Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2022 15:33 Einhver líkanna sem búið er að grafa upp við Izyum voru með bundnar hendur. Forsetaembætti Úkraínu Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. Blaðamaður Reuters sagði fyrr í dag að vitni sögðu einhver lík hafa verið með reipi um hálsinn og að fleiri en einn hefði verið með bundnar hendur. Yfirmaður lögreglunnar í Úkraínu sagði í dag að búið væri að finna minnst 445 grafir nærri Izyum, eftir að rússneskir hermenn flúðu þaðan í síðustu viku og segja Úkraínumenn þetta til marks um stríðsglæpi Rússa. Ihor Klymenko, áðurnefndur yfirmaður lögreglunnar, sagði blaðamönnum í dag að talið væri að úkraínskir hermenn væru meðal þeirra í gröfunum. Af þeim líkum sem búið væri að grafa upp væri þó ekki einn hermaður. Reuters fréttaveitan hefur líka eftir honum að um fimmtíu lík óbreyttra borgara hefðu fundist annarsstaðar í Kharkív en hann fór þó ekki nánar út í það. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir allan heiminn þurfa að sjá hvað Rússar, sem hann kallar morðingja og pyntara, skilja eftir sig í Úkraínu. „Rússa skilur bara eftir sig dauða og þjáningu. Morðingjar. Pyntarar,“ sagði Selenskí. Hann sagði Rússa skorta það sem gerði þá mennska og hét hefndum. Fyrir hvern einasta Úkraínumann sem þeir hefðu myrt og fyrir hverja þjáða sál. Þegar lík eru grafin upp leita rannsakendur á þeim, af einhverju sem hægt væri að nota til að bera kennsl á þau. Annars eru sýni tekin af þeim og þeim komið fyrir í líkpokum. AP fréttaveitan hefur eftir fólki á staðnum að ein gröfin sé merkt á þann veg að í henni liggi sautján úkraínskir hermenn. Einn íbúi sagði fréttaveitunni að í gröfunum væri mikið af fólki sem hefði dáið í loftárásum Rússa á Izyum fyrr á árinu. Um væri að ræða mikinn fjölda fullorðinna og barna. Af um 47 þúsund íbúum fyrir innrásina eru um tíu þúsund sagðir búa enn í Izyum. Aðrir hafa flúið eða dáið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sagðist líka skilja áhyggjur Modi og vill binda skjótan enda á stríðið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að hann vildi binda enda á innrás Rússa í Úkraínu eins fljótt og auðið væri. Þá sagðist hann hafa skilning á áhyggjum Modi af átökunum. 16. september 2022 14:27 Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þakkaði Xi Jinping, forseta Kína, fyrir yfirvegaða afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu. Pútín sagðist þó hafa skilning á spurningum og áhyggjum Xi af ástandinu í Úkraínu. Þá hét Pútín stuðningi Rússa við Kína varðandi meint yfirráð þeirra yfir Taívan. 15. september 2022 15:18 „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Myndband af rússneska auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin bjóða föngum náðun fyrir að ganga til liðs við málaliðahópinn sem kallast Wagner Group var birt á netinu í gær. Þar má sjá auðjöfurinn segja föngunum að gangi þeir til liðs við Wagner muni þeir aldrei fara aftur í fangelsi. Annað hvort muni þeir deyja í Úkraínu eða vera lausir allra mála eftir sex mánuði. 15. september 2022 11:49 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira
Blaðamaður Reuters sagði fyrr í dag að vitni sögðu einhver lík hafa verið með reipi um hálsinn og að fleiri en einn hefði verið með bundnar hendur. Yfirmaður lögreglunnar í Úkraínu sagði í dag að búið væri að finna minnst 445 grafir nærri Izyum, eftir að rússneskir hermenn flúðu þaðan í síðustu viku og segja Úkraínumenn þetta til marks um stríðsglæpi Rússa. Ihor Klymenko, áðurnefndur yfirmaður lögreglunnar, sagði blaðamönnum í dag að talið væri að úkraínskir hermenn væru meðal þeirra í gröfunum. Af þeim líkum sem búið væri að grafa upp væri þó ekki einn hermaður. Reuters fréttaveitan hefur líka eftir honum að um fimmtíu lík óbreyttra borgara hefðu fundist annarsstaðar í Kharkív en hann fór þó ekki nánar út í það. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir allan heiminn þurfa að sjá hvað Rússar, sem hann kallar morðingja og pyntara, skilja eftir sig í Úkraínu. „Rússa skilur bara eftir sig dauða og þjáningu. Morðingjar. Pyntarar,“ sagði Selenskí. Hann sagði Rússa skorta það sem gerði þá mennska og hét hefndum. Fyrir hvern einasta Úkraínumann sem þeir hefðu myrt og fyrir hverja þjáða sál. Þegar lík eru grafin upp leita rannsakendur á þeim, af einhverju sem hægt væri að nota til að bera kennsl á þau. Annars eru sýni tekin af þeim og þeim komið fyrir í líkpokum. AP fréttaveitan hefur eftir fólki á staðnum að ein gröfin sé merkt á þann veg að í henni liggi sautján úkraínskir hermenn. Einn íbúi sagði fréttaveitunni að í gröfunum væri mikið af fólki sem hefði dáið í loftárásum Rússa á Izyum fyrr á árinu. Um væri að ræða mikinn fjölda fullorðinna og barna. Af um 47 þúsund íbúum fyrir innrásina eru um tíu þúsund sagðir búa enn í Izyum. Aðrir hafa flúið eða dáið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sagðist líka skilja áhyggjur Modi og vill binda skjótan enda á stríðið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að hann vildi binda enda á innrás Rússa í Úkraínu eins fljótt og auðið væri. Þá sagðist hann hafa skilning á áhyggjum Modi af átökunum. 16. september 2022 14:27 Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þakkaði Xi Jinping, forseta Kína, fyrir yfirvegaða afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu. Pútín sagðist þó hafa skilning á spurningum og áhyggjum Xi af ástandinu í Úkraínu. Þá hét Pútín stuðningi Rússa við Kína varðandi meint yfirráð þeirra yfir Taívan. 15. september 2022 15:18 „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Myndband af rússneska auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin bjóða föngum náðun fyrir að ganga til liðs við málaliðahópinn sem kallast Wagner Group var birt á netinu í gær. Þar má sjá auðjöfurinn segja föngunum að gangi þeir til liðs við Wagner muni þeir aldrei fara aftur í fangelsi. Annað hvort muni þeir deyja í Úkraínu eða vera lausir allra mála eftir sex mánuði. 15. september 2022 11:49 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira
Sagðist líka skilja áhyggjur Modi og vill binda skjótan enda á stríðið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að hann vildi binda enda á innrás Rússa í Úkraínu eins fljótt og auðið væri. Þá sagðist hann hafa skilning á áhyggjum Modi af átökunum. 16. september 2022 14:27
Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þakkaði Xi Jinping, forseta Kína, fyrir yfirvegaða afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu. Pútín sagðist þó hafa skilning á spurningum og áhyggjum Xi af ástandinu í Úkraínu. Þá hét Pútín stuðningi Rússa við Kína varðandi meint yfirráð þeirra yfir Taívan. 15. september 2022 15:18
„Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Myndband af rússneska auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin bjóða föngum náðun fyrir að ganga til liðs við málaliðahópinn sem kallast Wagner Group var birt á netinu í gær. Þar má sjá auðjöfurinn segja föngunum að gangi þeir til liðs við Wagner muni þeir aldrei fara aftur í fangelsi. Annað hvort muni þeir deyja í Úkraínu eða vera lausir allra mála eftir sex mánuði. 15. september 2022 11:49
Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41