standa öllum sem eru án húsaskjóls til boða, þar sem engum er vísað frá vegna plássleysis. Enginn á að þurfa að bíða til lengdar eftir heimili sem hentar þeim og þeirra þörfum. Þar að auki er nauðsynlegt að geta ávallt boðið börnum og aðstandendum þeirra sem eru með áfengis- og vímuefnavanda ráðgjöf og stuðning. Ekkert af áfengisgjaldinu rennur hinsvegar til sveitarfélaganna sem sinna þessari mikilvægu þjónustu við þau sem verða fyrir skaða af ofneyslu áfengis. Sósíalistar í borgarstjórn hafa því lagt til að Reykjavíkurborg leiti til hinna sveitarfélaganna með það að markmiði að hefja viðræður við ríkið um að veita 10% af áfengisgjaldi til sveitarfélaganna. Mikilvægt er að unnið verði að því á vettvangi sveitarfélaganna að hluti af þeim fjárhagslega gróða sem hlýst af sölu áfengis, verði varið í félagslega uppbyggingu til að mæta þörfum þeirra sem fara halloka í viðskiptunum. Höfundar eru borgar- og varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun