Samdi ljóð og sendi til MAST vegna dýraníðs á næsta bæ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. september 2022 09:56 Guðrún er langþreytt á aðgerðarleysinu. Guðrún Jónína Magnúsdóttir bjó á árunum 2011 til 2019 nálægt bænum í Borgarfirði sem fjallað hefur verið um ítrekað nýverið vegna dýraníðs. Hún segist endurtekið hafa tilkynnt slæma meðferð á kúnum á bænum til héraðsdýralæknis og Matvælastofnunar. Kúnum hafi ekki verið hleypt út svo árum skipti. Þær hafi öskrað í fjósinu af vanlíðan. Hún hafi tilkynnt málið margsinnis til MAST en aldrei fengið nein svör. Guðrún segir kúnum sjaldan hafa verið hleypt út en hún hafi fengið upplýsingar um það frá héraðsdýralækni að kýrnar í fjósinu hafi nær allar verið halabrotnar ásamt því að vera með áverka á sér eftir einhverskonar högg. Fréttastofa hafði áður greint frá því að bóndinn á bænum hafi verið sakaður um brot gegn dýrum. Árið 2012 hafi þrír fyrrverandi vinnumenn á bænum upplýst MAST um það að gripir á bænum hefðu sætt harðýðgi af hálfu bóndans. 2013 hafi lögreglustjórinn í Borgarnesi gefið út ákæru á hendur bóndanum. Hann hafi verið grunaður um að hafa valdið halamissi, halabroti og halasliti hjá kúnum á bænum. Guðrún segist fyrst hafa kvartað til MAST sumarið 2012 en þá hafi kýrnar ekki farið út, „það er kominn júní, og það er komið fram í júlí og þá hringi ég, fæ ekki að tala við neinn. Það er enginn við hjá MAST sem gat tekið kvörtun svo ég mátti senda tölvupóst, sem ég geri og nokkrum dögum seinna eru kýrnar komnar út,“ segir Guðrún. Málið hafi haldið áfram á þennan veg og hún hafi sent inn kvörtun á hverju sumri til MAST, stundum nokkrum sinnum. Hún viti til þess að fleiri á svæðinu hafi einnig sent tilkynningar. Sumarið 2019 segir Guðrún kýrnar ekki hafa farið út í tvö ár en hún flutti frá bænum í desember 2019. Hún hafi þá sent inn tilkynningu í formi ljóðs til MAST en hún segist hafi aldrei fengið svar frá stofnuninni. Hvorki þess efnis að tilkynningarnar hafi verið mótteknar né að málið væri til skoðunar. „Okkur langaði svo ósköp við ykkur að segja ..... HÆ! Allar kusurnar sem eiga heima í fjósinu í Nýja-Bæ og þakka innilega fyrir þennan eina dag þá útivist, sem olli því við komumst í þennan brag Við höfum árum saman verið innisetudýr og alla vega viðkvæmar veðrabrigðakýr við þolum ekki sólskin! Við þolum ekki regn! Og það sem er inn á milli er okkur alveg um megn Um kálfana á bænum gegnir alveg öðru máli ætla mætti að þeir séu úr fínu gæðastáli því allan ágústmánuð í sumar sáust þeir sullast úti á engjum, já, við segjum ekki meir Svo furðu snemma í gærmorgun þá fór um okkur hrollur í fjósdyrunum birtist einhver skrýtinn skrattakollur og rak okkur til dyra með dálítið ljótum orðum dýrindis áralöng innivera alveg fór úr skorðum Við höldum að þið hafið kannski átt einhvern þátt í því að okkur var ýtt á foraðið og út í sérhvert dý sem fundist getur í Bæjarsveit og þau eru fjölmörg nú það er fáránlegt hvað fólki tekst að leggja á sómakú Við gætum kannski núna verið komnar með klaufasvepp sem kemur af því að vaða bleytu hér í þessum hrepp Júgurbólgur innanstokks og jafnvel eitthvað fleira já, okkur finnst að Mast þurfi af þessu að heyra Að endingu við sendum ykkur oggo ponsu bón af því við teljum sérhvert ykkar, vera okkar þjón við viljum bara fá að vera í friði á okkar bás falla aftur í gleymsku, Æ, skellið fjósinu í lás. MUUUUUUUUUUUUUUUUUUUU ykkar kýrnar í Nýja-Bæ“ Ásakanir á hendur bónda í sveitinni og mæðgum, sem sögðu af sér varaþingmennsku hjá Flokki fólksins á dögunum, snúast um slæma meðferð á hestum. Fyrri eigendur hesta, sem seldu þau til bóndans, hafa óskað eftir að endurheimta þau. MAST hefur svarað því til að geta ekki tjáð sig um einstök mál. Þá sé það mjög íþyngjandi aðgerð að fjarlægja dýr af bæjum þó heimild sé til þess í lögum. Ríkisendurskoðandi ætlar að taka út þann anga MAST sem snýr að eftirliti með dýravelferð. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Tengdar fréttir Varaþingmenn viðriðnir hrossamálið segja af sér Mæðgur sem bendlaðar hafa verið við meint dýraníð í Borgarfirði hafa sagt af sér varaþingmennsku fyrir Flokk fólksins. 13. september 2022 18:36 Eigandinn hafi mætt með leyfi MAST til að flytja hryssuna og folaldið: „Fólk er við það að taka völdin í sínar hendur“ Íbúi í Borgarnesi sem hefur ítrekað kvartað vegna slæmrar meðferðar á hestum í Borgarfirði segir íbúa öskuilla þar sem eigendur hafi fengið leyfi MAST til að flytja illa haldna hryssu og folald sem höfðu verið innilokuð. Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu sé málið til skoðunar og samráðsfundur fari fram síðar í mánuðinum. Tilkynning Ríkisendurskoðunar um úttekt á eftirliti MAST hafi verið áfangasigur. 2. september 2022 14:15 Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Kúnum hafi ekki verið hleypt út svo árum skipti. Þær hafi öskrað í fjósinu af vanlíðan. Hún hafi tilkynnt málið margsinnis til MAST en aldrei fengið nein svör. Guðrún segir kúnum sjaldan hafa verið hleypt út en hún hafi fengið upplýsingar um það frá héraðsdýralækni að kýrnar í fjósinu hafi nær allar verið halabrotnar ásamt því að vera með áverka á sér eftir einhverskonar högg. Fréttastofa hafði áður greint frá því að bóndinn á bænum hafi verið sakaður um brot gegn dýrum. Árið 2012 hafi þrír fyrrverandi vinnumenn á bænum upplýst MAST um það að gripir á bænum hefðu sætt harðýðgi af hálfu bóndans. 2013 hafi lögreglustjórinn í Borgarnesi gefið út ákæru á hendur bóndanum. Hann hafi verið grunaður um að hafa valdið halamissi, halabroti og halasliti hjá kúnum á bænum. Guðrún segist fyrst hafa kvartað til MAST sumarið 2012 en þá hafi kýrnar ekki farið út, „það er kominn júní, og það er komið fram í júlí og þá hringi ég, fæ ekki að tala við neinn. Það er enginn við hjá MAST sem gat tekið kvörtun svo ég mátti senda tölvupóst, sem ég geri og nokkrum dögum seinna eru kýrnar komnar út,“ segir Guðrún. Málið hafi haldið áfram á þennan veg og hún hafi sent inn kvörtun á hverju sumri til MAST, stundum nokkrum sinnum. Hún viti til þess að fleiri á svæðinu hafi einnig sent tilkynningar. Sumarið 2019 segir Guðrún kýrnar ekki hafa farið út í tvö ár en hún flutti frá bænum í desember 2019. Hún hafi þá sent inn tilkynningu í formi ljóðs til MAST en hún segist hafi aldrei fengið svar frá stofnuninni. Hvorki þess efnis að tilkynningarnar hafi verið mótteknar né að málið væri til skoðunar. „Okkur langaði svo ósköp við ykkur að segja ..... HÆ! Allar kusurnar sem eiga heima í fjósinu í Nýja-Bæ og þakka innilega fyrir þennan eina dag þá útivist, sem olli því við komumst í þennan brag Við höfum árum saman verið innisetudýr og alla vega viðkvæmar veðrabrigðakýr við þolum ekki sólskin! Við þolum ekki regn! Og það sem er inn á milli er okkur alveg um megn Um kálfana á bænum gegnir alveg öðru máli ætla mætti að þeir séu úr fínu gæðastáli því allan ágústmánuð í sumar sáust þeir sullast úti á engjum, já, við segjum ekki meir Svo furðu snemma í gærmorgun þá fór um okkur hrollur í fjósdyrunum birtist einhver skrýtinn skrattakollur og rak okkur til dyra með dálítið ljótum orðum dýrindis áralöng innivera alveg fór úr skorðum Við höldum að þið hafið kannski átt einhvern þátt í því að okkur var ýtt á foraðið og út í sérhvert dý sem fundist getur í Bæjarsveit og þau eru fjölmörg nú það er fáránlegt hvað fólki tekst að leggja á sómakú Við gætum kannski núna verið komnar með klaufasvepp sem kemur af því að vaða bleytu hér í þessum hrepp Júgurbólgur innanstokks og jafnvel eitthvað fleira já, okkur finnst að Mast þurfi af þessu að heyra Að endingu við sendum ykkur oggo ponsu bón af því við teljum sérhvert ykkar, vera okkar þjón við viljum bara fá að vera í friði á okkar bás falla aftur í gleymsku, Æ, skellið fjósinu í lás. MUUUUUUUUUUUUUUUUUUUU ykkar kýrnar í Nýja-Bæ“ Ásakanir á hendur bónda í sveitinni og mæðgum, sem sögðu af sér varaþingmennsku hjá Flokki fólksins á dögunum, snúast um slæma meðferð á hestum. Fyrri eigendur hesta, sem seldu þau til bóndans, hafa óskað eftir að endurheimta þau. MAST hefur svarað því til að geta ekki tjáð sig um einstök mál. Þá sé það mjög íþyngjandi aðgerð að fjarlægja dýr af bæjum þó heimild sé til þess í lögum. Ríkisendurskoðandi ætlar að taka út þann anga MAST sem snýr að eftirliti með dýravelferð.
