Skipan Lilju sögð grímulaust afturhvarf til flokkspólitískrar spillingar Jakob Bjarnar skrifar 29. ágúst 2022 13:58 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Ýmsir hafa nýja skipan Lilju Alfreðsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar til marks um að ráðherrar telji sig geta farið með kerfið eins og þeim þóknast. Afturhvarf til tíma Jónasar frá Hriflu, segir stjórsýslufræðingur. vísir/vilhelm Skipan nýs þjóðminjavarðar hefur vakið upp hörð viðbrögð, hún er sögð fúsk og stjórnsýslulegur hroði. Stjórnsýslufræðingur segir að með þessu, að ráðið sé í stöðu án þess að hún sé auglýst laus, sé horfið til eldri tíma þegar pólitískar ráðningar réðu ríkjum. „Þetta lítur illa út og er afturhvarf til mjög frumstæðrar pólitíkur sem stunduð var hér fyrir tveimur mannsöldrum. Þetta er í rauninni alveg óþolandi,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Eins og Vísir hefur greint frá hefur skipan Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á nýjum þjóðminjaverði, Hörpu Þórsdóttur, valdið forleifafræðingum verulegum vonbrigðum. Staðan var ekki auglýst en eins og segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu er skipanin í krafti reglna um að ráðherra sé heimilt að flytja embættismenn til í starfi, svo lengi sem bæði embættin heyri undir ráðuneytið. Vinagreiði sem svo gleymist Þeim í Félagi forleifafræðinga þykja þetta snautleg svör. Staða þjóðminjavarðar hafi ekki verið auglýst síðan 2001. Það segi allt sem segja þurfi hvernig litið er til menningar innan þessara ríkisstjórnar: Gylfi Helgason dregur ekki fjöður yfir það að vonbrigði þeirra í Félagi forleifafræðinga eru mikil með það hvernig staðið var að málum.Facebook „Hún er bara skraut og það sé bara í hinu stakasta lagi að stór embætti innan menningargeirans sé úthlutað án auglýsingar. Framtíðarstefna fyrir Þjóðminjasafn er ekki til - virðingin fyrir safninu er nær engin og metnaður jafnvel enn lægri. Algjört fúsk dæmi,“ segir Gylfi Helgason, fyrir hönd stjórnar Félags fornleifafræðinga. Í samtali við Vísi fer Gylfi ekki í grafgötur með að fornleifafræðingar séu foj, svekktir og sárir, þarna megi sjá hver viðhorf ríkisstjórnarinnar eru til menningar. „Það er ekki talið hafa miklar pólitískar afleiðingar þó fúskað sé með skipan embætta innan þess. Svarið frá ráðherra er enda bara ekkert svar. Vísað er í lagabókstaf og engin alvöru umræða tekin, engin alvöru rök, bara lagatækni notuð. Afleiðingar er því engar og þegar uppi er staðið þá gekk leikritið upp: vinagreiðinn er búinn og gerður og allir búnir að gleyma þessu á morgun,“ segir Gylfi. Fúsk sem hafi engar pólitískar afleiðingar Ýmsir aðrir hafa tjáð sig með afgerandi hætti um þessa stöðuveitingu. Orri Vésteinsson er fyrsti prófessorinn í fornleifafræði og hann segir þetta fúsk sem því miður muni ekki hafa neinar pólitískar afleiðingar. Ekki frekar en venjulega. „Það er klárlega andstætt íslenskri löggjöf og góðri stjórnsýslu að skipa þjóðminjavörð án auglýsingar, en þar fyrir utan endurspeglar þessi ráðstöfun því miður veika stöðu þessa málaflokks. Að það þyki yfirhöfuð koma til greina að veita embættið með þessum hætti bendir til að það njóti ekki mikillar virðingar. Það er ekki talið hafa miklar pólitískar afleiðingar þó fúskað sé með skipan þess,“ segir Orri á Facebook-síðu sinni. Orri segir, líkt og Gylfi, að þessar breytingar hafi orðið án umræðu eða stefnumótunar og nú hefur glatist langþráð tækifæri til að fá fram ólík viðhorf um hlutverk og framtíðarmöguleika safnsins. „Ég óttast að eina stefna stjórnvalda sé að hafa enga stefnu um málefni þjóðminjavörslunnar.“ Stjórn félags íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) hefur einnig, líkt og Félag fornleifafræðinga, sent frá sér yfirlýsingu þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við skipun nýs þjóðminjavarðar. „Ráðningar sem þessar, með tilfærslu á milli embætta, eru ógagnsæjar og ófaglegar. Slík vinnubrögð grafa undan trausti á stjórnsýsluna og embættismannakerfið,“ segir þar. Harpa starfaði áður sem safnstjóri Listasafns Íslands. Hún tekur við stöðunni af Margréti Hallgrímsdóttur sem nýverið var ráðin í starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu eftir að hafa farið með stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. Afturhvarf til gamalla tíma Vísir leitaði Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðing uppi, en hann er nú staddur á Ítalíu, með það fyrir augum að bera þennan gjörning undir hann. Haukur segir, spurður hvort valdaflokkarnir séu þarna að nota glufu til að raða sínum sínu fólki á alla helstu pósta og þétta raðirnar, að um sé að ræða gamalt ákvæði í starfsmannalögum. „Þetta er frá þeim tíma þegar reynsla í stjórnsýslunni þótti merkilegri en aðrir verðleikar við ráðningu starfsmanna. Þetta er mögulega sáttagjörð við stéttarfélögin þegar tekið var uppá að auglýsa stöður opinberlega. Þessi gamla nálgun er hin weberíska nálgun sem er að miklu leyti horfin. Sameinuðu þjóðirnar eru enn með þetta, að deildarskipta umsækjendum, að þeir sem komi úr þeirra röðum hafi forgang.“ Haukur segir hins vegar að fram hafi komið ný sjónarmið fyrir um 20 eða 30 árum sem hafi orðið ofan á, að reynsla af stjórnsýslunni séu ekkert endilega metin verðmætari en önnur. Að reynsla af atvinnulífinu geti gagnast stjórnsýslunni og þá ef til vill á þeim forsendum að atvinnulífið sé skilvirkara. „Þannig kom fram þessi krafa að allir stæðu jafnir þegar staða losnaði.“ Og sú hefur verið meginreglan undanfarna áratugi. Önnur regla af þeim meiði hefur ekki orðið eins ráðandi sem er að störf séu auglýst á fimm ára fresti. „Meginsjónarmið stjórnsýslunnar er að farið sé vel með almannafé. Að fjármálarök liggi að baki öllum stjórnsýsluákvörðunum.“ Afar mikilvægt að auglýsa lausar stöður Haukur segir, varðandi starfsmannamálin að auglýsa verði stöður til að vita hvaða verðleikar eru í boði. „Ef þú auglýsir ekki veistu ekki hverjir myndu sækja um og ert að gefa þeirri reglu langt nef. Þetta er mjög alvarlegt.“ Svo virðist sem hagsmunir heildarinnar séu nú fyrir borð bornir, að hagsmunir flokksins yfirtrompi allt? „Þetta er ákveðið afturhvarf til tíma Jónasar frá Hriflu og því miður hefur Framsóknarflokkurinn gengið fram fyrir skjöldu og staðið fyrir einkennilegum mannaráðningum. Nema nú eru hinir stjórnmálaflokkarnir komnir í þetta líka. Þetta er sérstaklega alvarlegt þegar ráðnir eru æðstu menn kerfisins og ráðuneytisstjórar. Við erum með kerfi sem á að vera faglegt og að við sjáum hvaða sjónarmið eigi að liggja að baki,“ segir Haukur og bendir á til útskýringar atriði úr sjónvarpsþáttunum Borgen, sem margir þekkja. Þar er að finna samtal persóna um opinbera starfsmenn, að þeir eigi að vera hollir þeim stjórnmálamanni sem kemur og fara að hans vilja. Stjórnarráð Íslands. Ráðherrum er nú legið á hálsi að misnota aðstöðu sína og salla sér velviljuðum, á alla helstu pósta kerfisins.vísir/vilhelm „En þegar þú ferð að setja skoðanasystkini þín í æðstu embætti er hætt við að þarna myndist hringekja sem erfitt er að stoppa. Þá ertu farin að tala um amerísku leiðina,“ segir Haukur. Að þegar nýr forseti nær kjöri hverfi heilu hóparnir frá og aðrir komi inn. En með því erum við að hverfa frá okkar hefðbundnu viðmiðum. „Það getur verið hættulegt að handráða vegna þess að það getur aukið pólaríseringu í öllu ríkiskerfinu. Og var ekki á bætandi.“ Að styrkja flokkshollustu með opinberum gæðum En þetta þýðir þá það að þeir sem hafa verið hér við völd eru með „sitt fólk“ á öllum póstum. Og þannig verji kerfið sig. Það hefur einmitt borið á viðleitni í þá átt að þeir sem eru hollir fjórflokknum, flokksgæðingar, hafi verið settir á mikilvægustu pósta? „Já. Það er ekkert óeðlilegt að stjórnmálamaður sem verður ráðherra vilji styrkja sín pólitísku sjónarmið í ráðuneytinu. En við því hefur verið orðið með ráðningu aðstoðarmanna. Síðast þegar ég vissi voru þeir um tuttugu og það er ansi mikill styrkleiki flokkana inni í ráðuneytunum. Svo bætist þetta við.“ Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir þessa glufu, að skáka megi embættismönnum milli starfa og komast hjá því að auglýsa stöðurnar, gamalt ákvæði í starfsmannalögum. Haukur segist vilja tala varlega þegar spurt er hvort þetta sé ekki ávísun á andverðleika, enda sé þetta ekki persónulegt heldur snúist um prinsipp. „Við erum kannski að tala um ágætlega hæft fólk en við getum ekki sannað að ekki hafi verið betri kostir í boði, ef ekki er auglýst.“ Haukur segir það rétt að greina megi viðleitni flokkanna í gegnum tíðina að vilja styrkja stöðu sína inná við, efla flokkshollustuna, með því að úthluta opinberum gæðum til stuðningsmanna. „En það hefur verið þrengt að pólitíkinni í þeim efnum. Sérstaklega hefur verið tekið fyrir veitingu styrkja út á land og til allskonar vina og kunningja,“ segir Haukur. Að reglur um meðferð á opinberum sjóðum hafi verið þrengdar og lagt upp með faglegt mat; nefndir og ráð sem Alþingi kýs verði sífellt færri. „Þegar flokkarnir vilja launa góðum stuðningsmönnum eru tækifærin færri en voru þegar við vorum með frumstæðari stjórnmál. Við höfum verið að fara yfir í faglegri tíma en áður en þarna er gróflega gengið afturábak.“ Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Áslaug Arna braut lög með ráðningu Ásdísar Höllu Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var óheimilt að setja Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. 4. mars 2022 12:56 Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Segir mál Lilju vonda lögfræði og enn verri pólitík Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um að Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög við skipan ráðuneytisstjóra var afdráttarlaus um að leikreglur hafi verið brotnar að mati þingmanns Viðreisnar. Í málinu sé vond lögfræði og ennþá verri pólitík. 5. mars 2021 20:24 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
„Þetta lítur illa út og er afturhvarf til mjög frumstæðrar pólitíkur sem stunduð var hér fyrir tveimur mannsöldrum. Þetta er í rauninni alveg óþolandi,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Eins og Vísir hefur greint frá hefur skipan Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á nýjum þjóðminjaverði, Hörpu Þórsdóttur, valdið forleifafræðingum verulegum vonbrigðum. Staðan var ekki auglýst en eins og segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu er skipanin í krafti reglna um að ráðherra sé heimilt að flytja embættismenn til í starfi, svo lengi sem bæði embættin heyri undir ráðuneytið. Vinagreiði sem svo gleymist Þeim í Félagi forleifafræðinga þykja þetta snautleg svör. Staða þjóðminjavarðar hafi ekki verið auglýst síðan 2001. Það segi allt sem segja þurfi hvernig litið er til menningar innan þessara ríkisstjórnar: Gylfi Helgason dregur ekki fjöður yfir það að vonbrigði þeirra í Félagi forleifafræðinga eru mikil með það hvernig staðið var að málum.Facebook „Hún er bara skraut og það sé bara í hinu stakasta lagi að stór embætti innan menningargeirans sé úthlutað án auglýsingar. Framtíðarstefna fyrir Þjóðminjasafn er ekki til - virðingin fyrir safninu er nær engin og metnaður jafnvel enn lægri. Algjört fúsk dæmi,“ segir Gylfi Helgason, fyrir hönd stjórnar Félags fornleifafræðinga. Í samtali við Vísi fer Gylfi ekki í grafgötur með að fornleifafræðingar séu foj, svekktir og sárir, þarna megi sjá hver viðhorf ríkisstjórnarinnar eru til menningar. „Það er ekki talið hafa miklar pólitískar afleiðingar þó fúskað sé með skipan embætta innan þess. Svarið frá ráðherra er enda bara ekkert svar. Vísað er í lagabókstaf og engin alvöru umræða tekin, engin alvöru rök, bara lagatækni notuð. Afleiðingar er því engar og þegar uppi er staðið þá gekk leikritið upp: vinagreiðinn er búinn og gerður og allir búnir að gleyma þessu á morgun,“ segir Gylfi. Fúsk sem hafi engar pólitískar afleiðingar Ýmsir aðrir hafa tjáð sig með afgerandi