Segir að hverfið sitt hafi gleymst Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 16. september 2022 08:01 Mörghundruð íbúar í Hlíðunum hafa skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda að sinna hverfinu þeirra betur. Aðalgatan í hverfinu er sögð þurfa allsherjaryfirhalningu til að standa undir nafni sem borgargata. Íbúarnir vilja hverfastemingu, til dæmis eins og í Vesturbæ eða Laugardal. Íbúar í Hlíðunum eru óánægðir með ástandið í Lönguhlíð og segja að hún eigi að vera borgargata eins og þar segir en eins og er stendur hún ekki undir nafni. Íbúar Hlíðanna að Norðurmýri meðtalinni eru um 13.000 en þegar þetta er skrifað hafa tæp 600 skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda að gera meira fyrir hverfið. „Við, íbúar Hlíða krefjumst þess að að borgaryfirvöld fari að sinna Lönguhlíð.“ Þannig hefst yfirlýsing á vef undirskriftarsöfnunarinnar. Langahlíð er miðja hverfisins - en hún er sögð án teljandi möguleika fyrir rekstraraðila sem vilja auka þjónustu hverfisins, segir í yfirlýsingunni. Íbúar hittust á fundi fyrir utan kjörbúðina í hverfinu í dag og Jökull Sólberg Auðunsson íbúi í Hlíðunum óskar eftir aðgerðum. „Það var svona samhljómur í fólki að okkur líður svolítið eins og gatan okkar hafi orðið aðeins út undan. Við erum með fyrstu hjólastíga Reykjavíkur sem eru orðir ansi úreltir í hönnun. Fólk er með kaffihús efst á óskalistanum og kannski eitt og annað,“ segir Jökull. Langahlíðin miðjan í hverfinu Fjöldi rýma í hverfinu sem eiga að vera verslanir eru notuð undir íbúðarhúsnæði. Borgaryfirvöld eigi að þrýsta á að þetta sé notað undir verslun. Hámarkshraði í Lönguhlíð er 50 kílómetra hraði, sem er of hár að sögn íbúanna - hann ætti í mesta lagi að vera 30. „Langahlíð er miðjan í hverfinu og við horfum til Vesturbæjar og annarra hverfa sem hafa fengið kaffihús. Og við erum bara öfundsjúk út í þau hverfi,“ segir Jökull. Nú hafa Hlíðarnar Krambúðina, nokkrar hárgreiðslustofur og lengra frá Suðurver. Auk kaffihússins vilja þeir veitingastaði, fisksala, bókabúðir, fleiri kjörbúðir og almennt meira borgarlíf. Þarf ekki bara einhver að taka þetta að sér og fara í rekstur? „Jú, eflaust. Við erum með fólk sem hefur skrifað undir á listanum og hefur reynt mjög mikið en miklu húsnæði hefur verið breytt í leiguíbúðir og þau hafa rekist á ákveðna veggi. Þannig að ég held að það sé kominn tími á að fá borgina með okkur í lið í þessu,“ segir Jökull. Skipulag Reykjavík Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Íbúar í Hlíðunum eru óánægðir með ástandið í Lönguhlíð og segja að hún eigi að vera borgargata eins og þar segir en eins og er stendur hún ekki undir nafni. Íbúar Hlíðanna að Norðurmýri meðtalinni eru um 13.000 en þegar þetta er skrifað hafa tæp 600 skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda að gera meira fyrir hverfið. „Við, íbúar Hlíða krefjumst þess að að borgaryfirvöld fari að sinna Lönguhlíð.“ Þannig hefst yfirlýsing á vef undirskriftarsöfnunarinnar. Langahlíð er miðja hverfisins - en hún er sögð án teljandi möguleika fyrir rekstraraðila sem vilja auka þjónustu hverfisins, segir í yfirlýsingunni. Íbúar hittust á fundi fyrir utan kjörbúðina í hverfinu í dag og Jökull Sólberg Auðunsson íbúi í Hlíðunum óskar eftir aðgerðum. „Það var svona samhljómur í fólki að okkur líður svolítið eins og gatan okkar hafi orðið aðeins út undan. Við erum með fyrstu hjólastíga Reykjavíkur sem eru orðir ansi úreltir í hönnun. Fólk er með kaffihús efst á óskalistanum og kannski eitt og annað,“ segir Jökull. Langahlíðin miðjan í hverfinu Fjöldi rýma í hverfinu sem eiga að vera verslanir eru notuð undir íbúðarhúsnæði. Borgaryfirvöld eigi að þrýsta á að þetta sé notað undir verslun. Hámarkshraði í Lönguhlíð er 50 kílómetra hraði, sem er of hár að sögn íbúanna - hann ætti í mesta lagi að vera 30. „Langahlíð er miðjan í hverfinu og við horfum til Vesturbæjar og annarra hverfa sem hafa fengið kaffihús. Og við erum bara öfundsjúk út í þau hverfi,“ segir Jökull. Nú hafa Hlíðarnar Krambúðina, nokkrar hárgreiðslustofur og lengra frá Suðurver. Auk kaffihússins vilja þeir veitingastaði, fisksala, bókabúðir, fleiri kjörbúðir og almennt meira borgarlíf. Þarf ekki bara einhver að taka þetta að sér og fara í rekstur? „Jú, eflaust. Við erum með fólk sem hefur skrifað undir á listanum og hefur reynt mjög mikið en miklu húsnæði hefur verið breytt í leiguíbúðir og þau hafa rekist á ákveðna veggi. Þannig að ég held að það sé kominn tími á að fá borgina með okkur í lið í þessu,“ segir Jökull.
Skipulag Reykjavík Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira