„Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 20:41 Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fjórða mark Íslands í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. „Mér fannst við mæta ótrúlega grimmar og ákveðnar í þennan leik Fyrstu 30 mínúturnar erum við að vinna alla fyrstu og aðra bolta og náum að keyra yfir þær og skora þessi tvö mörk tiltölulega snemma,“ sagði Glódís Perla að leik loknum. „Eftir það var kannski ekki mikið fyrir þær úr að moða, en að sama skapi þá fannst mér við klára leikinn á ótrúlega háu tempói. Við höldum bara áfram og klárum þennan leik gríðarlega vel.“ „Það getur alveg gerst í svona leik þegar andstæðingurinn er búinn að pakka í vörn að maður missi niður tempóið og fari svolítið að spila í kringum þær. En mér fannst við gera ótrúlega vel að halda áfram að vera með tempó og keyra á þær þegar við komumst í svæðin sem við vissum að væru opin.“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, gerði nokkrar breytingar á liðinu í kvöld. Hinar ungu Amanda Andradóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fengu tækifærið og Glódís hrósaði þeim fyrir sitt framlag. „Þær stóðu sig gríðarlega vel. Mér fannst Amanda eiga flottan leik og hún er svo „X-factor“ leikmaður sem getur gert óvænta hluti. Hún er frábær með boltann og það er eitthvað sem er gríðarlega sterkt fyrir lið eins og okkar að vera með svona leikmann eins og hana. Hún er bara að þroskast inn í þetta hlutverk gríðarlega vel og hún sýndi það bara í dag að hún getur vel byrjað svona leik. Það verður gaman að fylgjast með henni.“ „Sama með Mundu. Hún er búin að vera að glíma við meiðsli og veikindi og allskonar bras á henni, en mér fannst hún spila ótrúlega vel í dag og hún gefur okkur líka þennan sóknarleik sem okkur hefur vantað. Okkur hefur saknað að fá bakverðina okkar hærra upp á völlinn og í dag var það bara ótrúlega vel gert hjá þeim báðum. Þær náðu ótrúlega vel saman.“ Amanda skoraði einmitt í kvöld það sem hún hélt að hafi verið sitt fyrsta landsliðsmark. Það var hins vegar dæmt af vegna ragnstöðu, en ekki eru þó allir vissir um það að um réttan dóm hafi verið að ræða. „Ég skil ekki ennþá af hverju þetta var ekki mark, en ég er ekki dómari. Hún átti skilið að fá þetta mark og það hefði verið gaman fyrir hana. Það kemur vonandi bara á þriðjudaginn,“ sagði Glódís. Næsti leikur Íslands er hreinn úrslitaleikur gegn Hollendingum um sæti á HM á næsta ári. Íslenska liðið hefur mikið talað um að ekki hafi einu sinni verið minnst á þann leik í aðdraganda leiksins í kvöld, en nú hlýtur staðan að vera önnur. „Við sögðum það strax að við yrðum að klára þennan leik og við ætluðum að gera það með góðri frammistöðu. Þá förum við inn í þriðjudagsleikinn með meira sjálfstraust og okkur líður betur. Það er gaman að fá sigurleik eftir EM og svona sigurfílinginn inn í hópinn.“ „Nú getum við loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn sem verður algjör hörkuleikur og algjör úrslitaleikur fyrir okkur.“ „Það er markmiði okkar [að tryggja HM-sætið á þriðjudaginn] og við ætlum ekkert í felur með það að okkur langar beint á HM. Þannig við förum í þennan leik á þriðjudaginn til að vinna, en við erum að fara að spila við ótrúlega sterkt lið Hollands sem ætlar sér líka beint á HM. Þannig þetta verður mikil barátta,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís eftir sigurinn gegn Hvít-Rússum Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
„Mér fannst við mæta ótrúlega grimmar og ákveðnar í þennan leik Fyrstu 30 mínúturnar erum við að vinna alla fyrstu og aðra bolta og náum að keyra yfir þær og skora þessi tvö mörk tiltölulega snemma,“ sagði Glódís Perla að leik loknum. „Eftir það var kannski ekki mikið fyrir þær úr að moða, en að sama skapi þá fannst mér við klára leikinn á ótrúlega háu tempói. Við höldum bara áfram og klárum þennan leik gríðarlega vel.“ „Það getur alveg gerst í svona leik þegar andstæðingurinn er búinn að pakka í vörn að maður missi niður tempóið og fari svolítið að spila í kringum þær. En mér fannst við gera ótrúlega vel að halda áfram að vera með tempó og keyra á þær þegar við komumst í svæðin sem við vissum að væru opin.“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, gerði nokkrar breytingar á liðinu í kvöld. Hinar ungu Amanda Andradóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fengu tækifærið og Glódís hrósaði þeim fyrir sitt framlag. „Þær stóðu sig gríðarlega vel. Mér fannst Amanda eiga flottan leik og hún er svo „X-factor“ leikmaður sem getur gert óvænta hluti. Hún er frábær með boltann og það er eitthvað sem er gríðarlega sterkt fyrir lið eins og okkar að vera með svona leikmann eins og hana. Hún er bara að þroskast inn í þetta hlutverk gríðarlega vel og hún sýndi það bara í dag að hún getur vel byrjað svona leik. Það verður gaman að fylgjast með henni.“ „Sama með Mundu. Hún er búin að vera að glíma við meiðsli og veikindi og allskonar bras á henni, en mér fannst hún spila ótrúlega vel í dag og hún gefur okkur líka þennan sóknarleik sem okkur hefur vantað. Okkur hefur saknað að fá bakverðina okkar hærra upp á völlinn og í dag var það bara ótrúlega vel gert hjá þeim báðum. Þær náðu ótrúlega vel saman.“ Amanda skoraði einmitt í kvöld það sem hún hélt að hafi verið sitt fyrsta landsliðsmark. Það var hins vegar dæmt af vegna ragnstöðu, en ekki eru þó allir vissir um það að um réttan dóm hafi verið að ræða. „Ég skil ekki ennþá af hverju þetta var ekki mark, en ég er ekki dómari. Hún átti skilið að fá þetta mark og það hefði verið gaman fyrir hana. Það kemur vonandi bara á þriðjudaginn,“ sagði Glódís. Næsti leikur Íslands er hreinn úrslitaleikur gegn Hollendingum um sæti á HM á næsta ári. Íslenska liðið hefur mikið talað um að ekki hafi einu sinni verið minnst á þann leik í aðdraganda leiksins í kvöld, en nú hlýtur staðan að vera önnur. „Við sögðum það strax að við yrðum að klára þennan leik og við ætluðum að gera það með góðri frammistöðu. Þá förum við inn í þriðjudagsleikinn með meira sjálfstraust og okkur líður betur. Það er gaman að fá sigurleik eftir EM og svona sigurfílinginn inn í hópinn.“ „Nú getum við loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn sem verður algjör hörkuleikur og algjör úrslitaleikur fyrir okkur.“ „Það er markmiði okkar [að tryggja HM-sætið á þriðjudaginn] og við ætlum ekkert í felur með það að okkur langar beint á HM. Þannig við förum í þennan leik á þriðjudaginn til að vinna, en við erum að fara að spila við ótrúlega sterkt lið Hollands sem ætlar sér líka beint á HM. Þannig þetta verður mikil barátta,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís eftir sigurinn gegn Hvít-Rússum
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50