hætti um þessa stöðuveitingu. Orri Vésteinsson er fyrsti prófessorinn í fornleifafræði og hann segir þetta fúsk sem því miður muni ekki hafa neinar pólitískar afleiðingar. Ekki frekar en venjulega. „Það er klárlega andstætt íslenskri löggjöf og góðri stjórnsýslu að skipa þjóðminjavörð án auglýsingar, en þar fyrir utan endurspeglar þessi ráðstöfun því miður veika stöðu þessa málaflokks. Að það þyki yfirhöfuð koma til greina að veita embættið með þessum hætti bendir til að það njóti ekki mikillar virðingar. Það er ekki talið hafa miklar pólitískar afleiðingar þó fúskað sé með skipan þess,“ segir Orri á Facebook-síðu sinni. Orri segir, líkt og Gylfi, að þessar breytingar hafi orðið án umræðu eða stefnumótunar og nú hefur glatist langþráð tækifæri til að fá fram ólík viðhorf um hlutverk og framtíðarmöguleika safnsins. „Ég óttast að eina stefna stjórnvalda sé að hafa enga stefnu um málefni þjóðminjavörslunnar.“ Stjórn félags íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) hefur einnig, líkt og Félag fornleifafræðinga, sent frá sér yfirlýsingu þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við skipun nýs þjóðminjavarðar. „Ráðningar sem þessar, með tilfærslu á milli embætta, eru ógagnsæjar og ófaglegar. Slík vinnubrögð grafa undan trausti á stjórnsýsluna og embættismannakerfið,“ segir þar. Harpa starfaði áður sem safnstjóri Listasafns Íslands. Hún tekur við stöðunni af Margréti Hallgrímsdóttur sem nýverið var ráðin í starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu eftir að hafa farið með stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. Afturhvarf til gamalla tíma Vísir leitaði Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðing uppi, en hann er nú staddur á Ítalíu, með það fyrir augum að bera þennan gjörning undir hann. Haukur segir, spurður hvort valdaflokkarnir séu þarna að nota glufu til að raða sínum sínu fólki á alla helstu pósta og þétta raðirnar, að um sé að ræða gamalt ákvæði í starfsmannalögum. „Þetta er frá þeim tíma þegar reynsla í stjórnsýslunni þótti merkilegri en aðrir verðleikar við ráðningu starfsmanna. Þetta er mögulega sáttagjörð við stéttarfélögin þegar tekið var uppá að auglýsa stöður opinberlega. Þessi gamla nálgun er hin weberíska nálgun sem er að miklu leyti horfin. Sameinuðu þjóðirnar eru enn með þetta, að deildarskipta umsækjendum, að þeir sem komi úr þeirra röðum hafi forgang.“ Haukur segir hins vegar að fram hafi komið ný sjónarmið fyrir um 20 eða 30 árum sem hafi orðið ofan á, að reynsla af stjórnsýslunni séu ekkert endilega metin verðmætari en önnur. Að reynsla af atvinnulífinu geti gagnast stjórnsýslunni og þá ef til vill á þeim forsendum að atvinnulífið sé skilvirkara. „Þannig kom fram þessi krafa að allir stæðu jafnir þegar staða losnaði.“ Og sú hefur verið meginreglan undanfarna áratugi. Önnur regla af þeim meiði hefur ekki orðið eins ráðandi sem er að störf séu auglýst á fimm ára fresti. „Meginsjónarmið stjórnsýslunnar er að farið sé vel með almannafé. Að fjármálarök liggi að baki öllum stjórnsýsluákvörðunum.“ Afar mikilvægt að auglýsa lausar stöður Haukur segir, varðandi starfsmannamálin að auglýsa verði stöður til að vita hvaða verðleikar eru í boði. „Ef þú auglýsir ekki veistu ekki hverjir myndu sækja um og ert að gefa þeirri reglu langt nef. Þetta er mjög alvarlegt.“ Svo virðist sem hagsmunir heildarinnar séu nú fyrir borð bornir, að hagsmunir flokksins yfirtrompi allt? „Þetta er ákveðið afturhvarf til tíma Jónasar frá Hriflu og því miður hefur Framsóknarflokkurinn gengið fram fyrir skjöldu og staðið fyrir einkennilegum mannaráðningum. Nema nú eru hinir stjórnmálaflokkarnir komnir í þetta líka. Þetta er sérstaklega alvarlegt þegar ráðnir eru æðstu menn kerfisins og ráðuneytisstjórar. Við erum með kerfi sem á að vera faglegt og að við sjáum hvaða sjónarmið eigi að liggja að baki,“ segir Haukur og bendir á til útskýringar atriði úr sjónvarpsþáttunum Borgen, sem margir þekkja. Þar er að finna samtal persóna um opinbera starfsmenn, að þeir eigi að vera hollir þeim stjórnmálamanni sem kemur og fara að hans vilja. Stjórnarráð Íslands. Ráðherrum er nú legið á hálsi að misnota aðstöðu sína og salla sér velviljuðum, á alla helstu pósta kerfisins.vísir/vilhelm „En þegar þú ferð að setja skoðanasystkini þín í æðstu embætti er hætt við að þarna myndist hringekja sem erfitt er að stoppa. Þá ertu farin að tala um amerísku leiðina,“ segir Haukur. Að þegar nýr forseti nær kjöri hverfi heilu hóparnir frá og aðrir komi inn. En með því erum við að hverfa frá okkar hefðbundnu viðmiðum. „Það getur verið hættulegt að handráða vegna þess að það getur aukið pólaríseringu í öllu ríkiskerfinu. Og var ekki á bætandi.“ Að styrkja flokkshollustu með opinberum gæðum En þetta þýðir þá það að þeir sem hafa verið hér við völd eru með „sitt fólk“ á öllum póstum. Og þannig verji kerfið sig. Það hefur einmitt borið á viðleitni í þá átt að þeir sem eru hollir fjórflokknum, flokksgæðingar, hafi verið settir á mikilvægustu pósta? „Já. Það er ekkert óeðlilegt að stjórnmálamaður sem verður ráðherra vilji styrkja sín pólitísku sjónarmið í ráðuneytinu. En við því hefur verið orðið með ráðningu aðstoðarmanna. Síðast þegar ég vissi voru þeir um tuttugu og það er ansi mikill styrkleiki flokkana inni í ráðuneytunum. Svo bætist þetta við.“ Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir þessa glufu, að skáka megi embættismönnum milli starfa og komast hjá því að auglýsa stöðurnar, gamalt ákvæði í starfsmannalögum. Haukur segist vilja tala varlega þegar spurt er hvort þetta sé ekki ávísun á andverðleika, enda sé þetta ekki persónulegt heldur snúist um prinsipp. „Við erum kannski að tala um ágætlega hæft fólk en við getum ekki sannað að ekki hafi verið betri kostir í boði, ef ekki er auglýst.“ Haukur segir það rétt að greina megi viðleitni flokkanna í gegnum tíðina að vilja styrkja stöðu sína inná við, efla flokkshollustuna, með því að úthluta opinberum gæðum til stuðningsmanna. „En það hefur verið þrengt að pólitíkinni í þeim efnum. Sérstaklega hefur verið tekið fyrir veitingu styrkja út á land og til allskonar vina og kunningja,“ segir Haukur. Að reglur um meðferð á opinberum sjóðum hafi verið þrengdar og lagt upp með faglegt mat; nefndir og ráð sem Alþingi kýs verði sífellt færri. „Þegar flokkarnir vilja launa góðum stuðningsmönnum eru tækifærin færri en voru þegar við vorum með frumstæðari stjórnmál. Við höfum verið að fara yfir í faglegri tíma en áður en þarna er gróflega gengið afturábak.“
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Áslaug Arna braut lög með ráðningu Ásdísar Höllu Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var óheimilt að setja Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. 4. mars 2022 12:56 Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Segir mál Lilju vonda lögfræði og enn verri pólitík Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um að Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög við skipan ráðuneytisstjóra var afdráttarlaus um að leikreglur hafi verið brotnar að mati þingmanns Viðreisnar. Í málinu sé vond lögfræði og ennþá verri pólitík. 5. mars 2021 20:24 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Áslaug Arna braut lög með ráðningu Ásdísar Höllu Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var óheimilt að setja Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. 4. mars 2022 12:56
Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45
Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28
Segir mál Lilju vonda lögfræði og enn verri pólitík Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um að Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög við skipan ráðuneytisstjóra var afdráttarlaus um að leikreglur hafi verið brotnar að mati þingmanns Viðreisnar. Í málinu sé vond lögfræði og ennþá verri pólitík. 5. mars 2021 20:24
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15