Segir mælanlegan árangur af loftslagsaðgerðum engan: „Þyngra en tárum taki“ Snorri Másson skrifar 16. september 2022 14:20 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með árangurinn af loftslagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Vísir/Einar Þrátt fyrir metnaðarfull áform er mælanlegur árangur af loftslagsaðgerðum stjórnvalda enn sem komið er enginn, að sögn veðurfræðings. Það er staðreynd sem hann segir að við verðum að horfast blákalt í augu við - á degi íslenskrar náttúru. Í gær gaf Umhverfisstofnun út bráðabirgðaútreikninga sem sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um þrjú prósent á Íslandi á milli ára 2020 og 2021. Vissulega var hagkerfið að ná sér eftir Covid en að árangurinn sé ekki betri, er þyngra en tárum taki samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. „Þetta gengur ákaflega hægt. Og miklu hægar en... ég var bjartsýnn fyrir 5-10 árum og hélt að hlutirnir myndu ganga miklu hraðar fyrir sig, þannig að lesa þessar fréttir í gær 15. september, þetta var enginn sérstakur gleðidagur,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Einar segir að alltof lítið sé að gerast en þar er hann að tala um alltof lítinn árangur, ekki alltof lítið af aðgerðum. Það hefur mikið verið gert, en ekki mikið gerst. Samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum til 2030-35 erum við langt frá markmiðunum. „Þetta er auðvitað þyngra en tárum taki. Það er alveg sama hvar maður horfir. Það er bara alltof lítið að gerast í þessum málum,“ segir Einar. „Það er búið að setja mikið í þetta. Stjórnvöld eru búin að marka stefnu, fullt af stefnum, það er búið að ráða fullt af starfsfólki hjá hinu opinbera og einkageiranum til að sinna þessum málum, það hefur orðið hugarfarsbreyting í landinu. Það eru haldnar ráðstefnur, ég veit ekki hvað er gert, en samt er árangurinn svona lítill. Maður eiginlega bara veltir vöngum yfir þessu: Hvað meira er hægt að gera?“ Miðað við þann loftslagsárangur sem náðist í Covid, segir Einar þann grun læðast að manni á þessu stigi, að skarpur efnahagssamdráttur sé það eina sem geti bjargað málunum. Það sé þó augljóslega ekki óskastaða. Dagur íslenskrar náttúru, hefurðu áhyggjur? „Náttúran er miklu fleira en bara loftslagsmálin en afleiðingarnar af loftslagsmálum eru meiri annars staðar en hér en við samt sem áður þurfum að sýna ábyrgð og draga líka saman þótt við séum lítill dropi í þessu hafi,“ segir Einar. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Í gær gaf Umhverfisstofnun út bráðabirgðaútreikninga sem sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um þrjú prósent á Íslandi á milli ára 2020 og 2021. Vissulega var hagkerfið að ná sér eftir Covid en að árangurinn sé ekki betri, er þyngra en tárum taki samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. „Þetta gengur ákaflega hægt. Og miklu hægar en... ég var bjartsýnn fyrir 5-10 árum og hélt að hlutirnir myndu ganga miklu hraðar fyrir sig, þannig að lesa þessar fréttir í gær 15. september, þetta var enginn sérstakur gleðidagur,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Einar segir að alltof lítið sé að gerast en þar er hann að tala um alltof lítinn árangur, ekki alltof lítið af aðgerðum. Það hefur mikið verið gert, en ekki mikið gerst. Samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum til 2030-35 erum við langt frá markmiðunum. „Þetta er auðvitað þyngra en tárum taki. Það er alveg sama hvar maður horfir. Það er bara alltof lítið að gerast í þessum málum,“ segir Einar. „Það er búið að setja mikið í þetta. Stjórnvöld eru búin að marka stefnu, fullt af stefnum, það er búið að ráða fullt af starfsfólki hjá hinu opinbera og einkageiranum til að sinna þessum málum, það hefur orðið hugarfarsbreyting í landinu. Það eru haldnar ráðstefnur, ég veit ekki hvað er gert, en samt er árangurinn svona lítill. Maður eiginlega bara veltir vöngum yfir þessu: Hvað meira er hægt að gera?“ Miðað við þann loftslagsárangur sem náðist í Covid, segir Einar þann grun læðast að manni á þessu stigi, að skarpur efnahagssamdráttur sé það eina sem geti bjargað málunum. Það sé þó augljóslega ekki óskastaða. Dagur íslenskrar náttúru, hefurðu áhyggjur? „Náttúran er miklu fleira en bara loftslagsmálin en afleiðingarnar af loftslagsmálum eru meiri annars staðar en hér en við samt sem áður þurfum að sýna ábyrgð og draga líka saman þótt við séum lítill dropi í þessu hafi,“ segir Einar.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira