Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Komnir langt í gegnum varnir Rússa í Kharkív Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2022 11:04 Úkraínskir hermenn skjóta á Rússa í Kharkív. Myndin er frá síðasta mánuði. Getty/Wolfgang Schwan Hersveitir Úkraínu hafa sótt töluvert fram gegn Rússum Kharkív-héraði í norðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum. Það gerðu þær með skyndisókn sem virðist hafa komið Rússum á óvart og Úkraínumenn hafi nýtt sér það að Rússar fluttu hersveitir til suðurs til að bregðast við sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði. Úkraínumenn eru taldir hafa sótt fram minnst tuttugu kílómetra inn í varnarlínur Rússa í Kharkív og rekið Rússa frá minnst fjögur hundruð ferkílómetrum, samkvæmt nýjustu skýrslu hugveitunnar Institute for the study of war. Rússar munu þó hafa sent liðsauka til svæðisins en ástand þeirra hersveita er enn óljóst og þykir líklegt að þær séu ekki fullbúnar hermönnum né hergögnum. Það eina sem Rússar hafa formlega sagt um sókn Úkraínumanna er að hún hafi verið stöðvuð, sem virðist ekki vera rétt. Hér má sjá myndir sem sýna glögglega, í grófum dráttum þó, hvernig staðan hefur breyst á undanförnum dögum. Animated GIF showing progress of the the Ukrainian counterattack in Kharkiv Oblast over the past 48 hours. https://t.co/Rb2TQ6da2z pic.twitter.com/9gYB4BwJ2c— George Barros (@georgewbarros) September 7, 2022 Fjölmargar myndir og myndbönd af rússneskum hermönnum í haldi Úkraínumanna hafa verið birtar á samfélagsmiðlum á síðustu dögum. Slíkar myndbirtingar brjóta gegn þrettándu grein Genfarsáttmálans. Þrettánda greinin fjallar um að verja eigi stríðsfanga gegn ofbeldi, ógnunum og gegn smánun og forvitni almennings eins og það er orðað í sáttmálanum sem samþykktur var árið 1949. Sjá einnig: Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Sókn Úkraínumanna í Kharkív-héraði ógnar birgðalínum Rússa í borginni Izyum, sem er ein af þungamiðjum herafla Rússlands í austurhluta landsins. Það virðist vera markmið Úkraínumanna að loka á þær birgðalínur og þá með því að ná borginni Kupyansk, sem er norður af Izyum og er notuð til birgðaflutninga til hersveita Rússa á svæðinu. #Ukraine: A Russian convoy was reportedly ambushed by Ukrainian troops in #Kharkiv Oblast. Two KAMAZ trucks were destroyed and a BMP-3 infantry fighting vehicle with another cargo truck were damaged and captured. pic.twitter.com/zTlBp83xWz— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 8, 2022 Úkraínumenn hafa undirbúið gagnsóknir víða í Úkraínu, með því markmiði að ná frumkvæðinu í átökunum við Rússa og þvinga Rússa til að bregðast við aðgerðum þeirra og þannig stjórna því hvar barist er og hvenær. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ræddi árangur úkraínskra hermanna í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi. Hann vildi ekki nefna frelsaða bæi og sagði það of snemmt, samkvæmt frétt BBC, en ráðamenn í Úkraínu hafa varist allra fregna af gagnárásum Úkraínumanna gegn Rússum og meinað blaðamönnum aðgang að hersveitunum í Kherson. Selenskí sagði þó að mikilvægur árangur hefði náðst og að Úkraínumenn ættu að vera stoltir af hermönnum sínum. #Ukraine: A very modern Russian Msta-SM2 152mm self-propelled howitzer was captured by the Ukrainian army during the ongoing #Kharkiv counter-offensive. This is a upgraded Msta-S with an automatic fire control systems, higher rate of fire and ability to use digital maps. pic.twitter.com/CdvAxk5HRV— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 8, 2022 Sóknin í Kherson kostnaðarsöm Washington Post birti í gær grein þar sem rætt var við úkraínska hermenn sem höfðu særst á vígvellinum í Kherson. Þeir sögðu blaðamanni WP að Rússar hefðu mikla yfirburði varðandi stórskotalið og það hefði reynst Úkraínumönnum verulega erfitt. Þeir væru að missa fimm menn fyrir hvern Rússa sem væri felldur. Sjá einnig: Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Hermennirnir sem rætt var við sögðu þó ekkert annað í boði en að reka Rússa á brott. „Ef við stöðvum þá ekki, munu þeir bara nauðga og myrða fólkið okkar, eins og þeir hafa gert alls staðar annars staðar,“ sagði einn hermannanna. Hann sagði að þó sóknin Kherson væri kostnaðarsöm gætu Úkraínumenn unnið. Sagðir vilja einangra bestu hermenn Rússa Fregnir hafa borist af því að Rússar hafi sent sína reyndustu og best þjálfuðu hersveitir til Kherson en það eru hermenn sem Úkraínumenn eru að reyna að króa af. Þeir vilja forðast að ráðast beint á víggirta varnarlínu Rússa og reyna þess í stað að grafa undan birgðaneti þeirra og einangra alla rússneska hermenn á vesturbakka Dnipro. Úkraínumenn hafa skemmt eða eyðilagt allar brýr yfir ána og gera árásir á ferjur Rússa og flotbrýr sem þeir reyna að gera yfir ána. Talsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sögðu í gærkvöldi að þær sæju hægan en stöðugan og markvissan árangur hjá Úkraínumönnum í Kherson. Það væri enn stutt síðan sóknin þar hófst en hún liti ágætlega út, samkvæmt frétt Reuters. Samþykkja enn eina vopnasendinguna Lloyd J. Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í morgun að Joe Biden, forseti, hefði samþykkt 675 milljóna dala vopnasendingu til Úkraínu. Sendingin inniheldur skotvopn, farartæki og vopn sem ætluð eru gegn skrið- og bryndrekum. Olexiy Resnikov og Lloyd J. Austin, varnarmálaráðherrar Úkraínu og Bandaríkjanna, í Þýskalandi í morgun.AP/Boris Roessler Þetta sagði Austin við upphaf fundar bandamanna Úkraínu í Ramstein í Þýskalandi. Á fundinum stendur til að ræða hvernig ríkin geta aðstoðað Úkraínumenn frekar og styrkt varnir ríkisins. Þá er Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, nú staddur í Kænugarði í óvæntri heimsókn til Úkraínu. Með því vilja Bandaríkjamenn sýna Úkraínumönnum stuðning. The first good news from the #Ramstein 5!Another tranche of security assistance for ($675 million) will include howitzers, artillery munitions, Humvees, armored ambulances, anti-tank systems and more.Thank you to @POTUS @SecDef and the American people.— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) September 8, 2022 Norðmenn tilkynntu einnig í morgun að þeir ætluðu að gefa Úkraínumönnum 160 Hellfire-eldflaugar og nætursjónauka. Norway will donate Hellfire missiles to Ukraine. The donation includes approximately 160 missiles, launching pads and guidance units. Ukraine will also receive night-vision equipment drawn from Armed Forces inventories.https://t.co/kybMl1Uvna pic.twitter.com/wo2Q74LM7i— Forsvarsdepartement (@Forsvarsdep) September 8, 2022 Flytja fólk á brott í aðdraganda innlimunar Ráðamenn í Bandaríkjunum sökuðu í morgun Rússa um að flytja allt að 1,6 milljónir Úkraínumanna nauðarflutningum til Rússlands. Þar hafi fólkið þurft að fara í gegnum svokallaðar „síunarbúðir“. þar sem þau eru yfirheyrð, fjölskyldumeðlimir eru aðskildir og fólk fangelsað. Linda Thomas Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á fundi öryggisráðsins að þúsundir barna hefðu farið í gegnum þessar búðir og einhver þeirra hefðu verið tekin frá foreldrum og gefin til rússneskra hjóna. Greenfield sagði samkvæmt frétt New York Times að með þessu vildu ráðamenn í Rússlandi reyna að réttlæta innlimun úkraínsks landsvæðis. Hún sagði þó að raunverulega væru þetta einfaldlega stríðsglæpir. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Hvítrússneski herinn æfir við landamæri Póllands Hvítrússneski herinn hefur hafið heræfingar við borgina Brest nærri pólsku landamærunum, við höfuðborgina Mínsk og í héraðinu Vitebsk í norðausturhluta landsins. 8. september 2022 07:11 Sækja líka fram gegn Rússum í norðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs. 6. september 2022 15:29 Sá eftir því að hafa flúið dýragarð þegar það fór að rigna Simpansi flúði dýragarð í borginni Karkív í Úkraínu í gær og hafði engan áhuga á því að snúa aftur þangað. Þegar það fór að rigna sá hann þó eftir því og fékk regnkápu hjá starfsmanni dýragarðsins sem fylgdi honum aftur heim á hjóli. 