Ráðherra og aðstoðarmaður sakaðir um kynferðisofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 06:49 Ráðherra og aðstoðarmaður í fosætisráðuneytinu hafa verið sakaðir um kynferðisofbeldi. Getty/Victoria Jones Ekki var brugðist við ásökunum gegn ráðherra og aðstoðarmanni í ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands þegar þeir voru sakaðir um kynferðisofbeldi á kjörtímabilinu. Tvær konur hafa stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segjast hafa orðið fyrir af hendi stjórnmálamannanna. Önnur þeirra, sem er fyrrverandi starfsmaður þingflokks Íhaldsflokksins, segir að sér hafi verið nauðgað en hin að á henni hafi verið káfað. Sú sem starfaði fyrir þingflokkinn ræddi við Sky News í hlaðvarpinu The Open Secret, gegn loforði um nafnleynd. „Mér var nauðgað af einhverjum sem er núna ráðherra og ég var rétt skriðin yfir tvítugt. Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að takast á við það. Ég var mjög drukkinn, hann hellti í mig víni og ég var alveg á hausnum,“ segir konan í hlaðvarpsþættinum. „Eftir smá stund spurði ég hann hvort það væri ekki bara í lagi að ég færi uppí rúm og legði mig. En augljóslega lét hann mig ekki vera. Og þegar ég vaknaði næsta morgun fattaði ég hvað hafði gerst.“ Hlusta má á þáttinn hér að neðan: Hún segist hafa sagt kollegum sínum, og þingmanninum sem hún starfaði fyrir, frá atvikinu á sínum tíma og þeir hvatt hana til að leita til lögreglunnar. Eftir að hafa leitað til hennar og rætt við lögreglufulltrúa hafi hún hins vegar hætt við að fara lengra með málið og lét það kjurrt liggja að láta vita formlega af atvikinu hjá Íhaldsflokknum. „Ég var of hrædd til að fara í það verkefni og eiga á hættu að ég missti stjórn á aðstæðunum,“ segir hún. Hin konan, sem starfaði í forsætisráðuneytinu, segir mann, sem nú starfar fyrir ráðuneytið, hafa káfað á sér. Hún hafi ítrekað kvartað undan manninum og kvartað til forsætisráðuneytisins að hann hafi verið ráðinn í stöðu innan þess. „Ég frétti að hann hefði fengið starf í Downing stræti. Ég ræddi þetta við fjölda fólks og ekkert gerðist. Þannig að ég sendi inn formlega kvörtun til ráðuneytisins. Mér fannst ég bera ábyrgð, sér í lagi vegna þess að hann starfar með fjölda kvenna og ég trúði ekki öðru en hann gerði þetta aftur.“ Hún bætir við að eftir að yfirmaður mannsins hafi tekið við kvörtuninni hafi hann hundsað hana á þeim grundvelli að maðurinn ásakaði væri myndarlegur og konur flykktust að honum. Bretland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fimm frambjóðendur áfram í þriðju umferð á mánudag Enginn breyting varð á röð frambjóðenda í annarri umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins sem fram fór í dag. Fimm frambjóðendur taka þátt í þriðju umferð sem fram fer á mánudag. 14. júlí 2022 20:00 Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira
Tvær konur hafa stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segjast hafa orðið fyrir af hendi stjórnmálamannanna. Önnur þeirra, sem er fyrrverandi starfsmaður þingflokks Íhaldsflokksins, segir að sér hafi verið nauðgað en hin að á henni hafi verið káfað. Sú sem starfaði fyrir þingflokkinn ræddi við Sky News í hlaðvarpinu The Open Secret, gegn loforði um nafnleynd. „Mér var nauðgað af einhverjum sem er núna ráðherra og ég var rétt skriðin yfir tvítugt. Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að takast á við það. Ég var mjög drukkinn, hann hellti í mig víni og ég var alveg á hausnum,“ segir konan í hlaðvarpsþættinum. „Eftir smá stund spurði ég hann hvort það væri ekki bara í lagi að ég færi uppí rúm og legði mig. En augljóslega lét hann mig ekki vera. Og þegar ég vaknaði næsta morgun fattaði ég hvað hafði gerst.“ Hlusta má á þáttinn hér að neðan: Hún segist hafa sagt kollegum sínum, og þingmanninum sem hún starfaði fyrir, frá atvikinu á sínum tíma og þeir hvatt hana til að leita til lögreglunnar. Eftir að hafa leitað til hennar og rætt við lögreglufulltrúa hafi hún hins vegar hætt við að fara lengra með málið og lét það kjurrt liggja að láta vita formlega af atvikinu hjá Íhaldsflokknum. „Ég var of hrædd til að fara í það verkefni og eiga á hættu að ég missti stjórn á aðstæðunum,“ segir hún. Hin konan, sem starfaði í forsætisráðuneytinu, segir mann, sem nú starfar fyrir ráðuneytið, hafa káfað á sér. Hún hafi ítrekað kvartað undan manninum og kvartað til forsætisráðuneytisins að hann hafi verið ráðinn í stöðu innan þess. „Ég frétti að hann hefði fengið starf í Downing stræti. Ég ræddi þetta við fjölda fólks og ekkert gerðist. Þannig að ég sendi inn formlega kvörtun til ráðuneytisins. Mér fannst ég bera ábyrgð, sér í lagi vegna þess að hann starfar með fjölda kvenna og ég trúði ekki öðru en hann gerði þetta aftur.“ Hún bætir við að eftir að yfirmaður mannsins hafi tekið við kvörtuninni hafi hann hundsað hana á þeim grundvelli að maðurinn ásakaði væri myndarlegur og konur flykktust að honum.
Bretland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fimm frambjóðendur áfram í þriðju umferð á mánudag Enginn breyting varð á röð frambjóðenda í annarri umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins sem fram fór í dag. Fimm frambjóðendur taka þátt í þriðju umferð sem fram fer á mánudag. 14. júlí 2022 20:00 Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira
Fimm frambjóðendur áfram í þriðju umferð á mánudag Enginn breyting varð á röð frambjóðenda í annarri umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins sem fram fór í dag. Fimm frambjóðendur taka þátt í þriðju umferð sem fram fer á mánudag. 14. júlí 2022 20:00
Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39
Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21