„Okkur langaði svo ósköp við ykkur að segja ..... HÆ! Allar kusurnar sem eiga heima í fjósinu í Nýja-Bæ og þakka innilega fyrir þennan eina dag þá útivist, sem olli því við komumst í þennan brag Við höfum árum saman verið innisetudýr og alla vega viðkvæmar veðrabrigðakýr við þolum ekki sólskin! Við þolum ekki regn! Og það sem er inn á milli er okkur alveg um megn Um kálfana á bænum gegnir alveg öðru máli ætla mætti að þeir séu úr fínu gæðastáli því allan ágústmánuð í sumar sáust þeir sullast úti á engjum, já, við segjum ekki meir Svo furðu snemma í gærmorgun þá fór um okkur hrollur í fjósdyrunum birtist einhver skrýtinn skrattakollur og rak okkur til dyra með dálítið ljótum orðum dýrindis áralöng innivera alveg fór úr skorðum Við höldum að þið hafið kannski átt einhvern þátt í því að okkur var ýtt á foraðið og út í sérhvert dý sem fundist getur í Bæjarsveit og þau eru fjölmörg nú það er fáránlegt hvað fólki tekst að leggja á sómakú Við gætum kannski núna verið komnar með klaufasvepp sem kemur af því að vaða bleytu hér í þessum hrepp Júgurbólgur innanstokks og jafnvel eitthvað fleira já, okkur finnst að Mast þurfi af þessu að heyra Að endingu við sendum ykkur oggo ponsu bón af því við teljum sérhvert ykkar, vera okkar þjón við viljum bara fá að vera í friði á okkar bás falla aftur í gleymsku, Æ, skellið fjósinu í lás. MUUUUUUUUUUUUUUUUUUUU ykkar kýrnar í Nýja-Bæ“
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Tengdar fréttir Varaþingmenn viðriðnir hrossamálið segja af sér Mæðgur sem bendlaðar hafa verið við meint dýraníð í Borgarfirði hafa sagt af sér varaþingmennsku fyrir Flokk fólksins. 13. september 2022 18:36 Eigandinn hafi mætt með leyfi MAST til að flytja hryssuna og folaldið: „Fólk er við það að taka völdin í sínar hendur“ Íbúi í Borgarnesi sem hefur ítrekað kvartað vegna slæmrar meðferðar á hestum í Borgarfirði segir íbúa öskuilla þar sem eigendur hafi fengið leyfi MAST til að flytja illa haldna hryssu og folald sem höfðu verið innilokuð. Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu sé málið til skoðunar og samráðsfundur fari fram síðar í mánuðinum. Tilkynning Ríkisendurskoðunar um úttekt á eftirliti MAST hafi verið áfangasigur. 2. september 2022 14:15 Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Varaþingmenn viðriðnir hrossamálið segja af sér Mæðgur sem bendlaðar hafa verið við meint dýraníð í Borgarfirði hafa sagt af sér varaþingmennsku fyrir Flokk fólksins. 13. september 2022 18:36
Eigandinn hafi mætt með leyfi MAST til að flytja hryssuna og folaldið: „Fólk er við það að taka völdin í sínar hendur“ Íbúi í Borgarnesi sem hefur ítrekað kvartað vegna slæmrar meðferðar á hestum í Borgarfirði segir íbúa öskuilla þar sem eigendur hafi fengið leyfi MAST til að flytja illa haldna hryssu og folald sem höfðu verið innilokuð. Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu sé málið til skoðunar og samráðsfundur fari fram síðar í mánuðinum. Tilkynning Ríkisendurskoðunar um úttekt á eftirliti MAST hafi verið áfangasigur. 2. september 2022 14:15
Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41