6. september 2022 11:41 Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Úkraínumenn eru taldir hafa sótt fram minnst tuttugu kílómetra inn í varnarlínur Rússa í Kharkív og rekið Rússa frá minnst fjögur hundruð ferkílómetrum, samkvæmt nýjustu skýrslu hugveitunnar Institute for the study of war. Rússar munu þó hafa sent liðsauka til svæðisins en ástand þeirra hersveita er enn óljóst og þykir líklegt að þær séu ekki fullbúnar hermönnum né hergögnum. Það eina sem Rússar hafa formlega sagt um sókn Úkraínumanna er að hún hafi verið stöðvuð, sem virðist ekki vera rétt. Hér má sjá myndir sem sýna glögglega, í grófum dráttum þó, hvernig staðan hefur breyst á undanförnum dögum. Animated GIF showing progress of the the Ukrainian counterattack in Kharkiv Oblast over the past 48 hours. https://t.co/Rb2TQ6da2z pic.twitter.com/9gYB4BwJ2c— George Barros (@georgewbarros) September 7, 2022 Fjölmargar myndir og myndbönd af rússneskum hermönnum í haldi Úkraínumanna hafa verið birtar á samfélagsmiðlum á síðustu dögum. Slíkar myndbirtingar brjóta gegn þrettándu grein Genfarsáttmálans. Þrettánda greinin fjallar um að verja eigi stríðsfanga gegn ofbeldi, ógnunum og gegn smánun og forvitni almennings eins og það er orðað í sáttmálanum sem samþykktur var árið 1949. Sjá einnig: Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Sókn Úkraínumanna í Kharkív-héraði ógnar birgðalínum Rússa í borginni Izyum, sem er ein af þungamiðjum herafla Rússlands í austurhluta landsins. Það virðist vera markmið Úkraínumanna að loka á þær birgðalínur og þá með því að ná borginni Kupyansk, sem er norður af Izyum og er notuð til birgðaflutninga til hersveita Rússa á svæðinu. #Ukraine: A Russian convoy was reportedly ambushed by Ukrainian troops in #Kharkiv Oblast. Two KAMAZ trucks were destroyed and a BMP-3 infantry fighting vehicle with another cargo truck were damaged and captured. pic.twitter.com/zTlBp83xWz— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 8, 2022 Úkraínumenn hafa undirbúið gagnsóknir víða í Úkraínu, með því markmiði að ná frumkvæðinu í átökunum við Rússa og þvinga Rússa til að bregðast við aðgerðum þeirra og þannig stjórna því hvar barist er og hvenær. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ræddi árangur úkraínskra hermanna í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi. Hann vildi ekki nefna frelsaða bæi og sagði það of snemmt, samkvæmt frétt BBC, en ráðamenn í Úkraínu hafa varist allra fregna af gagnárásum Úkraínumanna gegn Rússum og meinað blaðamönnum aðgang að hersveitunum í Kherson. Selenskí sagði þó að mikilvægur árangur hefði náðst og að Úkraínumenn ættu að vera stoltir af hermönnum sínum. #Ukraine: A very modern Russian Msta-SM2 152mm self-propelled howitzer was captured by the Ukrainian army during the ongoing #Kharkiv counter-offensive. This is a upgraded Msta-S with an automatic fire control systems, higher rate of fire and ability to use digital maps. pic.twitter.com/CdvAxk5HRV— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 8, 2022 Sóknin í Kherson kostnaðarsöm Washington Post birti í gær grein þar sem rætt var við úkraínska hermenn sem höfðu særst á vígvellinum í Kherson. Þeir sögðu blaðamanni WP að Rússar hefðu mikla yfirburði varðandi stórskotalið og það hefði reynst Úkraínumönnum verulega erfitt. Þeir væru að missa fimm menn fyrir hvern Rússa sem væri felldur. Sjá einnig: Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Hermennirnir sem rætt var við sögðu þó ekkert annað í boði en að reka Rússa á brott. „Ef við stöðvum þá ekki, munu þeir bara nauðga og myrða fólkið okkar, eins og þeir hafa gert alls staðar annars staðar,“ sagði einn hermannanna. Hann sagði að þó sóknin Kherson væri kostnaðarsöm gætu Úkraínumenn unnið. Sagðir vilja einangra bestu hermenn Rússa Fregnir hafa borist af því að Rússar hafi sent sína reyndustu og best þjálfuðu hersveitir til Kherson en það eru hermenn sem Úkraínumenn eru að reyna að króa af. Þeir vilja forðast að ráðast beint á víggirta varnarlínu Rússa og reyna þess í stað að grafa undan birgðaneti þeirra og einangra alla rússneska hermenn á vesturbakka Dnipro. Úkraínumenn hafa skemmt eða eyðilagt allar brýr yfir ána og gera árásir á ferjur Rússa og flotbrýr sem þeir reyna að gera yfir ána. Talsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sögðu í gærkvöldi að þær sæju hægan en stöðugan og markvissan árangur hjá Úkraínumönnum í Kherson. Það væri enn stutt síðan sóknin þar hófst en hún liti ágætlega út, samkvæmt frétt Reuters. Samþykkja enn eina vopnasendinguna Lloyd J. Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í morgun að Joe Biden, forseti, hefði samþykkt 675 milljóna dala vopnasendingu til Úkraínu. Sendingin inniheldur skotvopn, farartæki og vopn sem ætluð eru gegn skrið- og bryndrekum. Olexiy Resnikov og Lloyd J. Austin, varnarmálaráðherrar Úkraínu og Bandaríkjanna, í Þýskalandi í morgun.AP/Boris Roessler Þetta sagði Austin við upphaf fundar bandamanna Úkraínu í Ramstein í Þýskalandi. Á fundinum stendur til að ræða hvernig ríkin geta aðstoðað Úkraínumenn frekar og styrkt varnir ríkisins. Þá er Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, nú staddur í Kænugarði í óvæntri heimsókn til Úkraínu. Með því vilja Bandaríkjamenn sýna Úkraínumönnum stuðning. The first good news from the #Ramstein 5!Another tranche of security assistance for ($675 million) will include howitzers, artillery munitions, Humvees, armored ambulances, anti-tank systems and more.Thank you to @POTUS @SecDef and the American people.— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) September 8, 2022 Norðmenn tilkynntu einnig í morgun að þeir ætluðu að gefa Úkraínumönnum 160 Hellfire-eldflaugar og nætursjónauka. Norway will donate Hellfire missiles to Ukraine. The donation includes approximately 160 missiles, launching pads and guidance units. Ukraine will also receive night-vision equipment drawn from Armed Forces inventories.https://t.co/kybMl1Uvna pic.twitter.com/wo2Q74LM7i— Forsvarsdepartement (@Forsvarsdep) September 8, 2022 Flytja fólk á brott í aðdraganda innlimunar Ráðamenn í Bandaríkjunum sökuðu í morgun Rússa um að flytja allt að 1,6 milljónir Úkraínumanna nauðarflutningum til Rússlands. Þar hafi fólkið þurft að fara í gegnum svokallaðar „síunarbúðir“. þar sem þau eru yfirheyrð, fjölskyldumeðlimir eru aðskildir og fólk fangelsað. Linda Thomas Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á fundi öryggisráðsins að þúsundir barna hefðu farið í gegnum þessar búðir og einhver þeirra hefðu verið tekin frá foreldrum og gefin til rússneskra hjóna. Greenfield sagði samkvæmt frétt New York Times að með þessu vildu ráðamenn í Rússlandi reyna að réttlæta innlimun úkraínsks landsvæðis. Hún sagði þó að raunverulega væru þetta einfaldlega stríðsglæpir.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Hvítrússneski herinn æfir við landamæri Póllands Hvítrússneski herinn hefur hafið heræfingar við borgina Brest nærri pólsku landamærunum, við höfuðborgina Mínsk og í héraðinu Vitebsk í norðausturhluta landsins. 8. september 2022 07:11 Sækja líka fram gegn Rússum í norðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs. 6. september 2022 15:29 Sá eftir því að hafa flúið dýragarð þegar það fór að rigna Simpansi flúði dýragarð í borginni Karkív í Úkraínu í gær og hafði engan áhuga á því að snúa aftur þangað. Þegar það fór að rigna sá hann þó eftir því og fékk regnkápu hjá starfsmanni dýragarðsins sem fylgdi honum aftur heim á hjóli. 6. september 2022 11:41 Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Hvítrússneski herinn æfir við landamæri Póllands Hvítrússneski herinn hefur hafið heræfingar við borgina Brest nærri pólsku landamærunum, við höfuðborgina Mínsk og í héraðinu Vitebsk í norðausturhluta landsins. 8. september 2022 07:11
Sækja líka fram gegn Rússum í norðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs. 6. september 2022 15:29
Sá eftir því að hafa flúið dýragarð þegar það fór að rigna Simpansi flúði dýragarð í borginni Karkív í Úkraínu í gær og hafði engan áhuga á því að snúa aftur þangað. Þegar það fór að rigna sá hann þó eftir því og fékk regnkápu hjá starfsmanni dýragarðsins sem fylgdi honum aftur heim á hjóli. 6. september 2022 11:41
Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23
Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28